Tíminn - 06.08.1978, Page 18

Tíminn - 06.08.1978, Page 18
18 Rætt við Kristmann Guðmundsson rithöfund i tilefni af þvi að AB hefur gefið út skáldverk hans I átta bindum og nýjum þýðingum Sunnudagur 6. ágúst 1978 „Tóm della, að fjalli ekki um annaö Þýöendur hafa eflaust gert sitt bezta, en þaö þurfti meira til. Það tók mig fimm ár að læra is- lenzkuna eins vel og norskuna og fimm ár var ég að þýða verk- in. Ennþá er ég að fara yfir bækur, sem eiga eftir að koma út seinna, og lagfæri svona smá- villur, sem upp á koma. Ég hef t.d. nýlokið við þýðingu bókar- innar „Jarðarbörn”, Jordens barr..” Kristmann kvaðst vera með nýja bók i. smiðum, og segði sú frá gömlum manni, sem kæmi að æskustöðvum sinum i eyði. „Hvort þar sé ást á ferðinni? Já, mér þætti gaman að sjá þá skáldsögu, sem sniðgengi ást- ina. Astin hefur stóra þýðingu i lifinu og fram hjá þvi verður ekki gengið. En það er tóm della, að segja að bækur min- ar séu eintómar ástarbækur eins og sumir, — sem e^ert þekkja til, vilja vera láta.” Það hefur vakiö nokkra at- hygli, að Kristmann á 6 dætur og hálf öld er milli þeirrar elstu og þeirrar yngstu. „Ég er ekki ástfanginn i bili, en það gæti dottið yfir mig, hvenær sem er”. Vildu heldur Gudmundsson en Inga Vitalin „Já, það er rétt. Ég skrifaði eina bók undir dulnefninu Ingi Vitalín. Það var visindaskáld- skapur, „Ferðin til stjarn anna”, og seldist sú bók afar vel eins og aðrar slíkar, sem ég gerði meira mér til afþreyingar. Ég var lengi vel að hugsa um að taka Vitalin upp sem rit- höfundarnafn, en Norðmennirn- ir vildu ekki breyta Gudmunds- sonar nafninu. Það minnti þá á Þelamerkurmanninn Gudmund Thorsen Storebingen eða Guð- mund frá Stóra-Haug, sem var striðsmaður og mikil hetja heima i héraði.” Kristmann hefur ekki áhyggj- ur af dauðanum. Hann sé eins og hver annar svefn. „Skrokkurinn lognast út af og við tekur likami, sem við förum i hinum megin”. Hér á árum áður stundaði Kristmann hug- leiðslu og las dulræn fræði og þykist hafa fengið sönnun fyrir þvi, að menn taki annan likama eftir dauðann. Hann staðhæfir tilvist huldufólks, lék sér enda við litil huldubörn allt fram til 10 ára aldurs, er þau hurfu honum skyndilega. „Amma min Var aftur á móti skyggn alla ævi.” Kristmann hefur staðið af sér alla storma i lifinu og er nú mjög hamingjusamur mað- ur. Skáldsögurnar i ritsafn- inu, sem nú er komiö út, eru Brúðarkyrtillinn (1927), Morg- unn lifsins, en þá bók kvik- mynduðu Þjóðverjar árið 1953, Arfur kynslóðanna, Armann og Vildis, Ströndin blá, ein fegursta frásögn af unglingaást, sem um getur, Fjallið helga, Góugróöur, Nátttröllið glottir, Gyðjan og nautið, sú bók var bönnuð i Þýzkalandi Hitlers , Þokan rauða og áttunda bindið inniheldur 51 smásögu, sem ritaðareruá ýmsum timum rit- höfundarferils Kristmanns, en 8 smásögur eru i fyrsta bindinu. I fyrsta bindinu ritar Sigurður Einarsson frá Holti grein um höfundinn. Eirikur Hreinn Finnbogason cand. mag. útbjó bækurnar til prentunar. bækur mínar en ást” FI — Þegar bezt lét hér áöur vann ég 10 tima á dag við skrift- ir. Nú vinn ég svona þrjá til fjóra tima og finnst það alveg nóg. Starfsþrekið er farið að gefa sig, þú skilur, sagði Krist- mann Guðmundsson rithöfund- ur, þegar við ræddum við hann, þar sem hann býr að Hrafnistu i Hafnarfirði.en Kristmann er nú 76 ára gamall. Nýlega gaf Al- menna bókafélagið út skáldverk Kristmann Guðmundsson: „Ég er ekki ástfanginn i bili, en sllkt gæti dottið yfir mig hvenær sem er.” Timamynd: Tryggvi eftir hann i átta bindum, alls 10 skáldsögur og 59 smásögur. Skáldsögurnar eru ritaðar á 25 ára timabili, frá 1925-1950, og eru 8 þeirra frumritaðar á norsku og tvær á islenzku. „Þýðendur gerðu sitt bezta, en. ..” „Ég var ekki ánægður með þýðingarnar eins og þær voru. kaupfélag Borgfirðinga BORGARNESI Esso-nesti — Borgarnesi Ferðamenn! Kaupfélag Borgfirðinga rekur Esso-nesti i Borg- arnesi: Heitir smáréttir, mjólk, brauð, álegg, gosdrykk- ir, sælgæti o.fl. Ennfremur hjólbarðaþjónusta og smurstöð. Verzlanir: Hellissandi, Ólafsvík og Akranesi Veitingahús að Vegamótum Snæfellsnesi: Grillþjónusta, kökur, gosdrykkir, sælgæti. Bensin, oliur og gasáfyllingar. Veiðileyfi i Hraunsfjarðarvatni, Selvallavatni og Baulárvallavatni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.