Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Nútíminn ★ ★ ★ Sólarupprás við „Sjávarmál” — Sea Level ný hljómsveit byggð á rústum Allman Brothers Band Fyrir nokkrum árum var bandaríska hljómsveitin Allman Brothers Band ein- hver alvinsælasta hljómsveit heims. Stofnendur hennar voru bræðurnir Greqg og Duane Allman/ sem hafði m.a. verið í Derek and The Dominos. Allman Brothers Band náði á skömmum tíma miklum vinsældum, en eftir dauða Duaneog bassaleikara hljómsveitarinnar Bery Oakley, sem létust með árs milli- bili i umferðaróhöppum, sem bæði áttu sér stað á svipuðum stað, þá fór að halla undan fæti. Þrátt fyrir að frábærir hljóm- listarmenn eins og Dickey Betts og Chuck Leavell gengju til liðs við hljómsveitina, leystist hljómsveitin upp skömmu eftir útkomu hljómplötunnar „Win, Loose or Draw” , sem margir töldu algjörlega mishcppnaða. Eftir upplausn Allman Brothers Band fór Gregg Allinan að sinna sólóferli sínum og álpast um með söngkonunni Cher, en þetta hvoru tveggja hefur sýnt sig að hcl'ur mistekist. Aðrir meðlimir Allman Brothers hafa haft hægt um sig en þó var sagt frá i Nú- timanum um daginn frá hljóm- sveit Dickey Belts, og nú hefur Chuck Leavell, liinn frábæri pi- anóleikari Alimann Brothers, svo og Jai Johanny Johanson (Jaimo) fyrrum trommuleikari Allman Bros. og Lamar Willi- ams fyrrum bassaleikari sömu hljómsveitar ásamt fjórum öðr- um slofuað hljómsveitina SEA LEVEL og voru þeir félagar á ferðalagi um Bretlandseyjar i lok siðasta mánaðar þar sem þeir léku á nokkrum hljómleik- um. Þeim lil aðstoðar var bandariski „Southern-boogie jazz rock kvintettinn” Dixie Dregs en báðar hafa þessar hljómsveitir nýverið sent frá sér hljómplölur undir merkjum Capricorn hljómplötufyrirtæk- isins og heita þær „Cats on the Coats" — Sea Level og Free Fall — Dixie Dregs. Ekki þarf að draga i efa, að ef SEA LEVEL kemsl með „tærnar” Chuck Leavell þar sem Allman Brothers voru með „hælana” þá er þar um hljómsveit á heimsmælikvarða að ræða og þvi ætti það að vera óhætl fyrir Allman Brothers unnendur að taka vasaklútana frá grátbólgnum hvörmum sin- um, þvi að bráðum kemur betri tið með blóm i haga. Þess má geta að siðustu fregnir herma að Jaimo tromm- ari Sea Level þjáist nú af meiðsium i baki sem hann hiaut fyrir skömmu og af þeim ástæð- um bafi hann lagt kjuðana á hilluna um nokkurn tima, en i hans stað kom Joe English, fyrrum trommari Wings (hætti I fyrra eftir tveggja ára vist), og mun liann leika með Sea Level þangað til Jaimo hefur náð sér að fullu. —ESE. Ný plötuhreinsun Þeim sein annt er um plöturnar sinar ætti að vcra það fagnaðarefni að nú er komið á markað erlendis efni sem gerir alla hreinsun á hljómplötum muu auðveldari en áður. Það er fyrirtækið Disco Film Gmbll i Vestur Berlin sem framleitt liefur þetta efni sem talið er inuni hafa gjörbyltingu í för með sér i þessum efnum. i stuttu máli sagt þá verkar hið nýja efni sein er í sprautubrús- um, á eftirfarandi hátt: Spraut- aðer á hljómplötuna úr brúsan- um og við það myndast þunnt fljótandi lag á yfirborði hennar, sem harðnar eftir ca. 90 mínút- ur. Efnið sem fellur vel ofan i allar raufar plötunnar er gætt þeim eiginleika, að öll rykkorn sem á plötunni eru, limast við það. Eftir nokkurn tima getur viðkomandi plötuhreinsunar- maður fengið sér smá limband sein hann limir yfir yfirborð plötunnar, og um leið og