Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 16
16 ilillliliiiii; Sunnudagur 8. janúar 1978 menn og málefni Góð innræting og vond Kuldanum fylgja ekki einvöröungu armæöa og vandræöi. Unga fólkiökann vel aö meta skiöabrekkur og skautasvell og lætur ekki á sér standa þegar færi gefst til útiveru á miöjum vetri. Timamynd Gunnar. Þegar menn klæöa hugsanir sinar i viöhafnarbúning er oft á oröi haft aö maöurinn sjálfur sé dýrmætastur alls. Sizt af öllu megi fámenn þjóö viö því, aö van- meta manninn, einstaklinginn. Æskufólkiö er kallaö vaxtar- broddur samfélagsins, og aö þessum vaxtarbroddi veröi aö hlynna, svo aö'hann fái notiö sin til þeirrar hlitar sem honum er á skapaö. Stundum er vitnaö til hins norska fornaldarhöföingja, sem sagt er i sögum, aö komiö haföi hverjum manni til nokkurs þroska, og þegar menn fjalla I endurminningum sinum um kynni sin af heimilum, sem af báru um myndarbrag er tiöum aö þvi vikiö hversu þroskavænleg þau hafi veriö og hollt veganestiö er menn höföu þaöan. Þannig er þaö bæöi ný og gömul hugsun, hversu miklu varöi aö vekja þá og glæða og efla til þroska.er ungir eru að árum og áhrifanæmir og má raunarseilast miklu lengur aftur þvi að jafnvel á harla fjarlægum öldum flaug hugur jafnhátt og siðar. „Heil- brigð sál i hraustum likama” er talið hafa verið kjörorö mestu menningarþjóðar löngu liðins tima ogeinmittþetta kjörorð tóku þeir upp er mest beittu sér fyrir menningarlegri viðreisn Is- lendinga i árdögum þess aldar- skeiðs er við nú lifum. Úr svelti í ofmötun Fyrir allnokkrum áratugum voru Islendingar skólaþyrst þjóö. Um land allt voru óteljandi ung- menni sem ólu meö sér sterka löngun til þess aö menntast nokk- uö, en lengi vel áttu aöeins fáir einir þess kost og hafa sumir rifj- að upp meö miklum sárindum aö þeim var þaö fyrirmunaö vegna lifsstööu sinnar. Enn eru i margra minni tárin, sem Stephan G. felldi i móunum undir Vatnsskarði þegar hann sá jafn- aldra sina úr Skagafiröi riöa suö- ur til skólavistar. En um viölika harm annarra eru engir til frá- sagnar. Langflestir urðu aö láta sér nægja þaö sem þeir gátu tileinkaö sér meö sjálfsnámi og bóklestri þótt viöa um land væru stórhuga menn að brjótast i þvi að efna til skóla I byggöarlögum sinum — skóla sem flestir uröu skammlifir vegna fjárskorts og margs konar öröugleika. Þaö var eiginlega ekki fyrr en með fræöslulögunum og seinna alþýðuskólunum i kringum 1930, er fyrst og fremst voru verk Jónasar frá Hriflu, þótt margir legöu meö honum hönd á plóginn, aögatan varö greiöari en áöur. Nú er þetta allt liðin tí"ð og svo- snúiö viö taflinu aö margra manna mál er aö fjölda unglinga sé ofboöiö meö langri skólasetu, bæöi aö áratölu og lengd hvers skólaárs. Þannig má vera, aö I þessu efni hafi breytingarnar oröiö sveifla frá svelti til ofmötunar, og á þaö sér raunar hliöstæöu á öörum sviöum, og ekki sizt ala margir enn meö sér þann hugsunarhátt sem er leif frá tima þegar skóla- gangan var torveld, aö bókleg menntun sé æðri verknámi. Mannrækt j af nmikilvæg þekkingn Markmiö þeirra, sem fastast beittu sér fyrir skólum á þeim tlmum er þeirra varö fárra völ, varekki þaöeitt aö miðla fræöslu. Þeim var ekki siöur kappsmál aö manna fólk. Mannrækt var annar þáttur skólastarfs I hugum þess- ara manna og mun næst sanni, aö kennsla sem úti var látin án þess aö vera jafnframt slikt uppeldis- starf, brýning til dáöa, efling góöra eiginleika, i stuttu máli