Tíminn - 06.08.1978, Síða 27

Tíminn - 06.08.1978, Síða 27
Sunnudagur 6. ágúst 1978 27 Devo-dagur Bandaríska „furðu- fuglahljómsveitin" Devo, sem hefur að innihalda einkaskjólstæðinga þeirra David Bowie og Brian Eno, hefur gert það gott að undanförnu í Bretlandi þvert ofan í aII- ar hrakspár, og sérstak- lega hefur framkoma Devovakið mikla athygli, en tóniist þeirra hefur hingað til legið á milli hluta. / Devo hafa hingað til ekki hljóðritað stóra hljómplötu, en þess i stað einbeitt sér að þeim smærri, en nú er eftir öllum sólarmerkjum að dæma von á þvi að þeir snúi við blaðinu, þvi að Virgin hljómplötufyrirtækið hefur tilkynnt að þann 25. ágúst komi stór Devo plata út og hefur dagurinn af þessu tilefni verið skirður D-dagur (D-day), sem þýða mun innrásardagur eftir bestu heimildum frá heims- styrjöldinni siðari að dæma. Varðandi útgáfu þessarar Devo plötu þá var bryddað upp á þvi að gefa hana út i eins kon- ar tónalitum, þ.e. hægt verður að fá 5 mismunandi liti, stálgrá- an, hvitan, bláan, gulan og rauðan, allt eftir smekk hvers og eins, og lýsir þetta Devo vel, þvi að ekki geta þeir hagað sér eins og (aðrir) siðaðir hljóm- listarmenn. þá munu fyrstu 25 þusund eintökin verða pressuð i „iðnaðargrátt vinyl”. En ekki nægir þetta „Jómfrúar hljóm- plötum” og Devo, þvi að sam- timis verður markaðurinn mettaður með Devo — merkj- um, — bolum og öðru sliku auglýsingafóðri, og varðandi Devo sjálfa, þá munu þeir leggja land undir fót og halda i Evrópuferð til þess að útbreiða afkárahátt sinn enn frekar. —ESE Atlanta Rythm Section — Champagne Jam Polydor 2391 319 Það sem rytma sveit Atlantaborgar býður mönn- um uppá á „Champagne Jam”, er einkar þægileg afslöppunartónlist, sem krefst nær einskis af hlýðandanum, sem rétt eins gæti verið sofandi. Eins og kemur fram i nafni hljómsveitarinnar, þá er hún ættuð frá Atlanta i Georgia riki i Bandarikj- unum, eins og Allman Brothers Band, Marshall Tucker Band og bræðurnir Johnny og Edgar Wint- er. Tónlist Atlanta Rythm Section dregur að sjáif- 'sögðu dám af þessu, en nokkuð vantar þó á að hún nái sama „standard” og t.a.m. Allman Brothers. Það sem er athyglisvert við Atianta Rythm Section er það i fyrsta lagi, að þeir njóta töluverðra vin- sælda i Bretiandi, þar sem að þeir vinna stöðugt á. Á plötunni „Champagne Jam” ber mest á sam- nefndu titillagi sem komist hefur hátt á vinsældb- lista. Annars eru öil lögin keimlik og einstaklega þægileg áheyrnar, en fyrir þá sem vilja eitthvað spennandi er A.R.S. ekki svarið. — ESE ★ ★ ★ + The Moody Blues Octave PS707/Fálkinn Octave, fyrsta plata the Moody Blues eftir að þeir tóku saman að nýju, er áfellislaus og mjög áheyri- leg plata þó að hún i sjálfu sér bæti litlu við fyrri feril hljómsveitarinnar. Tónlist þeirra félaga I Moody Blues er að venju auðmeltanleg og mjög þægileg og eins og samin fyrir þá sem viija láta plötuna veltast áfram með Ijúfum og jöfnum rythma þó þannig að tónlistin geri ekki allt of miklar kröfur. Þetta er alls ekki sagt sem hnjóðs- yrði um Octave, aðeins er verið að benda á að tón- list Moody Blues er ekki lengur, hafi hún þá ein- hvern tima verið frumleg . Hún er hins vegar mjög vönduð á slna visu og notkun Moody Blues á ýmsum „orkestral” hjóðfærum á köflum mjög skemmtileg. „Octave” er kjörin plata fyrir alla þá sem vantar rólegaog ljúfa tónlist sem þó er að mestu laus við væmni. Hún er góð plata sem sllk. KEJ Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða tvo framkvæmda- stjóra. Annan til að annast rekstur fiskiðjuvers og togara, hinn til að annast fjármál og skrifstofustjórn. Umsóknir skulu sendar fyrir 15. ágúst til útgerðarráðs, pósthólf 120, Hafnarfirði. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KÓPAVOGSHÆLI STARFSFÓLK óskast til sumaraf- leysinga og einnig til áframhaldandi starfa. Upplýsingar veitir forstöðu- maður i sima 41500 og tekur hann jafnframt við umsóknum. Reykjavik, 6. ágúst 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000. Húsvarðarstaða — Hlégarður Húsvarðarstaða, Hlégarði, Mosfellssveit er laus nú þegar. Ibúð 3 herbergi, eldhús, ekki er talið æski- legt að umsækjendur hafi á framfæri sinu börn innan 10 ára aldurs. Umsóknir sendist sveitarstjóra Mosfells- hrepps, Hlégarði fyrir 10. ágúst n.k. Húsnefnd. Httfl Bókasafnsfræðingur Bókasafn Borgarspitalans óskar að ráða bókasafnsfræðing i hálft starf, frá 1. sept. n.k. Nánari upplýsingar gefur yfirbókasafns- vörður. Reykjavik, 4. ágúst 1978, Borgarspitalinn. Bújörð — íbúð í Reykjavík Höfum mjög góðan kaupanda að litilli bú- jörð. Vill skipta á góðri ibúð i Reykjavik. Jörðin þarf að vera fremur nálægt Reykjavik. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni. Austurstræti 6, slmi 1-69-33. [aðurinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.