Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 8. janúar 1978 sjónvarp Sunnudagur 8. janúar 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. Hildarleiknum lýkur Þý6- andi Kristmann EiBsson. 17.00 Kristsmenn (L) Breskur fræðslumyndaflokkur um sögu og áhrif kristninnar I tvö þúsund ár. 3. þáttur. Mótun Evrópu Heiðingjar úr norðan-verðri Evrópu fara ránshendi um álfuna allt suður til Rómar. Um skeið heldur kristnin aðeins velli I tveimur löndum Evrópu, Irlandi og Italiu. A þessum erfiðu timum kemur til sögunnar kristinn þjóöhöfðingi, Karlmagnús Frankakonungur. Ariö 800 er hann krýndur keisari Rómverska keisaradæmis- ins. Þýðandi Guðbjartur Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar (L að hl.) Umsjónarmaður Asdis Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhanna Kristin Jóns- dóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. 19.00 Skákfræðsla (L) Leið- beinandi Friðrik Ólafsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 ,,A þessari rimlausu skeggöld” (L) Háskólakór- inn flytur tónverk eftir Jón Asgeirsson við ljóö Jó- hannesar úr Kötlum. Stjórnandi Ruth L. Magnús- son. Teikningar við ljóðið geröi Egill Eðvarðsson. 20.45 Fiskimennirnir (L) Danskur myndaflokkur. 5. þáttur. Heilagur en mann- legur Efni fjórða þáttar: Fiskimennirnir una vel hag sinum við Limafjörö, en þeir hafa ekki gleymt átthögunum. Sumardag nokkurn fara þeir. til strandarinnar, og þar finn- ur Anton Knopper konuefni sitt. Striðið við sóknarprest- inn heldur áfram og nær há- marki, þegar hann býöur unga fólkinu I skemmtiferð. Þýðandi Dóra Hafsteins- • dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.50 Dick Cavett ræðir við Woody Allen (L) 1 þessu viðtali er einkum fjallað um kvikmyndir og bækur Allens og sálgreiningu. Listamað- urinn fjölhæfi leikur á hljóð- færi, og sýnd eru atriði úr tveimur mynda hans. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.55 Að kvöldi dags (L) Séra Skirnir Garöarsson, sóknar- prestur i Búöardal, flytur hugvekju. 23.05 Dagskrárlok Mánudagur 9. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.00 Skjólstæðingur Drottins Nýsjálensk sjónvarpsmynd byggð á sögu eftir Ian Cross. Aðalhlutverk Jamie Higgins og Ivan Beavis. Ungur drengur sem á heima I litlu sjávarþorpi hefur alla tið verið trúhneigöur. En þegar breyting veröur á högum f jölskyldunnar ályktar hann, að Drottinn sé að gera honum lifið leitt, og snýst til varnar. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.15 Spekingar spjalla (L) Hringborðsumræöur Nó- belsverðlaunahafa I raun- visindum árið 1977. Um- ræðunum stýrir Bengt Feld- reich.Iumræðunum erm.a. fjallað um hugtakið innsæi og leitað svara við spurningunni, hvers vegna svo fáar konur hafi komist I fremstu röð vísindamanna. Þýðandi Jón O. Edwald. (Evróvision — Sænska sjón- varpið) 23.15 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX (i JánHelgasan ^0 elskað. Hann hafði auðmýkt hana svo með tortryggni sinni og yfirheyrslum, að henni fannst hún ekki eiga heimtingu á, að hann væri henni tryggur. Mest furðaði hana á því, að þessi uppgötvun kom henni eiginlega ekki óvænt. Og nú sá hún, að hún hafði raunar verið undir þetta búin. Hann hafði f jarlægzt hana og orðið henni eins og f ramandi maður, og það er aðeins eitt, sem af því get- ur leitt. Kunningskapur