sagt mannrækt, heföi ekki hlotiö hjá þeim háa einkunn. Enginn þarf til dæmis aö vera I vafa um viðhorf séra Magnúsar Helgasonar, sem kvöldræöurnar flutti I skóla sinum og bjó kenn- arastéttina undir ævistarf sitt um langt skeiö. En þó aö hans nafn eins sé nefnt, þá voru þeir skóla- menn ótaldir sem litu tviþætt starf sllkrá stofnana sömu augum og gengu hinn sama veg eöa hon- um hliðstæðan. Og samtlmis þessum mönnum voru aörir, sem beittu áhrifum sinum i sömu átt, hver á sinu sviöi — þeir sem I far- arbroddi voru i félagsmálum af ýmsu tagi — margir þeirra sem prenta létu bækur og timarit til al mannanota — allnokkrir sem lögöu meiri eöa minni stund á aö flytja erindi, almenningi til hvatningar. Og þó aö þetta geröist allt I fá- tæku landi, þar sem margir börö- ust I bökkum, mannréttindi skert á ýmsum sviðum, árstiöabundiö atvinnuleysi landlægt og enn vlöa fólk, sem var krenkt og kýtt af gamalli haröneskju, þá fer varla á milli mála aö sá dómur falli um þessa tiö, aö þá hafi veriö gróandi þjóðlif meö þverrandi tár. Þrátt fyrir allt, sem aö amaöi. Kynslóð tekur við af kynslóð Þótt sá tfmi, sem drepiö hefur veriö á hér aö framan sé ekki fjarri okkar tima aö árum er hann eigi aö sfður langt undan. Peningarnir, sem áöur voru fá- séöir meöal almennings svo aö nokkru næmi, flæöa um æöar þjóöfélagsins, álitlegur hluti þjóöarinnar situr á skólabekk og alls konar stórvirki eru á döfinni þótt eftir eigi aö sýna sig um sumt, hvaö heppnazt hefur og hvað misheppnazt, jafnvel hrapallega. En verra er hitt, aö þjóöin er ekki söm og hún var, og er óþarfi aö vitna þar aö sinni, hvaö i huga er haft, þvi aö hugur flestra mun beinast þangað, án frekari skilgreiningar. Engum dylst aö misbrestir voru i fari hennar áður, og einkanlega mikil brögð að misnotkun á aöstööu ýmiss konar þegar fáir höfðu ráð margra aö meira eöa minna leyti I hendi. Þeir hafa vafalaust taliö sér trú um aö þeir væru I fullum rétti og engin voru lög er annað sögöu. Holskefla sú, sem nú hefur riöiö yfir, gengur aftur á móti I berhögg við öll lög, allt siögæöi og alla réttarvitund. Þeir auögunarglæpir sem verið hafa aö koma upp á yfirboröiö svo til daglega nú aö undanförnu, tengjast nær allir þeirri kynslóö sem er ekki fjarri miöjum aldri. Kannski á þaö sér þá orsök aö hún er komin I þá aöstööu I samfélag- inu aö hafa tök á sliku, ef lifsviö- horf og eigindir eru annars meö þeim hætti, aö vilja siikt viö hafa. A hinn bóginn hefur þaö viljaö viö brenna ef einhverjir telja sig knúöa til þess aö beina geiri sin- um að einhverjum aldursflokki aö þaö komi niöur á ungu kynslóö- inni. En um þá tilhneigingu er rétt aö nema staöar viö orö for- setans, dr. Kristjáns Eldjárns, i nýársboöskap hans: „I öllum stéttum og stööum er nú I landinu fjölmenn ung kyn- slóö, vel menntuö; hraust og dug- leg, fær i allan sjó. Eldri og yngri kynslóð hafa ævinlega dæmt hvor aðra meö nokkurri svo tor- tryggni. Reiöilestrar eru ekki nýtt fyrirbrigöi. En þaö væri á engum rökum reist ef vér treyst- um ekki Islenzkum æskumönnum til að ávaxta auka við og bæta það sem þegar hefur veriö gert til aö þjóð vor megi lifa I farsælu, rétt- látu og heiöarlegu samfélagi I þessu landi. Þeim er engin vork- unn aö taka til hendi, þvi aö vel hefur veriö aö þeim búiö, og þaö munu þeir lika gera, enda væri annars til litils barizt”. Hvaðan berast straumamir? Framtiöarvon okkar er sem fyrr unga fólkiö, enda öll okkar verk, sem