lim- bandið er fjarlægt fylgir „húð- in" með og öll öhreinindi eru á bak og burt og platan betri en ný- Af frainleiðandans liálfu er talið að liver brúsi dugi til þess að húða uin 70 plötur og verðið er um tæpar 8000 islenskar, en þess ber að geta að efni þetta fæst ekki enn hérlendis. Heimild Newsweek ELP eru ekki dauðir úr öllum æðum Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylg- ist með fréttum úr popp heiminum, að það hefur verið meira en litið hljótt um hljómsveitina Emer- son Lake & Palmer undanfarin ár, en þrátt fyrir það eiga þeir sér stóran hóp aðdáenda sem bundið hefur mikla tryggð við hljómsveitina, sem einu sinni var nefnd besta hljómsveit heims og var það; að dómi flestra sem vit höfðu á, sannmæli. Nú virðist sem svo að hreyf- ing sé að komast á ELP á nýjan leik, þvi að lýst hefur verið yfir að hljómsveitin sé nú i Nassau á Bahamaeyjum, þar sem þeir vinna að upptökum á nýrri hljómplötu og mun sú koma út i endaðan nóvembermánuð n.k., eða i byrjun desember. Þá hafa ELP lýst þvi yfir að vilji sé fyrir hendi að halda hljómleika i Bretlandi um leið og platan kemur út, en á siðasta ári féliu niður ráðgerðir hljómleikar þeirra i Bretlandi og viðar. þannig að nú er tækifæri til þess að bæta fyrir það, ef úr þessum hljómleikum i Bretlandi verður þá eru einkum þrir staðir sem til greina koma, þ.e. Olympia, Wembley Arena eða Earls Court, þar sem Bob Dylan hélt sina velheppnuðu hljómleika á dögunum. Ekki er að efa að ELP unn- endur bjóða þá Keith Emerson, Greg Lake og Carl Palmer vel- komna i slaginn eftir langa fjar- veru. —ese Keith Emerson — tilhúinn I slaginn Sham 69 Bannaðir í USA Iiljómsveitinni Sham (ií) sem er ein af þekkt- ustu hljómsveitum Breta i dag hefur verið meinað að leika i Bandarikjunum. Astæðan? — Jú það kom á daginn að Jimmy Pursey höfuð- paur Sham 69 var á sakaskrá i Bretlandi, hafði hann meðal annars til saka unnið að neita að koma með á stöðina eftir að hann hafði brotið allt og braml- aö i Vortex klúbbnum i London. Pursey segist sjálfur kæra sig kollóttan um hvort hann fái að fara til Bandarikjanna eða ekki, hann hafi nóg að gera annars staðar, og ef þeir vilji hann og Sham 69 ekki þá sé það verst fyrir þá sjálfa. Já, ólikt hafast þeir að. A öðr- um staðnum hleypa þeir ekki vandræðagemlingunum út og á hirum staðnum ekki inn. Þetta hljóta að vera ósættanlegar andstæður. —ESE Jimmy Pursey FLEETW00D MAC - með nýja plötu Hljómsveitin Fleetwood Mac sem ætlaði allt úr skorðum að færa á dögunum þeg- ar síðasta hljómplata þeirra „Rumors" kom út, lætur ekki deigan síga, heldur eru upptökur hafnar á nýrri plötu sem koma mun út í haust. í upphafi var fyrirhugað að þessi hljómplata yrði tvöföld í roðinu og yrði önnur platan tekin upp á hljómleík- um og hin í hljómveri, en nú mun hafa verið horfið frá þeirri hugmynd og árangur- inn er ein hljómplata hljóðrituð í hljómveri. Fleetwood Mac eru annars iðnir við kolann þessa dagana því að nú eru þeir að Ijúka við þriggja vikna Bandaríkjaferð og fleira var í deiglunni, m.a. var búið að ákveða að Mac léku fyrir „félaga Brésnjef" á Rauða torginu í Moskvu, ásamt Joan Baez og Santana á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júli, en af einhverjum ástæðum var horf ið frá þessu hljómleikahaldi og því sátu Sovétborgarar eftir með sárt enniö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.