Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 10
10 wmnm Sunnudagar ». J«nd«r U78 Ég hef veriö beöin aö rifja upp nokkrar minningar frá æsku- heimili okkar systkinanna, þessar minningar eru mér kær- ar, en ykkur þykja þær kannski fábrotnar, ég biö ykkur þvl aö vera lítillát um stund, eins og börn, sem horfa inn I kertalog- ann á jólakertinu sinu og finna meira en þau sjá. „Spor manns liggja utar oft en ævisaga um bæinn þinn og heimahaga, hugurinn reikar marga daga” segir St.G.St. Foreldrar mínir voru sam- hent um velferö og afkomu heimilisins og-þá ekki sízt um uppeldi okkar systkinanna. Ég held aö þeirra stærsti styrkur hafi veriö reglusemi, glaölyndi og jafnaöargeö, svo ekki heyrö- istoröinu hærra eöa blótsyröi og sérstaklega voru þau orövör um menn og málefni. — Bæöi voru þau stjórnsöm, handlagin, verk- hyggin og afkastamikil, þess vegna geröust flest verk heimilisins bæöi utan hóss sem innan eins og af sjálfu sér. Þaö var mikiö lán foreldra minna og einnig okkar barn- anna, aö vinnufólkiö dvaldi um kyrrt árum saman frá þvl þau byrjuöu búskapinn. Siguröur Ingvarsson var yfir 20 ár. Aöal- björg Jónsdóttir 18 ár eöa þar til hún fór aö búa. Jón og Jónlna voru systrabörn fööur míns og ólust upp hjá afa og ömmu á Laugarvatni og fóru þaöan ekki fyrr en þau giftust. öll voru þau vel gefin, bráödugleg, verklagin og unnu heimillnu eins og þaö væri þeirra hagur aö ekkert færi forgöröum eöa til spillis. — Okk- ur börnunum voru þau sem systkini, leiöbeinandi, góö og hjálpleg viö störf sem leik. Vinnugleöin fólst I þvl aö hlýöa þvl sem okkur var sagt, og ánægjan var mest er tókst aö vinna betur og meira en af okk- ur var krafizt. Aö launum feng- um viö meira frjálsræöi til eigin áhugamála eöa tómstundaiöju. Bæöi voru foreldrar mínir dýravinir og létu öllum skepn- um, sem þau höföu yfir aö ráöa, llöa vel. Einn vinnumaöur var fá ár heima, faöir minn lét hann fara fyrr en ella, vegna þess aö hann fór ekki vel aö skepnunum. Einnig höföu þau yndi af aö sitja góöa hesta. Þaö var gaman aö sjá móöur mlna á Bjarna-Grána, sem var flug- vakur gæöingur og undi sér hvergi nema fyrstur I hópi, eöa þá fööur minn á Skugga, Bjarkar-Mósa, eöa Stóra-Brún, sem allir léku á kostum og voru hver öörum fallegri gæöingar. Þaö kom sér vel fyrir hann aö eiga góöa hesta, hann gegndi mörgum félagsstörfum fyrir sveit slna og sýslu og fór oft aö heiman. Þó var hann heimakær aö eölisfari, var alltaf glaöur yfir aö vera kominn heim aftur úr feröalagi. — Svo var einnig um móöur mlna, hún var áþekk bjarginu sem alltaf stóö á sama staö — og þar var gott aö leita skjóls. Hún fór ekki til Reykja- vlkur nema I brýnustu nauösyn á nokkurra ára fresti og þá til aö kaupa efni I spariföt á fjölskyld- una. Allt var saumaö heima og ekkert keypti hún nema þaö sem var fallegt og vandaö. Allt- af gaf hún okkur börnunum eitt- hvaö sérstakt, þegar hún kom úr kaupstaönum. Eitt sinn voru þaö franskir höfuöklútar, sem vöktu mikla hrifningu og voru I fullu gildi I mörg ár. Náttúrufegurö er mikil og fjölbreyttá Laugarvatni og þeg- ar sólin gyllir fjöllin aö hausti eöa vori og vatniö er eins og spegill, þá er Dalurinn fagur. Laugarvatnshjón Ingunn Eyjólfsdóttir og Böövar Magnússon. Arnheiður Böðvarsdóttir: J ólaminningar SIÐASTLIÐINN jóladag voru hundraö ár liöin frá fæöingu Böövars Magnús- sonar á Laugarvatni. Þann dag komu fjölmargir niöjar Laugarvatnshjóna, sem orönir eru 206 aö tölu, hinn siöasti fæddist 20. desember 1977, saman til þess aö minn- ast Böövars og þeirra hjóna beggja. Kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir, var nokkrum árum eldri bónda slnum, fædd 2. ágúst 1873, og var aldarafmælis hennar minnzt meö afhjúpun minnisvaröa aö Laugarvatni haustiö 1973. A niöjasamkomunni á dög- unum voru fluttar jóiaminn- ingar frá Laugarvatni, er ein dætra Laugarvatnshjóna, Arnheiöur Böövarsdóttir frá Efri-Brú I Grlmsnesi, haföi samiö. Fara þær hér á eftir. Einn slikan morgun, þegar allir voru komnir á fætur I baö- stofunni, kemur faöir minn inn, sezt viö gluggann og fer aö snyrta á sér hökutoppinn. En allt I einu horfir hann út yfir til Heklu, sem nú er bööuö I morgunsól, tignarleg og fögur og fer meö öll erindin