Tíminn - 06.08.1978, Page 29

Tíminn - 06.08.1978, Page 29
Sunnudagur 6. ágdst 1978 29 Við hringveginn Vopnafjaröar- þáttur A Vopnafirði eru nú 867 íbúar i hreppnum öllum og fjöigar stöð- ugt. Þar er nú unnið að bygg- ingu heilsugæslustöðvar sem fyrirhugað er að taka' i notkun 1979. Þá er hreppurinn að hefja byggingu fjölbýlishúss með 6 ibúðum, en þar sem viðar hefur staðið á fyrirgreiðslu Húsnæðis- málastofnunar og voru teikn- ingar loks að koma um miðjan júli, en hefðu að sjálfsögðu þurft að vera tilbúnar i siðasta lagi i april. Þessi saga er þekkt i fleiri sveitarfélögum og virðist sem Húsnæðismálastofnun vinni skipulega að þvi að seinka byggingarframkvæmdum vegna skorts á fjármagni. Mönnum ber þó saman um að ekki sé við starfsmenn stofn- unarinnar að sakast, þetta sé skipulagt „ofanfrá”. Hreppurinn er i sumar að ljúka malbikun aðalgötunnar að þeim mörkum, sem vegagerð rikisins tekur við. Eru þetta um 500 metrar. tbúðarhúsabyggingar einstak- linga eru alltaf nokkrar en auk þess er Samvinnubankinn að reisa hús yfir útibú sitt á staðn- um. Þó nokkrir dekkbátar og trill- ur eru gerðir út frá Vopnafirði og aflast allvel. Nokkuð er um aðkomutrillur. 1 júni landaði ein trillan með þrem á, 39,6 tonnum af fiski og miðað við 100 kr. á kiló, sem er nálægt meðalverði, þá hafa þessir þrir menn aflað fyrir nær 4 millj. kr. á einum mánuði. Brettingur, skuttogari Vopn- firðinga, landaði fyrstu 6 mán. ársins alls 1410 tonnum, og sveitarstjórinn Kristján Magnússon skrapp á skak hluta sunnudags og mánudags og landaði einn 650 kg af þorski um hádegi á mánudag. K.Sn. Unnið er að lagfæringu á samkomuhúsinu á Vopnafirði. Við störf þar hittum við tvo áhugasama knattspyrnumenn. Einherji, félag þeirra keppir nú í þriðju deild og hefur unnið alla leiki sina til þessa i sumar, nema leik við Akurnesinga sem Vopnfirðingar töpuðu. Einherjamenn sjást hér við vinnu sina á vinnupöllunum við samkomuhúsið. Þeir eru: Hafsteinn Sveinsson til vinstri og Aðalbjörn Björnsson til hægri, en hann er formaður félagsins. Fjölskyldudagar í Vindáshlíð Nokkrar umræður hafa veriö hér á landi aö undanförnu um fjölskylduna, stööu hennar og hlutverk i samfélaginu. Dagana 26. — 30. júli sl. komu saman nokkrar fjölskyldur i sumarbúðunum i Vindáshliö t Kjós, til þess aö ræða þessi mál og eiga ánægjulegar samverustund- ir. Ahersla var lögð á að ræöa fjöl- skylduna sem einingu og á hvern hátt unnt væri aö byggja sem traustastan grundvöll hennar á kristinni trú. 1 þvi sambandi fóru fram mikl- ar umræöur um bænina og bæna- lif, en sr. Karl Sigurbjörnsson sóknarprestur i Hallgrimskirkju i Reykjavik, flutti inngang aö um- ræðum þessum og annaðist stjórn þeirra. Einnig var höfö sérstök fjölskylduguösþjónusta á sunnu- deginum, sem sr. Þorvaldur Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, annaðist. Þátttakendur voru á einu máli um, að bænin væri ákveðið svar kristinnar kirkju við hvers konar þrýstingi og utanaðkomandi spennu, sem fjölskyldan verður nú fyrir i æ rikara mæli, og á svo margan hátt. Dagskrá þessara daga var að öðru leyti sniðin fyrir alla fjöl- skylduna bæði yngri og eldri, en alls tóku þátt i þessari samveru rúmlega 50 manns. £3EcSGJ|jj Ritstjóm. skrifstofá og afgreiðsla ÁNING VIÐ HRINGVEGINN býður ferðafólk velkomið til Vestur-Skaftafellssýslu og veitir því þjónustu: i Vikurskála, er selur flestar vörur fyrir ferðafólk, svo sem: Matvörur — Ferðavörur — Sportvörur — Ljósmyndavörur — Tóbak — Benzin, oliur o.m.fl. Góð hreinlætisaðstaða. í almennri sölubúð i Vik, allar algengar neyzluvörur. i Hóteli (opið allt árið). i bifreiðaverkstæði er annast almennar viðgerðir. í smurstöð og hjólbarðaviðgerð. í Esso, Shell og BP-þjónustu. Á Kirkjubæjarklaustri: í Skaftárskála, sem býður upp á flestar vörur er ferðafólk þarfnast. í almennri sölubúð, allar algengar neyzlu- vörur og Esso, Sheli og BP-þjónustu. Verið velkomin á félagssvæði okkar! Kaupfélag Skaftfellinga Vik og Kirkjubæjarklaustri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.