Tíminn - 06.08.1978, Síða 24

Tíminn - 06.08.1978, Síða 24
24 Sunnudagur 6. ágúst 1978 pórunn: var u« Ragnheiður: Var elcirí i nS' að romsa Ut lir sér innihaldinu. Dagskrá á skátamótum Skátamót eru yfirleitt yfir helgi byrja að kveldi föstudags og standa fram á sunnudag. ‘ Föstudagur fer aðallega i að koma sér vel fyrir og koma upp tjaldbúðum. Laugardagurinn er svo vel nýttur i dagskrá, göngu- ferð, flokkakeppni og iþrótta- keppni og fl. Allir elda sjálfir sinn mat, og um kvöldið er varðeldur, þar sem hvert félag kemur með skemmtiatriði og sungnir eru skátasöngvar. A sunnudaginn er dagskrá framhaldiö og mótinu er svo slitið og gengið er vel frá mótssvæðinu eins og komið var að þvi og helst betur. Tilgangurinn með dagskránni á skátamótum er að sjálfsögðu að eitthvað sé við að vera fyrir sem flesta. Gefa skátunum kost á að bjarga sér úti i náttúrunni. A skátamótum reynir á þekkingu og hæfni skátans, ef hann á að geta látið sér liða vel i tjaldbúðinni i misjöfnum veðrum og göngu- ferðum. Eða með öðrum orðum ,,að gera skátann hæfari tíl að bjarga sér við erfiðar og ókunnar aðstæður. Flokkur mótsins A all-flestum skátamótum fer fram svokölluð flokkakeppni. Þá fá flokkarnir verkeíni sem einatt krefjast kunnáttu i skátafræðum, og leysa ýmsar þrautir. A af- mælismóti Landnema 1978 var þessari venju i engu breytt, nema hvað keppnin var þriskipt. 1 fyrsta lagi var tekið tillit til um- gengni um tjaldbúð, i öðru lagi var 6 tima markferð (hike) sem farin var á laugardegi og i þriðja lagi var póstaleikur þar sem ýmsar þrautir voru leystar á sunnudegi. Við munum þó ekki eyða miklu púðri á póstaleikinn, þar sem þessi pistill er að mestu saminn meðan á honum stendur, en eyðum þess meiru i markferð- ina. Bestum árangri i markferðinni náðu Uglur sem eru i Garðbúum i Reykjavik. Flokkurinn telur 9 manns með flokksforingja sem heitir Kristin Þorgrimsdóttir. Uglurnar höfðu þegar hér var komið staðið sig best allra flokka á mótinu. Þær fengu 10, 10 og 8 þegar tjaldbúðir voru skoðaðar, en þar var hæst hægt að fá 10 og i markferðinni fékk flokkurinn 93 stíg af 100 mögulegum og var 20 stígum hærri en næstu flokkar tveir, sem voru Ur Ægisbúum og Garðbúum og fengu báðir 73 stig. Við tókum Uglurnar tali i miðjum póstaleiknum eða réttara sagt þegar flokkurinn kom á þrautapóstínn og fer viðtalið hér á eftir: „Það er skemmtilegt að geta klárað allt” — Hvernig undirbjugguð þið ykkur fyrir þessa markferð? — Við fengum lista yfir útbúnað hjá Landnemunum og tókum allt til. Og svo höfum við haldið við kunnáttu okkar i skátaferðum í vetur. Það er skemmtilegt að klára allt. Leiöinlegt er að þurfa að sleppa einhverju vegna kunnáttuleysis. — Hvað var gert i markferð- inni? — Við fengum urmul af verk- efnum sem við áttum að leysa og skila svo úrlausnum, t.d. áttum við að safna 3 mismunandi jurt- um og 3 tegundum af skordýrum og vita nöfn á þeim. Einnig út- bjuggum við 2 jarðvegssýni og fundum 3 mismunandi steinteg- undir. Við mældum breidd, dýpt og straumhraða árinnar hjá mótsstaðnum og fundum rennslið i m3/klst. Svo spurðum við mann sem við hittum á leiðinni að nafni, heimilsfangi og starfi. Eina sameiginlega máltið áttum við að elda úti á viðar- kolum og gerðum svo kort af eld unarsvæðinu. lOörnefniáttum við aðskrifa niður og finna fjarlægð i gráðum frá uppgefnum punktum A og B, hæð háspennulinu fundum við og ekki má gléyma þvi að alla leiðina gengum við eftir áttavita. Að lokum áttum við að segja álit okkar á markferðum i útilegum og hvort okkur hefði fundist gaman i markferðinni. — Og fannst ykkur gaman? — Já, það var bæði gaman og fræðandi. — Svona að lokum, af hverju eruð þið i skátafélagi? — Ja, til að vera i góðum fé- lagsskap, kynnast fólki. Það er mikið um útilif og starfið er upp- byggjandi. Við þökkum Uglunum kærlega fyrir spjallið. Úa, Svava og Hildigunnur: Alvanar útilegum. • Tindur úr Skátafélaginu Fifli með bakpokann sinn, eða réttara sagt bakpokinn með Tind. «,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.