Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 35

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 35
Sunnudagur 8. janúar 1978 35 flokksstarfið Prófkjör Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs Framsóknarflokksins i Reykjavik fyrir væntanlega alþingis- og borgarstjórnarkosn- ingar hefst miðvikudaginn 11. janúar og stend- ur yfir til 21. janúar. Kosið verður á skrifstofu flokksins að Rauðarárstig 18 alla virka daga kl. 9.00-17.00, laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-17.00. Þátttökurétt hafa allir flokksbundnir Fram- sóknarmenn i Reykjavik, 16 ára og eldri, svo og aðrir stuðningsmenn flokksins á kosninga- aldri. Kópavogur Framsóknarfélögin í Kópavogi halda fund úm fjárhagsáætlun Kópavogskaupstaðar 1978 fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30 að Neðstutröð 4. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjómir félaganna. Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur verður haldinn 12. þ.m. að Rauðarárstig 18 kl. 20,30. Sverrir Bergmann læknir kemur á fundinn, ræðir um heil- brigðismál og svarar fyrirspurnum. Fjölmennið og takið kaffi- brúsann með. Stjórnin. Jólahapptírætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið f Happdrætti Framsóknarflokksins og eru vinningsnúmerin innsigluð á skrifstofú Borgarfógeta á meðan skil eru að berast frá umboðsmönnum og fl. sem ennþá eiga eftir að borga miða sina. Happdrættið hvetur menn eindregið til að senda uppgjör næstu daga svo unnt sé að birta vinningaskrána. Akstur í myrkri II. Þegar ökutæki mætast ' Þegar ökutæki mætast i myrkri, styttist sjónlengd ökumannsins að nokkru vegna ljósanna á móti og aö ööru leyti vegna þess, að hann setur sjálfur lágu ljósin á. Athuganir hafa leitt i ljós, að þegar tvö ökutæki mætast á dimmum vegi og báðir aka með lágum ljósum, þá sér hvorugur ökumannanna t.d. gangandi veglaranda i dökk- leitum fötum sem fjær er en 30 metrum framundan, — jafnvel þótt lágu ljósin skini lengra. Til þess að forðast á- keyrslu innan þessarar veg- alengdar verður að draga úr hraðanum svo stöövunar- vegalengdin verði innan þessara 30 metra. Meö þvi er óhætt að segja, að á sléttum vegi, i þurru færi, með eðlilegum við- bragðsflýti og hemlum sem eru i lagi, er nauðsynlegt að minnka hraðann niður i 40 km/klst. áður og á meðan mæting á sér stað. Með fuilkominni árvekni og þar með stuttum við- bragðstlma, á þurrum vegi, með góöa hemla og gott við- nám við veginn, geta menn leyft sér eilitið hraðari akst- ur. Aö aka hraöar er i raun- inni að aka i blindni. 1 hálku, bleytu og þar sem aur er og fita (olia) á ak- brautinni á beygjum og niður brekkur verður aö draga til muna úr hraða. Eldri ökumenn verða einnig að aka hægar vegna þess að þeir eru viðbragðs- seinni og viðbrögð augnanna ávallt hægari, en slikt gerir vart við sig hjá fólki þegar eftir þritugsaldur. Hafiö ávallt stöðvunarveg- alengdina framundan. Þar sem ávallt verður að draga úr hraða þegar öku- tæki mætast og þá ekki sizt i myrkri, verður ökumaöur ætiö aö reikna með þvi, að ökutæki sem á undan eru, hægi skyndilega á ferðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hæfilega stöðvunar- vegalengd, — öryggissvæöi — á milli ökutækja, sérstak- lega I myrkri. UMFERÐARRAÐ Breiðdalsvík 0 magnið hjá okkur i vetur, sagði Guðmundur, er nú komin hing- að allstór disilstöð, sjö hundruð kilóvatta, er ekki hefur verið kostur á undanfarna vetur, svo að við stöndum betur að vigi en áður, þótt rafmagn norðan yfir bregðist um tima. Rúmlega tvö þúsund tunnur af sild voru saltaðar hér á