Súsönnu og Rodericks hafði byrjað eins og slíkur kunningskapur jafnan gerir — með imyndaðri samhygð og jafnvægi, sem þau grundvölluðu á vanþekkingu hvort á öðru. Þessi ímyndun rauk út í veð- ur og vind fyrsta kvöldið, sem þau voru í New York. Hvað var þá eftir? Hvað kom í staðinn? Það vissu þau ekki fremur en hjón yf irleitt. Þau héldu bara áf ram að búa saman. Nokkrum vikum síðar rifjaðist þessi atburður, sem hún hafði þvi nær gleymt, upp við orð, sem henni hrutu af munni af tilviljun. Hún sagði: „Stundum er mér nær að halda, að karlmaður geti ver- ið konunni sinni ótrúr jaf nvel þótt hann elski hana". Hún gaf ekki gaum að því, hvað hún hafði í rauninni sagt, fyrr en um seinan. Það laust niður í huga hennar geig við þá orrahríð, sem nú var í vændum, þegar hún tók eftir kviku, flöktandi augnaráði hans. Hún reyndi samt að láta eins og ekkert væri, og henni létti stórum, þegar hún sá, að honum varð strax rórra við það. „Það er víst alveg rétt", sagði hann hirðuleysislega. „Karlmennirnir eru lítilmótlegir og agalausir. Það er einmitt þess vegna, sem það er svo nauðsynlegt, að kon- urnar séu góðar og dyggar". Allan þennan tíma höfðu yfirheyrslur hans verið að verða æ strangari. Hann var augljóslega hræddur um að hún stæði höllum fæti gagnvart þeirri andlegu veiklun, sem er svo örlagarík fyrir konur, en telst aðeins minni háttar víxlspor í fari karlmanna, ef ekki bein meðmæli — sönnun þess, að þeir séu gæddir eðlilegri og óskertri líkamsorku. Hún fór að rif ja það upp í huganum, hvað hann hafði gefið henni við ýmis tækifæri — peninga, bækur, fatnað — oft alveg óvænt. Fyrst hvarflaði það ósjálf rátt að henni, en svo sá hún það Ijósar og Ijósar, að þessar gjafir hafði hann gefið henni, þegar hann lenti á einhverjum villigötum. Það leið ekki á löngu, unz henni var orðið f ullljóst, hvernig í öllu lá. Hann var að af plána misgerðir sínar. Hann var grandvar maður og heiðarleg- ur elskhugi — á karlmanna vísu — og hann vildi ekki láta hana eiga högg í sinn garð. Hún hætti að lesa þessar bæk- ur, sem hún fékk i sárabætur. Þannig stóð á þvi, að hún fékk megna óbeit á Thackeray — ein friðþægingargjöf hans var falleg útgáfa af ritverkum Thackerays. Fötin notaði hún ekki heldur. En peningana notaði hún annað- hvort til þess að kaupa eitthvað handa honum sjálfum eða hún laumaði þeim smátt og smátt í vasa hans aftur, aðeins nógu lítið i einu, til þess að hann, sem var allra karlmanna hirðulausastur um peninga, tæki ekki eftir því. Starfi hans var þannig háttað, að um reglubundinn vinnudag var ekki að ræða. Hún gat þess vegna haldið, að f jarvistir hans stöfuðu af því, að hann væri bundinn við vinnu í skrifstof u blaðsins. En það tók mjög á hana, þegar hann var einnig að heiman um næfur — ekki þann- ig, að hún gréti, því að það gerði hún sjaldan, heldur lá hún vakandi í rúmi sínuog kvaldi sjálfasig og gerði sér í hugarlund alls konar atburði, sem tortryggni hennar blés henni í brjóst, að væru að gerast og hún sá Ijóslifandi fyrir hugarsjónum sínum. Hún var fremur örvilnuð en reið. Samt reyndi hún að vera ánægð með hlutskipti sitt. Hún rifjaði upp í huganum allt það, sem hún hafði gleymt, meðan hún átti hug Rodericks allan — hvað hún hafði orðið að þjást fyrir smánarblettinn, sem á henni hvíldi — brúðkaupsdag sinn — umkomuleysi sitt á f