Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 34
12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR4
Níu þúsund kílómetrar með
þrjátíu kílómetra hámarks-
hraða.
Vorið 1903 lagði hinn rúmlega þrí-
tugi Dr. Horatio Nelson Jackson
upp í rúmlega 9.000 kílómetra ferð
þvert yfir Bandaríkin. Megin
ástæðan var veðmál upp á fimm-
tíu bandaríkjadali.
Nelson Jackson ætlaði sér að
verða fyrstur til að keyra yfir
þver Bandaríkin, frá Kyrrahafi til
Atlantshafs, á bíl. Sér til halds og
trausts hafði hann bílstjóra, Sew-
all K. Crocker, og bolabítinn Bud
sem notaði bílstjóragleraugu eins
og eigandinn til að fá ekki ryk í
augun.
Bíllinn sem var notaður í þessa
tímamótaferð var 20 hestafla
Winton-ferðabíll sem náði allt að
30 kílómetra hraða á klukkustund.
Í þá daga voru innan við 250 km af
vegakerfi
landsins með
bundnu slit-
lagi, allt
innan bæja,
svo líklega
hefur ferðin
verið býsna
krefjandi
fyrir líkama
og sál. Þar að
auki voru
bensínstöðv-
ar engar og
kort af vegakerfinu þekktust ekki
í þeirri mynd sem við þekkjum í
dag.
Flestir samtímamenn Nelson
Jacksons töldu „hestalausu vagn-
ana“ ekki eiga framtíð fyrir sér en
langferðin hefur væntanlega átt
sinn þátt í að almenningur skipti
fljótlega um skoðun. Ferðin var
hið mesta ævintýri og þeir félagar
hittu meðal annars fyrir landnema
í vagnlestum, kúreka sem drógu
bílinn upp úr sandpyttum með
slöngvivöðum sínum, bóndakonur
sem buðu heimalagaðan mat í
skiptum fyrir stutta ferð í „ofsa-
hraðavélinni“ og fólk sem sendi þá
viljandi langt af leið, til þess eins
að ættingjar þess gætu séð bifreið
með eigin augum.
Leiðangurinn hófst í San Frans-
iskó og þætti líklega enn afrek á
nútíma bíl. Wintoninn þurfti að
fara yfir ár og læki, festist í vís-
undaskít, þræddi járnbrautarbrýr
yfir stærstu gil og ár og gerði
hestum bilt við á rykugum vegar-
slóðum.
Eftir því sem leið á ferðina
varð Horatio ljóst hversu þjóðin
var hugfangin af uppátækinu.
Hvar sem hann kom beið hans
mannfjöldi sem fagnaði þegar
hann þeysti framhjá á 30 km
hraða. Dagblöð lýstu heimsókn
ferðalanganna á dramatískan hátt;
„Bifreiðin gerði íbúum hverft við“
og „Ljóslifandi bifreið!“
Jafnframt því sem áhugi
almennings á uppátækinu jókst,
vaknaði von hjá bílaframleiðend-
um um að verða fyrri til. Bæði
Packard og Oldsmobile gerðu út
leiðangra sem áttu að komast
framúr Nelson Jackson og Crock-
er en án þess þó að það tækist.
Sextíu og þremur og hálfum degi
eftir að ferðin hófst óku þeir félag-
ar sigri hrósandi inn í New York,
fyrstir manna til að keyra þvert
yfir Bandaríkin.
Bifreiðin hafði mátt þola ýmis-
legt á leiðinni, rétt eins og ferða-
langarnir. Hún var þakin drullu,
beygluð og brotin, en var engu að
síður skreytt með fánum og gestir
komu langt að til að berja hana
augum.
Ferðin sem byrjaði með veð-
máli hefur oft verið nefnd fyrsta
alvöru bílferðalagið, vísbending
um það veigamikla hlutverk sem
bifreiðar hafa átt æ síðan í samfé-
lagi manna.
Fyrstir yfir Bandaríkin
Horatio og Crocker í Winton-bifreiðinni.
Bud, bolabíturinn sem
notaði bílstjóragleraugu.
Útliti og notkunarmöguleikum
ætlað að höfða til yngri kyn-
slóðanna.
Airstream-hjólhýsin þykja hafa
sett sitt mark á söguna. Eftir að
hafa verið nær óbreytt í útliti svo
áratugum skiptir hafa tveir hönn-
uðir hjá Nissan tekið hjólhýsin
upp á sína arma. Niðurstaðan er,
og kemur fæstum á óvart, 21.
aldar hjólhýsi.
Nýja hjólhýsið er kallað Base-
Camp og er ekki aðeins frábrugðið
hefðbundnu hjólhýsi í útliti. Aft-
urendi hússins opnast í heilu lagi
og hægt er að hagræða innrétting-
unni eftir því hvort nota á hjólhýs-
ið undir flutninga eða til dval-
ar.
BaseCamp er
rúmlega 4,8
metrar á lengd
og vegur rúm
900 kg. Smá-
söluverð í
Bandaríkjun-
um verður á
bilinu 1-1,4
milljónir. -elí
Ólíkt gamla hýsinu er hægt að opna þetta að aftan. Þar
með eykst notagildið og hægt er að flytja nánast hvað
sem er í því.
Innrétting hýsisins tekur mið af fjölnota-
möguleikanum og má auðveldlega breyta.
Hönnun hjól-
hýsins byggir á
sígildri Airstream-
hönnun.
Airstream BaseCamp er ekki ýkja
stórt, aðeins rúmir 4,8 metrar á lengd,
en fortjald eykur notagildi til muna.
Sígild hönnun
færð inn í 21. öldina
Blu Camp Fly 400 Fiat Ducato 18, motor 2,8 LJTD Power 146 hestöfl. Lengd
6,84 m. Abs bremsur, samlæsingar, Loftkæling, rafm í rúðum og speglum, hjónarúm
fram í, kojur aftur í fyrir tvo, borðpláss fyrir 6 sem breyta má í rúm fyrir 3. 110 lítra
ísskápur með sér frysti. Hjólagrind toppgrind og stigi, Snyrting með sér sturtu.
Til afhendingar strax Verð kr. 5.600.000.
Blu Camp Fly 50 Fiat Ducato 15, mótor 2,3 L JTD 110 hestöfl, lengd 6,1
Abs bremsur, rafm. rúður og speglar, Loftkæling (air-condition), Samlæsingar,
Hjónarúm fram í, kojur aftur í fyrir tvo,borðpláss fyrir 4 sem breyta má í rúm fyrir 2,
Sjónvarpskápur með útdraganlegum sleða, Snyrting með sér sturtu, 90 L ísskápur,
hjólagrind, toppgrind og stigi. Til afhendingar strax. Verð kr. 4.500.000
Notaður Auto Roller húsbíll. Fyrst skráður apríl 2000. Framleiðsluár 1998. Ekinn
aðeins 118.000 km. Fiat Ducato turbo Diesel vél. Svefnpláss fyrir 5 - Þriggja punkta
öryggisbelti fyrir fjóra. Verð 2.150.000 kr með vsk.
Bílexport á Íslandi ehf.
Bóas sími 0049-175-271-1783
Eðvald sími 896-6456
bilexport.dk
Þeir sem unna náttúrunni og hafa kynnst frelsinu við að
ráða sjálfir næturstað kjósa
Blucamp húsbílana
Til sölu
Nýir bílar
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI