Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 8. janiiar 1978 Sandar I MiOfiröi, (1909). Heyskaparfólk viö hlöftuna Ingólfur Davíðsson: og búið í gamla daga 204 Sandar i Miftfirfti, V-Hdnavatnssýslu (1907) Leiftrétting frá Reyni Unn- steinssyni 1 þættinum „Byggt og biliö i gamla daga” þ. 18. sept. siöastl., (nr. 188), varbirt mynd af heyskaparfólki viö vinnu sina. Var myndin ranglega sögö tekin á Syöri-Völlum I Miöfiröi. Hiö rétta er, aö myndin var tdc- in á Söndum i Miöfiröi, áriö 1909, af borsteini Einarssyni frá Reykjum, en hann fékkst mikiö viö ljósmyndun á sinum tima. (Þorsteinn var sonur Einars Skúlasonar, silfursmiös á Tann- staöabakka). Unnt hei'ur reynzt aö nafn- greina flest af því fólki, sem sést á mynd þessari. Taliö frá vinstri: 1. Kaupakona — ókunnugt er um nafn hennar. 2. Kaupakona — ókunnugt er um nafn hennar. 3. Guöný Bjarnadóttir — vinnukona. 4. Salóme Jóhannesdóttir hús freyja á Söndum. 5. Guömundur Jónasson bóndi Svarðbæli, (meö hatt). 6. Jón J. Skúlason bóndi á Söndum, (á hvitri skyrtu). 7. Jón D. Guðmundsson I Svaröbæli. 8. Björn Bergmann Guö- mundsson i Svaröbæli. 9. Sigurgeir Bjarnason — lengi í húsmennsku á Söndum (meö fangiö). 10. Jón Magnússon (fótalausi). Missti fæturnar fyrir neöan hné, er hann kól á Hrúta- fjaröarhálsi. Dvaldist siðar lengi á Stóru-Asgeirsá I Viöi- dal. (1 hlööudyrum). 11. Jóhann Albert Sigurösson, fyrrum bóndi á Kárastööum, (beygir sig). 12. Bjarni Þorsteinsson, snún- ingadrengur. Ekki hefur tekizt aö bera kennsl á drengina, sem sitja i hnapp viö hlööuvegginn. 13. Guöfinna Magnúsdóttir — vinnukona. 14. Elin Sigurgeirsdóttir (Bjarnasonar). (15. Helga Magnúsdóttir — kona Sigurgeirs Bjarnasonar. Sést ekki á myndinni eins og hún prentast i blaöinu) Leiörétting þessi er gerö samkvæmt uppl. hjónanna Jón- Inu Jónsdóttur frá Söndum og Guömundar Albertssonar, fyrrv. póstfulltrúa. A ofanveröri 19. öld bjó á Söndum i Miöfiröi Jón Skúlason — d. 1907. Jón var merkur maö- ur og búhöldur meö þeim af- brigöum aö orö fór af viöa um sveitir. Hlaut hann verölaun úr ræktunarsjóöi Kristjáns IX og var frömuöur i félagsmálum bænda um verzlun og önnur framfaramál. Byggöi Jón reisu- leg bæjarhús, er lengi stóöu og báru vitni stórhug hans og skörungsskap. Þótti mikill menningar- og myndarbragur á Sandaheimilinu. 1 haröindum þeim, er gengu yfir undir lok aldarinnar reyndist Jón sveit- ungum sinum mikil hjálpar- hella I þrengingum þeirra, enda greiövikinn mjög og gestris- inn. Synir Jóns Skúlasonar og konu hans Steinunnar Daviös- dóttur frá Þorgautsstööum i Hvitársiöu voru þeir Jón, siöar bóndi á Söndum og ólafur bóndi á Stóru-Asgeirsá i Viöidal. önnur mynd, tekin af Þorsteini Einarssyni áriö 1907, sýnir úti- hús og bæ á Söndum. Fjárhúsin (á miöri mynd) tóku 160 fjár, en hlaðan ljósleita tveggja ára fóð- ur. (Heyskaparfólkiö á hinni myndinni stendur viö hlööuna). Bærinn á Söndum sést til hægri. Allar byggingarnar voru reistar I búskapartið Jóns Skúlasonar bónda á Söndum (1879-1907). Litlu myndina af ibúöarhúsinu á Söndum og útihúsi, tók Guö- mundur Albertsson fyrrv. póst- fulltrúi áriö 1925. Bregöum okkur snöggvast til Færeyja og litum á Funnings- kirkju, en hún varö nýlega 130 ára. Þettaer timburkirkja meö torfþaki og grjótgaröur I kring. Hún var klædd ómáluöum rauöaviöi aö innan og öll hin snyrtilegasta. Stendur I Eiöis- prestkalli. Fyrrum var þaö siö- ur aö fólk frá Gjöge, sem átti mjög langt til kirkjunnar nam staöar I sjónmáli viö stóran stein, kraup þar á kné og geröi bæn sina. Heitir þar Kirkju- steinur. 4 Sandar I Miftfirfti, (1925) Funningskirkja I Færeyjum (130 ára)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.