Tíminn - 06.08.1978, Síða 31

Tíminn - 06.08.1978, Síða 31
Sunnudagur 6. ágúst 1978 31 , .ÖFUGUR ALDURSMUNUR’ ’ Það hefur sífellt færst í aukana, að ungir menn kvænist sér eldri konum. Sumir hafa verið með vangaveltur yfir þessari þróun og nýlega birtust í ensku blaði nokkrar brúðar- myndir, þar sem brúðurin var í það minnsta 10 árum eldri en brúðguminn. í sam- bandi við þessar myndir var sagt, að, konur nú til dags beri aldurinn betur en fyrri tíma konur (og hafi líka betri hjálparmeðul til þsss!) Fyrst sjáum við mynd af Sybil Burton (fyrrverandi eigin- konu Richard Burton) og manni hennar Jor- dan Christopher. Þeg- ar þau giftu sig var hún 36 ára en hann 24. Jordan segist þó vera „sá sterkari" í hjóna- bandinu. Kannski er ég alltaf að reyna að sanna, að ég sé þroskaður maður, og standi henni ekki að baki? Merle Oberon er gift Robert Wolders, en hann lék hér áður í kú- rekamyndum og er 40 ára. Merle er alþekkt stjarna frá frægðar- dögum kvikmyndanna, lék t.d. í Wuthering Heights (Fýkur yfir hæðir). Aldur hennar óákveðinn, sagt var í myndatextanum, að hún væri á aldrinum frá 59-70! Aldurinn skiptir okkur ekki máli, við erum ást- fangin eins og ungling- ar, sagði kvikmynda- stjarnan sæl og bros- andi. Nyree Dawn Porter, sem lék í Forsythe-ætt- inni í sjónvarpinu, er 42 ára og þar með 10 ár- um eldri en eiginmað- ur hennar núverandi. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinum aldurs- mun á okkur", sagði Robin Halstead, en það er nafn hins unga eiginmanns Nyree. Brigitte Bardot er 43 ára. Með henni á myndinni er 30 ára myndhöggvari, Miro- slav Brozed. Þau eru ekki gift, en hafa verið saman um skeið. „Jú," sagði Brigitte, „ég verð oft ástfangin af ungum mönnum, en ég er ekkert að reyna að yngja mig upp með því. Það vita allir hvað ég er gömul, og mér finnst aldur ekki skipta máli. Ég vel mér vini eftir því hvernig mér fellur við fólk, en ekki eftir aldri þess", sagði BB. Sybil og Jordan Nyree og Robin Merle og Robert Brigitte og Miroslav \

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.