eldri erum, likt og aö tjalda til einnar nætur ef þau eru ekki gerö meö þaö i huga aö skila arfinum áleiöis. Þeir þverbrestir sem eru eöa kunna aö vera I fari ungu kyn- slóöarinnar, eru þá lika sök þeirra, sem eldri eru. Engar eru likur til þess, aö ein kynslóð sé aö upplagi lakar gerö til góðra hluta en önnur, og þaö sem áfátt þykir, verða þeir, sem til meiri aldurs eru komnir aö skrifa á sinn eigin reikning, en ekki annarra. Viö aðra er ekki aö sakast, ef um þaö er aö tefla. Aö þessu kom biskup landsins, Sigurbjörn Einarsson I nýársboö- skap sinum, þar sem hann sagði: ,,En hvaöa raddir eru þaö sem fá áheyrn? Hverersá tónn, sem á greiöast aögang aö ungu fólki og öörum? Eru þaö raddirnar, sem hvetja til varúðar á vegum lifsins og benda á háu og hollu lifsmiöin? Sé svo ekki, hvar er þá sökin? Mættu ekki áhrifamenn spyrja sjálfa sig hvort sem þeir telja sig standa nær eöa fjær kristinni kirkju? Vita menn ekki, aö þaö er auöveldara aö flytja þægilega lygi en sannleika sem höföar til vilja, manndóms, fórnfýsi, auö- mýktar og kærleika? Vita menn ekki að þaö er hægara aö bjóöa upp I dans en kalla til átaka viö sinn verri mann? Og hver er stefnan I þjóöarupeldinu þegar á heildina er litiö? Hver eru áhrifin sem flæða inn á heimilin i landinu aö opinberri tilstuölan? Hver eru musterin, sem ungdómur lands- ins á aö sækja sér til lffsfyllingar og mótunar? Menn segja aö verö- bólgan eigi alla sök á meinsemd- um þjóðfélagsins. En hvaöan er hún? Og hvernig verður hún læknuð? Ég hélt aö hún og það hugarfar sem hún mótar, stæði I einhverju sambandi viö sálarlif fólks. Og sálarlif skiptir engu máli I fræðum vorra daga. Hjálp er stórt orö I félagsmálum og stjórnmálum, i kröfum og stefnu- skrám, en sáluhjálp séégþar aldrei nefnda.” I þessum orðum er kannski höggvið aö kjarna máls. Uppeld- ismálin eru i ólestri viöast hvar, heimilin ekki lengur svipur hjá sjón, skólarnir svo fjölsetnir að sambandiö viö einstaklinginn er ósköp slakt, auk þess sem sá þátt- ur skólastarfs, sem áöur var mik- ils metinn og hét mannrækt, er ef til vill af sumum með fyrirhtn- ingu kallaður innræting. A hinn bóginn hafa svo allar gáttir verið opnaðar i kvikmyndahúsum, fjöl- miðlum og útgáfu fyrir þvi er horfir til hrottaskapar, óhugnaðar, afsiðunar og for- heimskunar. Viö liggjum, án þess að depla auga, undir hvers konar hroða sem útlendir gróöahákarlar veita yfir varnarlaust fólk meö þaö eitt aö leiöarljósi aö mata sinn bölv- aöa krók, og viö berum þaö tæp- ast viö, er ráölegt þótti i eina tiö, aö láta grön sia, þegar göróttur drykkur var fram borinn. Vissulega berast ekki aðeins ill áhrif frá útlöndum, heldur lika góö, en viö erum ósköp litlir karl- ar, þegar gera skal greinarmun á þessu tvennu. Viö súpum lika dreggjarnar eins og ekkert sé sjálfsagðara, Og þaö skyldi þó ekki koma á daginn, þegar fariö verður ofan I saumana á straum- um og stefnum I mannfélaginu, aö þá hafa farið aö hallast klyfj- arnar á dróginni, þegar slaknaöi á þeim þættinum, sem sizt skyldi, samhliöa og vond innræting fór aö riöa húsum meö lifsflótta og van- sæld og óseöjandi græögi*! kjöl- fari sinu, mitt I allsnægtum. En enginn skyldi gefa upp trúna á framtiðina. Kynslóöir koma og fara, en þjóöin lifir. Sitthvaö gæti bent til þess, að brátt veröi stefnuhvörf, og sú kynslóð sem nú er ung, taki I taumana, þegar hún hefur bolmagn til þess. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.