sild- arvertiðinni, og hefur um þriðj- ungurinn þegar verið sendur burt, en það, sem eftir er, mun fara fljótlega. Hefur nokkuð af fólki haft vinnu við sildina fram að þessu, þar á meðal fáeinar konur. Loks er hér i byggingu slátur- hús, sem ekki var vanþörf á, og var það einmitt að verða fokhelt núna. Að þvi er stefnt, að það verði komið i gagnið næsta haust. Bræla á loðnumiðunum SJ — A föstudag komu 17 loðnu- skip með samtals 3.400 lestir til norðurlandshafna. Bræla var á miðunum i gærmorgun en loðnu- sjómenn biðu átekta eftir færi á að kasta. Kockum komið á heljarþröm Sú var tiöin, að íslendingar könnuðust við Kochum I Málm- ey. A náðir Kochums leituðu is- lendingar hundruöum saman fyrir tæpum tiu árum, þegar hér var slikt atvinnuleysi undir handarjaðri viðreisnarstjórnar- innar svonefndu, aö fólk flúði land unnvörpum. Nú stendur náðarfaðmur Kochums ekki lengur opinn atvinnulausum út- lendingum. Þetta stórfyrirtæki riðar til falls. Um miðjan desembermánuð var efnt til kröfugöngu I Málm- ey til þess að vekja athygli á þvi, hvernig komið er fyrir Kochum, og þeim voöa, sem steðjar að Málmeyingum og fólki I skánskum grannbyggðum Málmeyjar, ef Kockum neyðist til þess að draga stórlega saman rekstur sinn eða verður jafnvel gjaldþrota. 1 þessari kröfu- göngu bar það til tiðinda, aö við hliðina á smiöum og verka- mönnum fyrirtækisins þramm- aöi eiginkona aðalforstjóra Kockums, Nils Hallenborgs, og helztu verkfræðingarnir og haföi margt af þvi fólki aldrei fyrr út á götu stigiö þeirra er- inda að ganga um bæinn undir kröfufánum og vigorðaborðum. Alls eru þaö um fimm þúsund manns, sem vinna nú hjá Kock- um, en miklu fleiri en þetta fólk og fjölskyldur þeirra eiga af- komu sina undir þvi, að fyrir- tækið sé starfhæft og dragist ekki saman, og það þeim mun fremur sem nú er atvinna ónóg i Málmey, og einkum megnt at- vinnuleysi meöal ungs fólks. Það kom þvi ekki á óvænt, aö tiu þúsund manns teljast hafa tekiö þátt I kröfugöngunni. Fyrir jólin var staða Kock- ums svo alvarleg, aö ekki blasti annaö við en fyrirtækið yröi aö stöðva launagreiðslur, ef þvi yrðu ekki ábyrgzt lán og rekstrarfé. En til frambúöar treysta forráöamenn Kockums einkum á ráðagerðir sinar um að nota gas I stað oliu. En stjórnarvöld hafa engar á- kvaröanir tekiö um að slikt verði gert kleift. Þar að auki veröur slik breyting ekki gerð nema á mörgum árum, þar sem leggja veröur miklar leiöslur, gera stórbreytingar i verk- smiðjum og á verkstöövum og reisa móttökustöðvar, ef unnt á að vera að flytja fljótandi gas til Sviþjóðar I þess konar skipum, er bezt henta til slikra flutninga. EEcgQjQJ Ritstjórn. skrifstofa og afgreiösla Þrettándaólæti senn úr sögimni í Hafnarfirði SJ-Reykjavik. Undanfarin ár hef- ur venjulega orðið nokkur ókyrrð i Hafnarfirði á kvöldi þrettánd- ans. Lögreglan hefur uppi við- búnað til að mæta þessu og svo var enn á föstudag. Um niuleytið um kvöldið tók fólk að safnast samaná Strandgötunni og viðar i miðbænum og gerði sig liklegt til að hafa i frammi ólæti. Lögreglan dreifði þegar hópunum. Að sögn voru minni brögö að þessu en oft áður og lögreglumenn i Hafnar- firði kváðust vonast til að þrettándaólæti væru nú úr sög- unni þar i bæ. UTGARÐUR í Glœsibœ Veizlumatur, hvaða nafni sem hann nefnist: Kaldir eða heitir réttir, kalt borð9 kabarett, síldarréttir9 smurt brauð9 snittur o. fl. Sendum í heimahús UTGARÐUR í Glœsibœ & v 86220 x Þorramaturinn okkar er góður Ath.: Tökum nidur pantanir í Þorramat, með eða án síidarréttanna okkar frægu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.