læk- ingnum — lífið í leigukompunum, óhreinindin, klæðleys- ið, kuldann, óvirðinguna, lúsina. Og undir eins og hann kom, varð hún glöð og reif, stundum ofsaglöð — sama hve döpur hún hafði verið. En þegar hann fór að láta brydda á grunsemdum sínum viðvíkjandi því, hvar hún hefði verið og hvað hún hefði aðhafzt, varð hún aftur þögul og fálát. Elskaði hún hann í raun og veru? Hún hélt, að hún gerði það. Spenser þótti mjög gaman að sýna vinum — sumum að minnsta kosti — þennan skartgrip sinn. Kvenfólk var honum minna um gefið. Hann hélt því fram, að kvenfólk — og þar gilti einu, hvers konar kvenfólk átti hlut að máli — vekti fráleitar hugmyndir hvað hjá öðru og freistaði hvað annars að koma í framkvæmd alls konar f jarstæð- um. Sérstaklega hefði hann þótalið það óhæfu, aðekki sé fastar að orði kveðið, ef einhver kvenmaður með svip- aða sögu að baki og Súsanna eða í áþekkum sporum og hún, hefði komizt í kunningsskap við hana. Eina fólkið, sem hún kynntist eða sá að staðaldri, voru því fáeinir karlmenn, sem valdir voru af hinni mestu nákvæmni. Hann bauð ekki öðrum í leikhús eða veitingahús, þegar Súsanna var með honum, en mönnum, sem hann gat treyst til hlítar — það er að segja mönnum, sem voru nógu ófríðir. Hann hafði litla trú á andlegum hæf ileikum kvenfólksins, og honum kom alls ekki til hugar, að and- legir eiginleikar skiptu neinu máli í samlífi karla og kvenna. Þess vegna var hann alveg öruggur, þótt aðrir karlmenn gerðu sér títt um hana, einungis ef þeir voru óhrjálegir ásýndum. Einn þessara vina hans, sem oftast var með þeim, var Drumley, er einnig var blaðamaður. Hann hafði verið náinn félagi hans á háskólaárunum, og það var hann, sem hafði útvegað honum starf ið við Herald. Hann hefði þorað að trúa Drumley fyrir henni jafnvel á eyðiey úti i reginhaf i. Henni gazt vel að Drumley, og hún lét sér það vel líka, hve oft sem hann kom og hve lengi sem hann sat. Til þess dró margt. Drumley var ættaður frá Ken- tucky, jötunn að vexti, en skinhoraður. Axlir hans voru hlægilega slapar, og það var alveg sama, hve aumingja skraddarinn lagði sig fram um að bæta um sköpunar- verk náttúrunnar — það stoðaði ekki neitt. Hann var einnig kiðfættur, og fæturnir ákaflega beinaberir. Hör- undið var grófgert og hart eins og sandpappír. Það hlaut að fara hrollur um unga stúlku við það eitt að hugsa sér að koma við hann. Hálsinn var langur og mjór, og venjulega var hann með lágan flibba. Niðurandlitið bar vitni um andlegan veikleika. Aftur á móti var ennið reglulega fallegt, en eyrun voru litil og höfuðlagið að öðru leyti ekki sérlega gáfulegt. En Drumley var bezti náungi. Ekki svo að skilja, að hann hefði til að bera í ríkum mæli jákvæðar dyggðir, en hann var hlédrægur, og það eru mannkostir hjá öðru verra. Hann var mjög iðinn vð bóklesturog kunni því skil á mörgu. Og þar eð hann var líka orðhagur og allvel mælskur, veittist honum auðvelt að miðla öðrum sæmi- lega Ijúffengri og nægjanlega yfirborðskenndri andans fæðu — með öðrum orðum: hann var ágætlega fallinn til þess að skrifa forustugreinar. En hann skorti allt ytra aðdráttaraf I. Hann gat i hæsta lagi vænzt þess, að kven- fólk bæri virðingu fyrir honum, en þá varð það að vera nógu einf alt til þess að skil jq ekki, að það er sama regin-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.