Tíminn - 09.07.1978, Qupperneq 36

Tíminn - 09.07.1978, Qupperneq 36
MHj Sýrð eik er sígild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMl: 86822 Sunnudagur9. júlí 1978 145. tölublað — 62. árgangur Gagnkvæmt tryggingafélag Bifreiðainnflutningurinn 1978: Fj ölskyldubillinn kostar nú á milli tvær og þrj ár millj ónir — mikið flutt inn og þeir litlu seljast bezt Mini selst alltaf vel ESE — Bifreiðainnflutningur landsmanna hefur á undanförn- um árum oft verið mjög mikill og fjölskrúðugur, og hefur þaö jafn- an vakið undrun útlendinga, hvað mikið er til af góðum bílum hér- lendis. Nú i seinni tið hefur eitt- hvað dregið úr þessum innflutn- ingi og eins hefur veriö meira flutt inn af minni bilum, sem eyða ekki eins miklu eldsneyti, en það ræður orðið miklu um val manna á bilum. Við hringdum á nokkur bifreiðaumboð af handahófi i siöustu viku og grennsluöumst fyrir um innflutning á þessu ári og eins um það hvaða bilar væru vinsælastir og hvað þeir kostuðu. Ingvar Helgason h.f. Ingvar Helgason flytur inn Datsun, Subaru, Trabant og Wartburg. A undanförnum árum hafa Datsun bilarnir verið sér- staklega vinsælir sem leigubilar, en einnig hafa þeir verið mikið notaðir sem fjölskyldubilar. Þá hefur f jórhjóladrifsbillinn Subaru, einnig vakið mikla at- hygli að undanförnu. Ingvar Helgason h.f. hefur um langt ára- bil áttmikil samskipti við Austur- Þýzkaland og þekktur er inn- flutningur hans á Trabant, sem er ódýrasti billinn á markaðinum i dag. Umboöið hefur nýhafiö inn- flutning á Wartburg frá A-Þýzka- landi, en sá bíll er mjög vinsæll austantjalds og fá færri slika bila en vilja. Við höfðum sambandvið Helga Ingvarsson, hjá Ingvari Helga- syni hf., og tjaði hann okkur að búiö væri að flytja yfir sex hundr- uð bíla inn þaö sem af væri þessu ári og von væri á stórum sending- um. Salan á bilunum hefur gengið mjög vel, en mest seldi billinn er Datsun 180 B, sem kostar um 3.6 milljónir kr. Einnig selst Dat- sun 160 J SSS mjög vel. Aörir bil- ar seljast ágætiega og þá sérstak- lega Subaru og Wartburg, en Wartburg þykir mjög ódýr og er verðið á honum aðeins um tæp 1.6 milljón (minni gerö) og rúm 1.7 millj. kr. (stærri gerö). Véladeild Sambandsins Hjá Véladeild Sambandsins hefur verið lögð aðaláherzia á sölu Chevrolet bila frá General Motors i Bandarikjunum, en einnig hefur Sambandið umboð fyrir Buick, Pontiac, Oldsmobile, Opel og Vauxhall. Bjarni ólafsson, hjá Véladeild Sambandsins, tjðöi okkur að á þessu ári hefðu um 350 bilar veriö fluttir inn og þar af um 30 Olds- mobile Diesel, sem tvimælalaust hafa vakið einna mesta athygli af öllum þeim bilum, sem hingað hafa verið fluttir inn á siðari ár- um. Þessir bilar eru taldir hafa gjörbyltingu i för með sér fyrir leigubilstjóra, hvað eyðslu og við- hald snertir enda er þetta fyrsti átta strokka disel fólksbillinn, sem framleiddur er, sem þykir geta sameinaö kosti disel- og benzinbila. Annars sagði Bjarni, að mest væri seit af Chevrolet Malibu sem kostar rúmar 4.8 millj. kr. og Chevrolet Nova, sem kostar um 4.1 millj. kr. Oldsmobile Diesel hefur vakið mikla athygli. Datsun 120 Lada Sporlernú einn mestseldi blll landsins Mazda 323 Meira um bila i næsta sunnu- dagsblaði 1 blaðinu sem út kemur næsta sunnudag verður sagt frá innfiutningi og sölu ann- arra bifreiðainnflytjenda á tslandi. Toyota Corolla Alfa Romeo Fiat 132, dýrastiFiat blllinn, en selst alltaf mjög vel Bifreiðar og Landbún- aðarvélar h.f. Bifreiðar og Landbúnaöarvélar h.f. hafa á undanförnum árum selt mest af Moskwitsch bilum, en siðan 1974 hefur Lada billinn selst langmest. Lada er hægt að fá I fjórum geröum 1200, 1500, 1600 og svo fjórhjóladrifsjeppann Lada Sport, sem nú er örugglega einn alvinsælasti billinn á markaðin- um. Einnig hefur umboðið selt mikiö að Volga og svo af rússa- jeppunum. GIsli Guðmundsson, hjá Bif- reiðum og Landbúnaðarvélum h.f., sagði okkur að búiö væri að flytja inn um 530 bila og þar af væri búið aö afgreiða rúmlega 450. Mest hefur verið selt af Lada Sport, sem kostar aðeins um 2.8 milljónir kr., en afgreiöslufrestur á þeim er um þrir mánuðir. Af öörum bilum þá seljast minni Lada bilarnir alltaf vel, en þá er eins og áður segir, hægt að fá I þrem gerðum og er veröiö i kring- um 2 millj. kr. Bilaborg h.f. Bilaborg h.f. hefur umboö fyrir Mazda bila, en þeir eru fáanlegir I nokkrum gerðum. Þá sér Bila- borg h.f. einnig um samsetningu á Hino vörubilum hér á landi. Hjá sölustjóra Bilaborgar h.f., fengum við þær upplýsingar, að búið væri aö flytja inn um 500 bila frá áramótum. Mest hefur verið selt af Mazda 929, sem kostar um 3.3 millj. kr. eða um 180 bilar og af Mazda 323,160bilar en verðið á þeim er um 2.6 millj. kr. Þá selj- ast aörar gerðir Mazda ágætlega. P. Stefánsson P. Stefánsson er einkaumboðs- aöili fyrir British Leyland á íslandi. Mest hefur veriö selt á undanförnum árum af Austin og Morris bilum, en einnig hafa ver- Framhald á bls. 30

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.