Tíminn - 13.08.1978, Side 2

Tíminn - 13.08.1978, Side 2
2 Sunnudagur 13. ágiíst 1978 Dufgus: Að gleypa broddgölt Þó að það sé ekki endilega markmið þessara þátta að standa i deilum við þá sem kunna aö gera athuga- semdir við það sem i þeim er sagt, getur það stundum verið eölilegt og nauðsynlegt að hafa uppi andsvör, ekki sist þegar augljóst er að illa hefur verið lesið, eða að ritara þessara þátta hefur ekki tekist aö skýra mál sitt þannig að öllum væri auðvelt um skilning. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa séö ástæðu til þess að gera athugasemdir við þaö sem hér var sagt um frumhugmyndir islensku stjórnmálaflokkanna og úr hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir. Það er tvimælalaust yfirsjón ritstjóranna að þeir hafa ekki gefiö sér tima til að staldra viö i augnablik og hugleiöa hvað átt er viö með frumhugmyndum. Það er svo min sök aö skil- greina ekki nánar þróun flokkanna til þeirrar stundar þar sem þeir standa nú i dag.Til þess aö skilgreina þró- un Sjálfstæðisl'lokksins hefði ég þurft að rekja feril hans a.m.k. frá thaldsflokknum og framhjá þeim þver- ám sem i hann hafa runnið, Frjálslynda flokknum, Bændaflokknum og Nasistaflokknum, og meta þau áhrif sem það rennsli hefur haft. Ekki heföi heldur verið unt að komast hjá þvi að drepa á þau spor sem einstakir menn haía markað, t.d. Valtýr Stefánsson fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta lét ég hjá liða og það verður einnig látið ógert hér þó að vissulega sé það ekki ómerkt frásagnarefni. En hvort ritstjórar Morg- unblaðsins vilja kalla þessa þróun að gleypa broddgölt er þeirra mál, en hræddur er ég um að ýmsum af for- ystumönnum „báknsins burt” þyki að þeir hafi gleypt broddgölt. Þ.e.a.s. hafi „báknið burt” þá ihaldsmerk- ingu sem i þeim virðist felast, en sé ekki aðeins ómerkilegt slagorð, án allrar merkingar, framsett ein- göngu til þess að ganga i augun á ihaldsöflunum innan flokksins. Því að þrátt fyrir þróun Sjálfstæðisflokksins er hann enn þanndagi dag sterkasta vigi ihaldsaflanna i landinu, á sama hátt og byltingamenn hafa ennþá vettvang i Alþýðubandalaginu þó að þeir sjái ekki ástæðu til þess aö hafa hátt um þessar mundir. Húsnæðismál Ég tók dæmi um húsnæðismál til þess að skýra mun- inn á afleiöingum frumhugmvnda flokkanna. Vissu- lega gat ég um þátt annarra flokka en Framsóknar- flokksins i þróun húsnæðismála hér á landi og fyrir þann þátt er ástæða til að vera þakklátur. Hins vegar hélt ég að Sjálfstæðisflokkurinn væri algjörlega horf- inn frá frumhugmyndum ihaldsmanna i þessum efnum og varð þvi fyrir vonbrigðum að sjá aö ritstjórar Morg- unblaðsins hafa ekki tileinkað sér viðhorf framsóknar- manna að fullu i þessu efni. Ritstjórarnir minnast á hugmyndir Rannveigar Þor- steinsdóttur um lausn húsnæðisvandamálsins á dögum Fjárhagsráðs og skömmtunar. A þeim árum úthlutaði Fjárhagsráð hverjum sementspoka og ákvað jafn- framt til hvers mætti nota innihaldið. Bygging ibúðar- húsnæðis var þvi i algjöru lágmarki og húsnæðismál almennings voru að komast i algjört öngþveiti. Þetta ástand notfærðú sérajónarnir sér til hins itrasta. Húsa- leiga hækkaði upp úr öllu valdi og ef þessi þróun heföi haldið áfram hefði hér sannarlega vaxiö upp stór stétt öreiga sem ekki átti þak yfir höfuðið og hins vegar stétt húseigenda til þess að leigja þessu fólki húsnæði á þeim kjörum,að það heföi enga möguleika haft til þess að brjótast út úr fátæktinni. Ef ritstjórar Morgunblaðsins óska eftir,get ég nefnt þeim dæmi um húseigendur sem komu sér upp 20-30 leiguibúöum á þessu tlmabili. Það var þessi þróun sem Rannveig Þorsteinsdóttir var að berjast gegn. Ritstjórar Morgunblaðsins hæla Sjálfstæðisflokknum nú fyrir aö hafa brotið hugmyndir hennar á bak aftur. Baráttu Rannveigar fyrir efnalegu sjálfstæöi fólks nefna þeir nesjamennsku og framsókn- ardraug. Þeir hafa ekki ennþá skilið hvaö var að ger- ast, eða þeir eru ennþá það miklir ihaldsmenn aö þessi þróun var þeim að skapi. urinn telji að gengislækkun sé óhjákvæmileg eins og sakir standa nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt i fleiri gengisfellingum en aörirflokkar.Aað halda þvi fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé gengisfellingaflokkur umfram aðra flokka? Varla. Þó aö hægt sé að nefna of mörg sorgleg dæmi um ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksins i efnahagsmálum hefur hann þó i meginatrið- um reynt aö hamla gegn þeirri þróun sem leiðir til gengisfellinga. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem ávallt hefur stutt allar þær kröfur sem leitt hafa til gengisfellinga. Alþýðubandalagið hefur siðan oftast verið andvigt þvi aö gengisfall væri viðurkennt. En ef ég sæi ástæðu til að notast við röksemdafærslu rit- stjóra Morgunblaðsins segði ég,að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði gengisfellingar að markmiði. Ég sagöi að ofan,að ég teldi að tillögur Rannveigar Þorsteinsdóttur hafa verið utan þess ramma sem fell- ur að starfsháttum framsóknarmanna. Slikt er ekki einsdæmi. I mörgum málum er orðið svo litið bil á milli flokka að erfitt er að gera sér grein fyrir frá hvaða flokki tillögur koma. Þetta er gott þegar það stafar af þvi að flokkar færist saman um góðan málstað, eins og gerst hefur i husnæðismálunum. Hitt er verra þegar erfitt er að greina hvar menn standa einfaldlega vegna þess að skoðanir þeirra eru á reiki. Mér dettur i hug fundur i borgarstjórn Reykjavikur s.l. vetur þar sem rætt var um kaup á ljósastaurum. Albert Guðmunds- son vildi taka hæsta tilboði og rökstuddi mál sitt út frá hugmyndaheimi alþýðubandalagsmanna. Sigurjón Pétursson andmælti að sjálfsögðu á stundinni með rök- um sjálfstæðismanna. Svona skoðanabrengl og skoð- analeysi fer þvi miður vaxandi. En þó að tillögur Rannveigar Þorsteinsdóttur væru ekki gallalausar á hún skilið þakkir alþjóðar fyrir þær. Þær ýttu rækilega við mönnum, fengu þá til að hugsa og kryfja málið til mergjar og leita lausna, enda varð skammt i það að þeirri hættu var bægt frá,að sérajónar eignuðust stærri hlutann af ibúðarhúsnæöi lands- manna og almenningur væri leiguliðar þeirra. Rannveig, Albert og Sigurjón Hitt er svo annað mál að sá sem þetta ritar felldi sig ekki að öllu leyti við hugmyndir Rannveigar. Að hans mati báru þær of mikinn keim af sósialisma. Þaö var gert ráð fyrir ákveðinni þvingun sem ekki samrýmist vinnubrögðum framsóknarmanna. Það er svo náttúr- lega algerlega út i hött að ræða um tillögur hennar sem þjóðnýtingu eins og ritstjórar Morgunblaðsins gera. Tillögur hennar voru til lausnar á timabundnu ástandi, þær fjölluðu um að fórna minni hagsmunum fyrir al- mannahagsmuni þangað til eðlilegt ástand hefði náöst. Ef ég sæi ástæðu til að stunda svipaðan málflutning og Morgunblaðið gerir,mundi ég þegar i staö fara að ræða um Fjárhagsráð og ráðsmennsku sjálfstæðis- manna i þvi og sýna fram á að þar hafi hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins komið i ljós. Sjálfstæðisflokkurinn væri hinn versti haftaflokkur. Slíkan málflutning hef ég ekki hugsaö mér aö stunda, það eru nógir um það. Allir flokkar þurfa að standa að aögerðum sem þeim falla ekki alls kostar i geð til þess að leysa timabundin valdamál. En það er ekki það sem skiptir máli. Það er heildarstefnan sem skiptir máli. Ég hygg að það sé tvimælalaust að Sjálfstæðisflokk- Hinn nýi Grettir Hafnamálastofnunar rikisins vinnur aö dýpkun hafnarinnar I Ólafsfiröi, skuttogarinn Sólbergiö er viö bryggju i baksýn. Svo rnikil hreyfing er á sandi viö Ólafsfjaröarhöfn, aö alltaf þarf ööru hvoru aö hreinsa höfnina, innsiglingin grynnkar lika og veröa togarar og stærri skip aö sæta sjávar- fölium inn og út úr höfninni. Grettir mun lfka dýpka innsiglinguna nú í sumar. Haye Hansen ásamt myndum á Mokka Islandsvinur sýnir á Mokka SJ — Myndlistarmaðurinn og fornleifafræðingurinn Haye W. Hansen sýnir um þessar mundir teikningar og vatnslitamyndir á Mokkakaffi við Skólavöröustíg. Haye Hansen er mikill Islands- vinur. Frá þvi 1949 hefur hann verið tiður gestur hér á landi og oft haft langa viðstöðu. Myndirn- ar, sem hann sýnir nú eru allar frá Islandi. Haye Hansen hefur oft haldið fyrirlestra um ísland i Þýskalandi og sýnt litskugga- myndir, einnig hefur hann haldið sýmngar þar á teikningum og oliumálverkum héðan. Nýlega kom út bók á þýsku um tsland eftir Haye Hansen og eru i henni gamlar og nýjar teikningar héðan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.