Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 8. janúar 1978 Eru ný þekkingars'v Maður er nefndur Ævar Jó- hannesson. Hann starfar á tækni- sviði, sem er höfundi þessa grein- arkorns, svo gersamlega ókunn- ugt, að hér verður ekki reynt að segja eitt orð frá brjósti blaða- mannsins, heldur verður Ævar látinn einn um frásögnina. Ætlaði að ganga menntaveginn — varð húsasmiður — Er langt siðan þú fórst að leggja stund á þau störf, sem þú hefur með höndum núna, Ævar? — Nei, það er ekki nema um bað bil hálft fjórða ár. Ég læröi trésmíði og vann við húsasmlðar i ein tlu ár, eða svo og svo viö ljós- myndun I önnur tiu ár. Ég er Norðlendingur að uppruna, ólst upp norður á Þelamörk í Eyja- firði. Foreldrar mlnir voru Jó- hannes Om Jónsson frá Arnesi I Tungusveit I Skagafirði og Sigriö- ur Agústsdóttir frá Kjós I Strand- arsýslu, systir Slmonar Jóh. Agústssonar prófessors, sem lát- inn er fyrir skömmu. Faðir minn og móðir bjuggu iengst á Steöja á Þelamörk, og þar ólst ég upp. Pabbi safnaöi þjóölegum fróðleik og skrifaöi undir nafninu örn á Steðja, og munu margir kannast viö það nafn. Hann lézt áriö 1959, en móöir mln er enn á lifi og bú- sett á Akureyri. — Hvernig stóð á þvi aö þú fórst að læra smiðar, en lagöir ekki út I langskólanám, eins og þú hefur þó vafalaust haft alla burði til? — Þaö á sér sinar orsakir, eins og alltannað i veröldinni. Þegar ég var átján ára gamall, varö ég fyrir þvl aö veikjast af berklum. Ég fór þá á Kristneshæli og var þar I nærri þrjú ár. Þegar ég svo loks útskrifaðist af hælinu, var ég enn ekki mikill bógur, svo ég fór suöur á Reykjalund og dvaldist þar meira og minna mörg næstu árin, og lærði meðal annars húsa- smlöar þar á vinnuheimilinu. Og þetta eru nú ástæðurnar til þess, að ég lagði stund á smiðar, en ekki bóknám. — En senniiega heföir þú hald- ið út á menntaveginn, ef berkl- arnir hefðu ekki gripiö fram i fyrir þér? — Alveg áreiðanlega. Ég var að lesa undir fyrsta bekk mennta- skóla, þegar ég veiktist. —■ Og ef — ef þú hefðir getað haldiö þitt strik, eins og þú ætlaö- ir, hvaö hefðir þú þá helzt viljað læra? — Sennilega hefði ég lagt stund áeinhvers konar tækninám, en þó gæti veriö, aö náttúrufræði og/ eða jaröfræði hefðu orðiö fyrir valinu. Og þó. Llklega hefði ég staðnæmzt við rafeindafræði, ef éghefði átt kost á langskólanámi, eins og ég stefndj að. Þeir smiðuðu tæki til að mæla þykkt jökla — Er það ekki einmitt raf- eindafræði, sem þú vinnur við núna? — Rafeindafræði hefur lengi veriö áhugamál mitt, ásamt ýmsu ööru, en satt aö segja eru þau talsvert mörg, áhugamálin mln. Jú, ég ersvo heppinn að hafa fengið aö vinna dálltið við raf- eindafræöi á stofnuninni, þarsem ég er núna, Raunvisindastofnun háskólans. Ég var I upphafi ráð- inn þangaö sem rannsóknarmaö- ur, en starfsheiti mitt núna er tækjafræðingur. Eiginlega er það þó „bitamunur, en ekki fjár”, þvi aö vinna mln þar er nokkurn veg- inn hin sama og verið hefur, þótt starfsheitinu hafi verið breytt. — Er nokkur leið aö lýsa at- höfnum ykkar þarna á deildinni fyrir leikmönnum, svo að þeir veröi einhverju nær? — Ég vinn á jarövisindastofu Raunvlsindastofnunarinnar, og starf mitterl tengslum viðmargs konar jarðfræðirannsóknir. Ég vinn mikið viö efnagreiningar á bergi, vatni og ýmsu öðru, eða gerði það sérstaklega fyrst I staö, en nú I seinni tiö hef ég talsvert mikið unnið að smiði rafeinda- tækja. — Getur þú ekki nefnt einhver dæmi um það, til hvers þau tæki eru svo notuö? — Jú. Siöastliðinn vetur unnum viö Marteinn Sverrisson tækni- fræðingur m.a. að smiöi tækis, sem notað er til þess að mæla þykkt jökuliss. Meö þessu tæki hefur meöal annars verið mæld þykkt Mýrdalsjökuls, og það reyndist mjög vel til