Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 30

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 30
30 Sunnudagur 8. janúar 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit harnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku vikna kvalafulla rúm- legu. Eftir það áræddi ég aldrei að bragða fisk- meti. Heimamenn hér telja þó, að sumar fisk- tegundirnar séu ekki eitraðar, en eiturlausu tegundirnar eru svo lik- ar þeim eitruðu, að varla er hægt að þekkja þær að, svo að enginn þorir að leggja i þá áhættu að leggja sér þær til minns”. „En hvers vegna eru þeir eitraðir?” spurði Árni. „Sjórinn i lóninu er þó hreinn og tær. Ég hef aldrei séð svo blátt og tært haf”. ,,Já, hvers vegna eru þeir eitraðir”, tók presturinn upp eftir Arna. ,,Ég hef stundum látið mér detta það i hug, að ef til vill væri það af þvi, hve sjórinn er tær. Við vesturströnd Norður-Evrópu er sjór- inn aldrei tær. Að þvi er ég bezt veit, kemur það til af þvi, að sjórinn er það blandaður næringarefnum úr jurta- og dýrarikinu, en þau efni finnast varla i inn- höfum i hitabeltinu. Fisktegundir á þeim slóðum eru þvi neyddar til að lifa hver á annari — þeir stærri eta þá minni — eða lifa á alls- konar dýrum, sem lifa á hafsbotni. Af þessu verða fiskamir eitraðir. Lika gæti þetta stafað af þvi, að fiskarnir lifa lifi sinu i kyrrstæðu brenn- heitu og fremur grunnu lóni. Það hefur t.d. sann- ast, að sömu fisk- tegundimar, sem em eitraðar i lóninu, reyn- ast óskaðlegar, ef þær veiðast i úthafinu utan lónsins”. En það voru ekki að- eins fiskarnir i lóninu, sem vöktu athygli Arna. Hér var svo margt ný- stárlegt. Það var t.d. merkilegt, hvernig eyjarnar lágu i hálf- hring á kóralrifinu. Af hverju gátu þær ekki lika myndast i miðju lóninu. í bókinni, sem Arni fór að lesa fyrsta kvöldið, var sagt, að kóralrifin mynduðust af miljónum smá-kóral- dýra, sem mynda sam- felldar hvirfingar og æxlast með knappskot- um (knappæxlun). En þetta skeður allt niðri i sjónum. Hvernig kom- ust þessar kóraleyjar upp á yfirborð sjávar- ins? Hvernig myndaðist gróður á þessum kóral- eyjum — trjágróður, dýralif og blómjurtir? Það var mikið happ fyrir fróðleiksfúsan dreng eins og Árna, að eiga þess kost að bera upp vandamál sin við fræðaþul, eins og föður Gaspard. Gamli presturinn þekkti þessa eyju betur en nokkur annar Evrópumaður. Honum var það sönn ánægja að seðja forvitni þessa fróðleiksfúsa drengs. Árni var fyrsti Evrópumaðurinn, sem hann gat skýrt frá öllum sinum uppgötvunum og tilgátum. Félaga sinn, föður Michel, taldi hann ekki lengur með Evrópumönnum. 4. Einn sunnudaginn, eftir messugjörð i fá- tæklegri kapellu, sem var kirkja þorpsbúa, fóru þeir Árni og faðir Gaspard i kynnisför um eyjuna. Er þeir höfðu gengið nokkra klukku- tima um eyna, komu þeir þar sem hlykkur var á kóralrifinu og á oddanum, sem myndað- ist, var dálitill höfði við sjóinn. Við rætur höfð- ans var snardýpi. Þeir Arni og presturinn lögð- ust á magann, teygðu sig út yfir vatnsborðið og horfðu niður i djúpið og sáu hvemig iðandi kös fiskanna skreið marglit út og inn um kóralgreinarnar. „Hefur þú tekið eftir þvi, Árni?” sagði presturinn, „að kóral- greinamar hafsmegin á eynni eru i ýmsum fögr- um litum, en að innan, sem snýr að lóninu, eru þær litlausar og dauða- legar? Ég hef mikið brotið heilann um af hverju þetta kemur, og nú held ég, að ég hafi ráðið gátuna. Þú veizt það, að þessar kóral- greinar eru safn fjöl- margra smádýra, sem þarfnast lifslofts og nær- ingar. Slik næring berst til þeirra frá hafinu með straumum og vindi, en inni i kyrru lóninu skort- ir þessa næringu. Nú er það sannað, að kóral- dýrin þrifast bezt á 30 til 50 metra dýpi. Lónið sjálft er um 20 metra djúpt. Þess vegna hafa kóraldýrin myndað eins og hring i kringum þetta svæði. En eftir þvi sem kóralrifið varð þéttara, þvi fátækari af næringarefnum og lifs- lofti varð hinn kyrri sjór inni i lóninu. Maður get- ur þvi sagt sem svo, að kóraldýrin fargi sér sjálf, eða öllu heldur vegna þess, að þeir byggja „hús” sin svo þétt, þá valda þeir dauða þeirra, sem lenda að innanverðu i rifinu. Það er vist ástæðan til þess að ekki myndast kóralrif inni i lóninu”. „Já, ég skil þetta”, svaraði Árni, „þótt ég hafi ekki hugsað út i það fyrr.En úr þvi kóraldýr- in lifa aðallega á 30 til 50 metra dýpi, hvernig geta þau þá lifað uppi i yfirborði sjávar”. „Ég sagði aldrei, að þau lifðu einungis á 30 til 50 metra dýpi, heldur að þar væru bezt lifsskil- yrði fyrir kóraldýrin”, svaraði presturinn. „Stundum lifa þau á miklu meira dýpi og stundum alveg uppi i vatnsskorpunni. Allt Kyrrahafið er einskonar „eldfjallasvæði”. Á botni hafsins eru elds- umbrot tið. Oft lyftast þá upp á yfirborðið eyj- ar og sker, sem eiga fyr- ir sér að hverfa aftur i djúpið. Stundum lyftast þá kóralrifin upp á yfir- borðið, og stundum siga þau i djúpið. Þá keppast kóraldýrin við að hækka i sjónum og þá myndast kóralrif lóðrétt upp úr sjónum frá mörg hundr- uð metra dýpi. Lónið hérna innan Tongarewa- eyjaklasans, er liklega myndað ofan á ey, sem sokkið hefur i hafið, og mig skyldi ekki undra það, að þessi litli höfði, sem við liggjum á, sé hæsti tindurinn á þessari sokknu eyju”. „En hvernig myndast jarðvegur og gróður á slikum eyjum?” spurði Arni. „Kóraldýrin eru að mestu kalk, svo að þessi rif eru nakin og allslaus, er þau risa úr hafi”. „Já, þetta er rétt hjá þér”, svaraði prestur- inn, en athugaðu nú það, að þegar kóralgreinarn- ar koma upp úr hafflet- inum, þá brotna greinarnar viða af og skolast upp á rifið og mulna smátt og smátt BollA &OÍLA........... CTfl', ÞU HzfkiÍST FYRiíK LÆT/'a/.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.