Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 33

Tíminn - 08.01.1978, Blaðsíða 33
Sunnudagur 8. janúar 1978 33 F // AT SALURINN FIAT er allt fært M I Fíat-salnum eru bílar af fjölmörgum tegundum Bílar við allra haéfi Lítið við eða hringið Sími 8-58-55 Komdu og. finndu þorðið sem hentar ber Borð við allra hœfi, sporöskjulöguð, hringformuð og ferköntuð. Margar stœrðir og f jölbreytt litaúrval. Komdu og finndu borðið sem hentar þér. ATHUGIÐ: Tökum einnig að okkur sérsmíði. Hringið eða skrifið eftir myndalista. STÁLH ÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR: 335 90 & 3 5110 lesendur segja Landbúnaðurinn, síðdegisblöðin og ríkisfj ölmiðlarnir i Margt má betur fara i islenzk- um landbúnaði. Og vissulega er þörf á gagnrýni hér sem annars staðar. Hins vegar réttlætir fátt þann áróður sem borinn er á borð fyrir alþjóð um annan höfuðatvinnuveg landsmanna i siðdegisblöðunum. Og eitt er vist: i þeim kemur yfirleitt ekki fram heilbrigð gagnrýni um landbúnaðinn heldur er oftast um óhróður að ræða. Sést það meðal annars á þvi hve oft þessi blöð þurfa að birta leiðréttingar frá samtökum landbúnaðarins um fyrri fréttir, ritstjórnar- greinar og yfirleitt öll skrif sin um landbúnaðarmál án þess að mótmælt sé að þessar aðfinnsl- ur eigi við rök að styðjast. Nú kann margur að spyrja: Er ekki allt i lagi að talsvert fljóti með af staðlausum stöfum um landbúnað i þessum blöðum fyrst þau birta leiðréttingar um fyrriskrif? Þessu vilégafdrátt- arlaust svara neitandi. Leið- réttingar koma eftir á: þá hafa ósannindin oft verið marg- endurtekin og ef til vill náð að festa rætur i hugum lesenda er ekki fylgjast náið með þessum málum. Og auðvitað sjá sið- degisblöðin hag sinn i þvi að draga að birta leiðréttingar. Og ætti stuttorð leiðrétting kannski með smáu letri birt á litt áber- andi stað i dagblaði, þó nokkru eftir að ósannindunum var kom- ið á framfæri höfði ekki til færri lesenda en stórorðar fyrirsagnir og fullyrðingar með stóru letri birtar á áberandi stöðum i blöðunum til að mynda á forsiðu baksiðu ellegar i ritstjórnar- grein? En þá er ósvifnin tvi- mælalaust mest þegar ritstjór- ar siðdegisblaðanna beita leiðaraforminu.þvi að þá koma rangtúlkanir og ósannindi þeirra ekki aðeins fyrir augu lesenda heldur berst óhróðurinn einnig inn á heimili og vinnu- staði i útvarpsþættinum Or for- ystugreinum dagblaðanna. Sú spurning er býsna áleitin hvers vegna blöð, er telja sig frjáls og óháð.að minnsta kosti sum hver, leggja landbúnað landsmanna i einelti með órök- studdum fullyrðingum i miklum mæli. Þar að auki er eftirtektar- vert, hve litið birtist i téðum blöðum af raunhæfum tillögum til úrbóta ýmsum vandamálum landbúnaðarins. Þau virðast hafa lftið annað fram að færa i þessum efnum en að leggja nið- ur landbúnað og flytja inn kjötvörur og mjólkurafurðir I þeirra stað. Ekki mun rætt um að svo stöddu.hver háski þjóð- inni er búinn væri farið eftir þessari kenningu. Aftur á móti varpar hún skýru ljósi á önnur skrif síðdegisblaðanna um land- búnaðarmál. Til eru þeir, þar á meðal ýmsir innflytjendur sem finnst hlutur sinn of rýr. Þessir aðilar vilja gjarna hirða laun fyrir að flytja inn landbúnaðarafurðir til við- bótar við það, sem þeir hafa fyrir.Ogþessiraðilareiga mikil itök i siðdegisblöðunum og fá mikinn hljómgrunn i þeim fyrir skoðanir sinar. Jafnframt skýra þessi sambönd þögn siðdegis- blaðanna um fjölmargt.er betur má fara varðandi innflutning