Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 8. janúar 1978 19 ið að opnast? Ævar Jóhannesson. Tlmamynd Róbert. eru enn til myndir, teknar meö tækjum frá honum, þar sem út- geislan frá lifandi fólki sést mjög vel. Tesla setti þetta I samband viö fyrirbæri, sem skyggnir menn telja sig sjá, og ýmist eru kölluö ára eöa blik. Honum fannst þetta likt, og rannsakaöi þaö eitthvaö dálitiö, en eftir dauöa Tesla virö- ast þessar rannsóknir hafa legiö niöri I nokkra áratugi. Seinna var þetta enduruppgötvaö af rúss- neskum visindamanni — sem var reyndartæknifræöinguraömennt —Semyon Kirlian aö nafni. Hann og kona hans, Valentina, fundu þetta meö tækjum, sem hann haföi smiðað sjálfur. Þau fóru aö taka myndir, en þaö haföi litiö veriö gert meö tækjum Tesla, þvl aö þá var ljósmyndatækni ekki komin á þaö stig, sem seinna varö, og því erfitt aö mynda fyrir- bærin þótt þau sæjust. Sú mynda- tækni, sem siöan hefur komiö til sögunnar og veriö fullkomnuö, er oftast kennd viö Kirlian og kölluð Kirlianljósmyndun. Kirlianhjónin komust að raun um, aö mikil breyting varö á þessum korona-fyrirbærum, eftir þvi I hvernig ástandi sá einstak- lingurvar, sem ljósmyndaöur var hverju sinni. Þar kom meðal ann- ars til greina hvort menn voru glaöir, hryggir, reiöir, heilbrigö- ir, sjúkir o. s. frv. Þetta var ekki hægt aö skýra „raffræðilega”. —- Kirlianer lifandi enn, aö þvi er ég bezt veit. Hann hefur rannsakað þessa hluti meira en nokkur ann- ar maöur, enda eru Rússar langt á undan öörum þjóöum í sllkum rannsóknum, þótt Bandarikja- menn hafi á siðustu árum tekiö dálltinn sprett lika. Myndaði hugtækni að störfum — En hvaö um sjálfan þig? Hvenær fékkst þú áhuga á þess- um efnum? — Migminnirþaö veraréttupp úr 1960, — liklega áriö 1961 —sem grein um þetta efni birtist I sov- ézka timaritinu Soviet Union. Ég sá þessa grein og las hana og fékk strax mikinn ánuga á málinu. Þarna var rætt um hina sálrænu og likamlegu þætti, og auk þess birtar margar ágætar myndir af korona-fyrirbærunum, „árunni”, eöa hvaö menn vilja kalla þessa útgeislan, sem allar lifandi verur hafa, og einnig margirhlutir, sem venjulega eru kallaöir „dauöir”. En þótt ég læsi greinina, skoö- aöi myndirnar gaumgæfilega og fengi áhuga á þvi sem þarna var á ferðinni, leið samt langur timi þangaö til ég kom þvi i verk aö smlöa sjálfur tæki til þessara hluta. Þaö var ekki fyrr en upp úr 1970, eöa um þaö bil tiu árum seinna, sem ég smiöaöi tækin og reyndi þau. En þótt annir og ýmis óviöráöanleg atvik yröu mér til tafar, þá er hitt þó staöreynd, aö ég mun vera meö þeim fyrstu, ef ekki allra fyrsti maöur á Vestur- löndum, sem gerir tilraunir á þessu sviöi. — Og þú hefur nú þegar tekiö mikið af slikum myndum? — Já, ég hef aö visu myndaö talsvert mikiö, en ef ætti aö kalla þaö visindalega vinnu, þyrfti ég aö geta sinnt þvi einu, og engu ööru, i nokkur ár. Sömu tilraun- ina þarf aö endurtaka margoft, áöur en hægt er aö vera viss um, hvort árangurinn er tilviljun eöa ekki. — Hefur þú t.d. myndaö mannshöndina viö mismunandi aöstæöur, eftir þvi hvort maöur- inn er glaöur, hryggur, heilbrigö- ur eöa sjúkur (og þá auövitaö sömu hönd sama einstaklings)? — Já, ég hef gert tilraun, hliö- stæöa þessu, sem þú nefndir. Ég myndaöihuglækni, sem reyndi aö lækna manneskju úr fjarlægö. Sjúklingurinn var hvergi nær- staddur, en ég myndaöi lækninn, | bæöi á meðan hann var aö ein- beita sér aö lækningunni og áður en hann byrjaði á verki sinu. Ég tók átta myndir, fyrst, áður en hann byrjaði að lækna, og þær voru ósköp venjulegar, útgeisln- anin lik og maður á að venjást á slikum myndum. En á meðan á verkinu stóð, gerbreyttist útgeisl- anin. A meðan læknirinn hugsaði til þessarar sjúku manneskju i fjarlægð varð „áran” i kringum hann margfalt bjartari en hún hafði verið, og þannig var hún all- an timann á meðan læknirinn ein- beitti sér að verki sinu, en dofnaði undir lokin, þegar hugleiknirinn slakaði á einbeitingunni. Mér er ljóst, aö slika tilraun þyrfti aö endurtaka mjög oft, áöur en hægt væri aö kalla hana „vísindalega”, en hins vegar hef ég rættum þetta viö erlenda vis- indamenn, sem hafa rannsakaö þessa sömu hluti — ég talaöi m ,a. við þá á ráöstefnunni sem haldin var hérna á Loftleiðahótelinu i haust, — og þeir sögöust hafa komizt aö nákvæmlega sömu niöurstööu og ég i þessari tilraun minni. — Getur þú ekki sagt mér og lesendum okkar eitthvaö fleira um þessa undraveröu tækni? — Jú. Þá dettur mér fyrst I hug hin svokallaða ,,vofu”-ljósmynd- un, sem skrifaö hefur veriö um i erlend timarit, og birtar myndir til skýringar þvi sem þar er um aö ræöa. I einföldustu mynd sinni er þetta þannig, aö tekin er mynd af laufblaði, og hún litur út eins og viö þóttumst vita aö hún myndi gera. Siðan klippum við eða skerum dálltinn hluta af þessu sama laufblaöi og myndum þaö aftur, — eöa öllu heldur þann hluta sem eftir er, en ekki hitt, sem af var skoriö. Og nú er þaö sem undrið gerist: Viö sjáum mynd af öllulaufblaöinu, ekki aö- eins því sem eftir er, heldur lika hinu, sem af var höggviö, en hinn afskorni hluti er daufari á mynd- inni en sá hluti blaösins(sem enn eráþreifanlegur. Þessar tilraunir meö laufblöö hafa veriö geröar ótal sinnum, og fjöldi greina og mynda hefur birzt um þetta efni, bæöi austan hafs og vestan. (Þvi máskjótahér aö,á millisviga, aö þótt stórveldinséu löngum dugleg viö aö blekkja heiminn, þá eru ekki miklar likur til þess, aö Rússar og Bandarikjamenn séu svo samhentir I þeirri iöju, aö unnt sé aö gera ráö fyrir þvi, aö allar þessar greinar og myndir séu tómar falsanir!). — Hefur þú ekki sjálfur tekiö þessar svokölluðu ,,vofu”-ljds- myndir? — Ég hef reynt þaö nokkrum sinnum, en ekki tekizt. Fyrir nokkru ræddi ég við ameriácan visindamann, sem vinnur viö bandariskan háskóla, er stundar svona rannsóknir, og hann sagö- ist nokkrum sinnum hafa náö svona myndum, og séö margar þeirra. — Væri ekki reynandi aö fara með svona tækiá skyggnilýsinga- fund eða annan slikan fund með skyggnum manni eöa miöli, og vita hvort vélin nær mynd af þvi sama, sem hinn skyggni maður telursig sjá eöa veröa varan viö á annan hátt? — Jú, sannarlega væri þaö merkilegt viöfangsefni. Ég var sattaösegjabúinnaöætlaaö fara ) á fund Hafsteins Björnssonar þeirra erinda, því aö hann var mjög samvinnuþýöur, og heföi sjálfsagt leyft rannsóknina fyrir sittleyti. Ég tel vist, aö af þessu heföi oröið, ef Hafsteini heföi orö- iölengra lifsauöiö. En nú erkom- ið sem komið er, dauöinn varö fljótari til, og um þaö þýöir ekki að sakast. — Hitt er allt annaö mál, að ekkert er um það hægt aö segja á þessu stigi málsins hvort hér er nokkuð það á ferðinni, sem hægt er að kalla „yfirnáttúru- legt” eða „dularfullt”. Þetta geta alveg eins verið einhver náttúru- lögmál sem við þekkjum ekki ennþá. Reyndar finnst mér, fyrir mitt leyti, það mjög heimskulegt aö flokka hlutina niður I „nátt- úrulegt”. Ég held að i raun og veru séu allir hlutir „náttúruleg- ir”. Margt sem lengst af var taliö „dularfullt”, eins og til dæmis fjarhrif og hugsanaflutningur, er nú svo vel staðfest á visindalegan hátt, að enginn alvarlega hugs- andi visindamaður neitar ekki lengur tilveru þess, þótt ekki sé enn fullkomlega vitað hvernig það gerist. Stórbrey ting i vændum — Og kannski veröur ekkert meiri vandi, þegar tii kemur, aö útskýra ýmislegt, sem enn er d- skýrt, heldur en margt þaö, sem núþegarhafa fengizt fullgild svör viö? — Areiöanlega verður i næstu framtiö margt þaö útskýrt til fullnustu, sem nú er móöu huliö. Ég er sannfæröur um, aö i þess- um efnum veröur nvikil breyting á hugsunarhættifólks á næstu ár- um og áratugum. Eins og ég drap á áöan, þá var fyrir nokkrum vikum haldin hérna á Loftleiöahótelinu i Reykjavik ráöstefna erlendra visindamanna, þar sem saman voru komnir margir heimsþekkt- irmenn.sem standa I fremstu röö ieölisfræöi og skyldum greinum. Þeir ræddu eingöngu um þaö, sem viö myndum kalla „yfirnátt- úrulega” hluti, (þótt reyndar sé meira en litiö vafasamt aö nota þaö orö). Mér heyröist, aö svo miklu leyti sem ég gat hlustaö á erindi þeirra, aö þeir væru allir sammála um þaö aö þessir hlutir geröust, og einn þeirra, sænskur visindamaöur, þóf ræöu sina meö þessum oröum: „Þaö erhneyksli, aö enn skuli vera til menn, sem telja sig visindamenn, og halda þvi þó fram, aö þessir hlutir ger- ist ekki”. Þetta sagöi nú hinn sænski vis- indamaöur, og hann er ekki einn um skoöun sina, heldur mun hann þvert á móti hafa talaö fyrir munn margra. — Hvaö sjálfan mig snertir, þá er ég þess alveg fullviss, aö ekki muni liöa nema tiltölulega fá ár, þangaö til margt af þvi sem menn vilja ekki al- mennt viöurkenna núna, veröur fullkomlega sannaö á visindaleg- an hátt. _vs Hluti laufblaös, mjög mikiö stækkaöur. Flfilblaö, allmikið stækkaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.