Tíminn - 09.07.1978, Qupperneq 8
8
Sunnudagur 9. júli 1978
Konungsheimsóknin 1907 (ArnarbæliI ölfusi) Ctg. 0. Johnson & Kaaber Reykjavlk.
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
I ritverkinu ,,Saga
íslendinga" 9. bindi, bls
40—41, kemst höf.
Magnús Jónsson dr.
theol. svo að orði: ,,Svo
sögðu rosknir menn í
byrjun þessarar aldar,
þeir er verið höfðu ungir
eða á bezta skeiði 1874, að
þáhefði farið um landið
eins og sterkviðri andans,
nokkurs konar vakning og
vorhugur. — Hefur þar
hjálpast að hvort tveggja,
að tilefnið var merkilegt,
þúsund ára minning
fyrstu islands byggðar,
og hitt, að menn sáu loks
i< ()11 u h
heimsóknin 1908™
Móttakan i Reykjavik
•» 1
mm
Konungsheimssóknin i Reykjavik 1907 (Otg. Gunhild Thorsteinsson & Co Reykjavik)
roða fyrir nýjum degi
frelsis og framfara".
Kristján konungur ní-
undi kom meðfríðu föru-
neyti og flutti fslending-
um stjórnarskrána. Þjóð-
hátíðardaginn 2. ágúst
voru þrjár guðsþjónustur
í Dómkirkjunni í Reykja-
vík, og síðdegis þjóð-
hátíðarhald i Oskjuhlið í
Reykjavík í stormi og
moldroki. Dagana 5.-7.
ágúst var svo þjóðhátíð
haldin á Þingvöllum. Var
þar eitt aðaltjald, en bæir
og sýslur og félög höfðu
sín tjöld f yrir sig. Var tal-
ið að um 60 tjöld væru á
völlunum. Ræðustóll í
gjárbarminum.
Út um land var þúsund
ára hátíðin haldin á ýms-
um tímum, víða á hinum
forna setningardegi
Alþingis, þingmariu-
messu 2. júli! Nyrðra
voru aðalhátíðahöldin á
Oddeyri, en víða var
hátíðahald.
Hér er mynd af hátíða-
haldinu á Þingvöllum,
teiknuð 1874 og fyrst birt í
„lllustreret Tidende".
Lítum síðan á þrjár
myndir af konungskom-
unni árið 1907. Árið
áður gistu íslenzkir al-
þingismenn Danmörku,
að undirlagi Friðriks kon-
ungs áttunda. - Nú kom
konungur til íslands með
föruneyti sínu, ásamt
rikisþingmönnunum
dönsku. Er þessu lýst í
bókinni ,, íslandsferðin
1907" eftir Svenn Poulsen
og Holger Rosenberg.
Geir Jónasson þýddi.
Voru báðir höfundar
kunnir blaðamenn. Svenn
var bróðir hinna frægu
leikara Adams og
Jóhannesar Poulsen.
Svenn keypti sér stórbýlið
Bræðratungu í Biskups-
tungum og kom hingað
oftar en í konungsför,
seinast 1937. Friðrik kon-
ungur áttundi þótti jafn-
an vinveittur (slending-
um.
Víkjum að myndunum.
Á korti Gunhild Thor-
steinsson Reykjavík er
sýnd móttakan í Reykja-
vík 1907 ( misritað á kort-
ið 1908). Þar gefur að líta
veglegan söfnuð, skrýdd-
an margvíslegum bún-
ingum, sem sannarlega
er ómaksvert að athuga
og bera saman við tízku
vorra tíma. Konungur
steig á land í Reykjavík
30. júlí, en konungsf lotinn
lét í haf frá Seyðisfirði,
eftir för norður um land,
15. ágúst. Var förin gerð
bæði til Færeyja og
Islands. Á annarri mynd
er sýnd konungsheim-
sóknin að Arnarbæli í
Olfusi. Gefur þar að líta
tjaldborg mikla, „þarf-
asta þjóninn", kerrur
margar og hressan lýð.
Útg. kortsins O. Johnson
& Kaaber. Loks er
skemmtileg útlend mynd
af komu konungs og
ríkisþingmannanna til
Seyðisfjarðar. Konungur
stendur í fararbroddi
(lengst t.v.) á myndinni.
Bak við hann sér í Hannes
Hafstein ráðherra, og Jó-
hannes bæjarfógeti er við
hlið konungs. Fyrir miðri
mynd stendur J.C.
Christensen forsætisráð-
herra Dana, klæddur grá-
um frakka og með svart-
an hatt á höfði. Ýmsa
f leiri má ef laust þekkja á
öllum hópmyndunum.