þeirra hluta. Viö höfum nú mælt verulegan hluta jökulsins með tækinu, og höfum fengið góða mynd af land- inu undir jöklinum. — Hvernig farið þiö að þvi að mæla þykkt jökuls með þessum tækjum? — Við notum rafeindageisla, — nokkurs konar radar, ef menn skilja þaö betur. Það er send raf- magnsbylgja i gegnum jökulinn Hún fer ekki lengra en I gegnum isinn, en snýr þá viö, endurkast- ast frá botninum og kemur upp Rætt við Ævar Jóhannesson um nýja tækni, sem gæti átt eftir að skýra margt, sem áður var talið „dularfullt” Fingurgómur manns, mikið stækkaður. Blik, eða ára, eins og brezki læknirinn og visindamaðurinn Kiiner sá með sérstökum gleraugum, sem hann bjó til, og við hann eru kennd. Áran breytist eftir heilsufari og andlegu ástandi fólks. Kilner notaði þessa tækni einkum við sjúkdómsgreiningu á fólki. Kilner hélt þvl fram, að þegar fingurgómar tveggja vinveittra per- sóna nálguðust hverjir aðra, mynduðust kraftstraumar á milli þeirra, en ef einstaklingunum væri lltið hvorum um annan gefið, sveigðu lfnurnar hver frá annarri, og mættust ekki. Þess má geta, að Kirlian-ljósmyndir, teknar I Bandarikjunum, sýna þetta llka. fl£)F£ R£> -fí Há ii&nisí rawmgjafj IO-tookHx,20-40kV fíÐFERÐ -_S HátiínishaumgjQfi /O-tOD kHz, 20-HOkV Teikning af tveimur aðferðum við háspennuljósmyndun. aftur. Tlminn, sem rafmagns- bylgjan er að fara þessa leiö, er mældur nákvæmlega, og tækið vinnur þannig, að um leiö kemur fram mynd af landinu undir jökl- inum, þaö festist á ljósmynda- filmu. Viö ökum eftir jöklinum á snjóbiljeða sleöa og drögum tækin á ef tir okkur. Tækin senda út þús- und rafsveiflur á sekúndu, sem endurkastast jafnharðan, og þetta teiknar á ljósmyndafilmu jökulbotninn, það er að segja landið, s«m jökullinn situr á. Sið- an þarf ekki annað,en setja mæli- stiku ofan á myndina, og þá sést, hversu margir sentimetrar eru frá yfirborði issins og niður úr. — Er ekki neinn tæknilegur vandi að smiða slik tæki sem þessi hér á landi? — Nei, ekki beinlinis tæknileg- ur. Við erum brautryöjendur á þessu sviöi, og erum sennilega einna fremstir manna I heimin- um, þeirra er lagt hafa stund á slikar jöklamælingar. Ég hef að minnsta kosti ekki séð betri ár- angur hjá öðrum á þessu sviði. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræð- ingur, hefur haft umsjón meö þessum rannsóknum, og þótt fleiri hafi þar að unnið, hefur á- byrgöin hvllt á honum. tJtgeislan frá iifandi verum — En segðu mér nú annaö, Ævar: Er það ekki rétt, að þú haf- ir smlöaö tæki, sem getur mynd- að lifgeisla frá lifandi verum? — Jú, ég hef smiöaö þess hátt- ar tæki, sem þú munt eiga viö, en hins vegar veit ég ekki með vissu hvað við eigum að kalla þetta sem sést, hvort rétta nafnið er llfgeisli eöa eitthvað annað. A tæknimáii heitir fyrirbærið Koronaeffekt. Þegar hlutur er settur inn i sterkt hátlðnisvið, myndast ljós- fyrirbæril kringum hlutinn. Þessi ljósfyrirbæri »ru kölluð korona, og þau myndast I kringum alla iiluti, sem leiöa rafmagn, hvort sem þeir eru dauðir eða lifandi. En langt er siðan menn veittu þvl athygli, að hin svokallaða korona varalltöðru visil kringum lifandi hluti en dauöa. Og nú er bezt að byrja á byrjun- inni. Einhvem tlma I kringum slð- ustu aldamót varð tékkneskur visindamaður, Nikola Tesla aö nafni, var við þennan mun. Tesla var reyndar einn af brautryðj- endum á sviði rafeindatækninnar og I forystusveit þeirra, sem full- komnuðu loftskeyti nútlmans. Þótt Tesla sé löngu þekkt nafn i heimi tækninnar, var hann ekki við eina fjölina felldur, en bar margt við. Hann fann þennan leyndardóm um útgeislan frá lif- andi verum með tækjum, sem hann hafði smiðaö sjálfur, og það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.