hálfhátt I kvæöinu eftir St.G.St.: „Þó þú langförull legöir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót” Ég efast um aö hann hafi séö hökutoppinn I þetta sinn. Kannski hefur honum veriö hugsaö ti vesturfaranna, — þaö fóru margir úr Laugardalnum, bæöi skyldfólk og vinir, hann baröist á móti þessum fólks- flutningum bæöi I ræöu og riti. Góöar bækur átti faöir minn, bæöi ljóö og sögur eftir innlenda og útlenda höfunda. Þegar ég varö 12 ára gaf hann mér bókina ,,A guös vegum” eftir Björn- stjerne Björnsson. Ég hef alltaf álitiö aö hann hafi gefiö mér beztu bókina I bókaskápnum sinum. Þaö bar marga gesti aö garöi á Laugarvatni, allt þar til bfla- öldin hófst, þá breyttist margt. Umferöin var auövitaö mest aö sumrinu bæöi af rlöandi og gangandi fólki, útlendu sem inn- lendu og þá oftast á leiö til Geysis og Gullfoss. Oft gisti þetta fólk fleira og færra og lagöi bókstaflega bæinn undir sig. Má nærri geta hvaö mikiö var lagt á húsmóöurina auk hennar stóra heimilis. En aldrei heyröist æöruorö hjá móöur minni. Þaö var bara strax geng- iö hiklaust aö verki, lummurnar hræröar og bakaöar og kaffiö á könnuna eöa silungurinn látinn I pottinn og á boröiö, meö kannski nýjum kaftöflum, hverabrauöi, smjöri, skyri og rjóma. A teig stóöu 8-10 manns aö slætti, en þrátt fyrir gesti heima, brást þaö aldrei aö heimilisfólkiö fengi sinn mat og kaffi á réttum tíma. Oft komu gestir sem vildu hitta fööur minn. Var þá sent til hans, þar sem hann var viö verk. Stakk hann fljótlega niöur orfi eöa reku og skundaöi heim, þvl gestrisinn var hann eins og móöir mln og þótti gaman og fróölegt aö blanda geöi viö menn hvaöan sem þeir komu. Þrátt fyrir aukiö erfiöi held ég, aö allar gestakomur hafi veriö foreldrum mlnum kærkomnar, enda höföu þau ekki alizt upp viö annaö. Þegar gleöi- og hestamenn bar aö garöi, sem faöir minn þekkti, átti hann til aö fylgja þeim þeim úr hlaöi, ef vel stóö á. Ef þaö kom fyrir aö enginn var gestkomandi, þá var fariö aö horfa suður á Mýrarskóg eöa út á Háls og þess beöiö meö eft- irvæntingu aö einhver birtist. Ekki er ólíklegt aö hinir mörgu feröamenn, sem átt hafa leiö um Laugardal, hafi hrifizt af fegurö hans llkt og Stein- grlmur Thorsteinsson eöa Einar Sæmundsen skógfræðingur, sem orti hiö fallega kvæöi „Laugardalur”. En kvæöiö er þannig: Og þig hafa ljóöin lengi stært, þaö lifir á fslenzkri tungu. Ég man þaö I æsku, aö oft var mér kært Þaö indæli, er skáldin þérsungu. Ég kynntist þér, sveit, gegnum sögu og ljóö meö söngnum fugla þýöum sem þvl fegursta, er ætti vor Islenzka þjóö I algrænum skógarhlföum. Þá man ég þaö bæöi leynt og ljóst mig langaöi þig aö skoöa og halla mér upp viö þín hlýju brjóst, I hásumars morgunroöa. Og innstf hjarta mér þroskaöist þrá þessar sveitar-gæöum aö kynnast og allt þaö indæli sjá, sem um þig var sungiö í kvæöum. Og loksins kom ég i Laugardal, og lengi þess skal ég minnast. Þú Suöurlands prýöi sveitaval, já, sælt var aö fá þér aö kynnast. Af Hálsinum staröi ég hugfanginn á hverareykinn sig teygja hátt yfir vatniö í himininn hverfa, týnast og — deyja! Og nú finn ég, aö hér er hjarta lands og heilög hver brekkan og grundin. I fjöllunum vakir vætta fans, sem verndar um skógarlundinn. og hér eiga álfar og huldur ból I hellum og skógarleynum meö kvæöunum ljúfu og sumar- sól, þau seiöa fram lff I steinum. Þaö kom oft fyrir aö gangandi fólk baö um hesta út á Þingvöll eöa til Geysis. Var þá eitthvert okkar eldri systkinanna látiö fara meö til aö koma meö hest- ana til baka. Einu sinni seinni hluta sum- ars fór ég meö 7 eöa 8 manns til Þingvalla og lenti I myrkri á heimleiöinni. Ég reiö hart aust- ur yfir Vellina og lét Lappa gjamma bæöi til þess aö ég yröi ekki eins myrkfælin og einnig til aö halda hestunum betur sam- an. Allt gekk vel þar til komið var á Gylltuflöt, þá þaut Bjark- ar-Mósi út I myrkriö meö hnakk og beizli. Ég vissi strax aö þaö mundi vera hann, gæðingurinn sjálfstæöi, en ég gat ekki annaö en látiö hann eiga sig, varö aö hugsa um hina hestana, aö koma þeim heim. Þetta óhapp óx mér I augum og kveiö ég fyrir aö segja frá þvl. Allir voru I fasta svefni I baöstofunni þegar ég kom heim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.