til landsins. Siðdegisblöðin eru nefnilega ekki eins frjáls og óháð og af er látið.Og þeim væri það einungis til sóma ef þau könnuðust umbúðalaust við þann ásetning sinn að brjóta niður landbúnaðinn til þess að skjólstæðingar þeirra geti flutt inn matvæli i miklum mæli. II Nokkur hækkun varð nýverið á landbúnaðarafurðum. Hækk- uðu einstakar vörutegundir misjafnlega mikið. Til að mynda varð umtalsverð hækk- un á undanrennu. Átti hún sinar orsakir. Undanrenna hefir til skamms tima verið lágt metin úrgangsvara, einkum gefin kálfum og jafnvel folöldum en mat fólks á undanrennu hefir smámsaman breytzt og er hún nú eftirsótt neyzluvara til manneldis.af sumum sögð holl. Á hinn bóginn hefir hún ekki verið verðlögð sem slik og seld undir kostnaðarverði. Með áðurtaldri hækkun var verð á undanrennu fært til sam- ræmis við framleiðslu-, dreifing- ar- og umbúðakostnað ásamt launalið bóndans. En þrátt fyrir þessa hækkun er undanrenna samt nær þrisvar sinnum ódýr- ari en ýmsir innfluttir ávaxta- safar. Það rak þvi marga i rogastanz er einn starfsmaður rikisfjölmiðlanna skýrði frá undanrennuhækkuninni og taldi tilgang hennar að viðhalda og auka sölu á fiturikum afurðum og var smjör sérstaklega nefnt i þvi sambandi. Búast hefði mátt við slikum fréttaflutningi i sið- degisblöðunum en ég held að fáir hafi átt von á svo ein- strengingslegri túlkun i rikis- fjölmiðli, sem á að gæta hlut- leysis. Að minnsta kosti hefði verið ólikt smekklegra að láta öll sjónarmið koma fram áður en niðurstaða var fengin,en trú- verðugagt þó að skýra málið frá sem flestum hliðum og láta sjónvarpsnotendur sjálfa um að dæma. Ekki er nauðsynlegt að matreiða allt ofan i fólk: það venur það af að hugsa. Ég hef hitt marga.sem ekki eru á neinn hátt tengdir land- búnaði en fannst þó hallað á hann i fréttinni og spurningum fréttamanns til vegfarenda án þess að honum væri gefið tæki- færi til að bera hönd fyrir höfuð sér. Ennfremur fannst mér stjórnandi þáttarins Kastljóss gefaþeim,sem vörðu umræddan fréttaflutning oftar orðið en hin- um er átöldu hann,þegar þessi mál bar á góma i sjónvarpinu. Annars getur verið að þessi til- finning min sé ekki á rökum reist sökum þess að ég stóð með þeim siðartöldu. Hins vegar var ekki annað hægt af sjónvarpsins hálfu, úr þvi sem komið var en ræða þetta mál frá ýmsum hliðum. En ólíkt hefði þó farið betur á þvi ef stjórnandi um- ræðna i Kastljósi þetta kvöld hefði ekki verið úr hópi starfs- manna sjónvarpsins heldur utanaðkomandi óvilhallur aðili þar eð rætt var um innri mál stofnunarinnar. Þó nokkrir hafa risið upp til varnar fyrir sjónvarpið i máli þessu. Þeir halda þvi gjarna fram að ekki megi finna að rikisfjölmiðlunum. Með þvi að gagnrýna þá sé verið að stofna i hættu sjálfstæði fréttamanna og þessara stofnana, tjáningar- frelsinu i landinu, lýðræðinu o.s.frv. o.s.frv. En ég segi: Þessar stofnanireru ekki neinar heilagar kýr og það er Sigrún Stefánsdóttir ekki heldur, ekki frekar en landbúnaðurinn. Og auðvitað bjóða þær heim að- finnslum og afskiptum ef þær reynast ekki starfi sinu vaxnar og fara útfyrir starfssvið sitt með þvi að túlka fréttir einhliða. Annað væri ósanngjarnt ef nokkuö er til sem heitir réttlæti I þessu landi. Og þvi aðeins fá rikisfjölmiðlarnir varðveitt sjálfstæði sitt til lengdar að þeir njóti trausts sem flestra fyrir litt aöfinnanleg vinnubrögð. 30.12. 1977 Rödd af landsbyggðinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.