Tíminn - 13.08.1978, Side 16

Tíminn - 13.08.1978, Side 16
16 Sunnudagur 13. ágúst 1978 Sigurbjöm Einarsson, biskup íslands: Mig langar alltaf í moldarverk — Tómstundagamanmitt? Ég veit ekki hvaðég ætti aö nefna. Ég hef gaman af ákaflega mörgu og hef alltaf haft, en föndurvinnu hef ég enga. Svo fórust hr. Sigurbirni Einarssyni, biskupi Islands orö þegar viö ræddum viö hann um áhugamál hans utan daglegra anna. — Mér fellur vel útiveéa og likamleg vinna og mig langar alltaf i moldarverk, einkum á vorin, og þoliillaaö finna lykt af grænni tööu án þess að langa i heyvinnu. Ég elska fjöll, mér þykir vænt um dýr: hesta, hunda,ketti: og vildi hafa f leiri tækifæri til að umgangast skepnur, gróöur og fjöll. Slikt sem þettafylgir að sjálf- sögöu flestum eða öllum þeim, sem hafa alist upp i sveit og er ekkert sérstakt fyrir mig. Borgarbarn hef ég i rauninni aldrei veriö og verö aldrei. — Gaman hef ég af bókum. Ekki skal ég neita því og les nokkurn veginn jafnt bækur af ýmsu tagi, þó aö guöfræöi sé mér alltaf hugfólgnust og þaö sé mér alltaf ánægja og endurnýj- un að taka fram góöa bók af þvi sviöi. — Tónlistar nýt ég i rikum mæli og tel þaö dásamlega af- þreyingu að hlusta á góða tónlis't. — Annars er þaö hliföin min i þessu starfi, sem vist má teljast annasamt talsvert og kröfu- frekt, aö viðfangsefnin eru breytileg. Maður er alltaf að fara úr einu i annað og sinna einuaf ööru, og i þvi er tilbreyt- ing fólgin og þar með hvild. A móti kemur svo, aö dagsverki lýkur raunverulega aldrei. Maður hverfur ekki inn i svefn- inn aö loknu dagsverki, heldur tekur viðfangsefnin meö sér inn i svefninn. — Eg á auövelt með aö hvil- ast. I sjálfu sér er ákaflega góö hvild að koma i kirkju, og ég fer að jafnaði hressari þaðan út en þangaö inn — og þaö þó að ég embætti sjálfur. Sigurbjörn Einarsson biskup: Gaman hef ég af bókum, ekki neita ég þvi. „Þaö eru margir, sem vilj a hafa „pottana” heitari en ég” segir Guðmundur Jónsson söngvari, sem ásamt konu sinni Þóru Haraldsdóttur er tíður gestur í Sundlaug Vesturbæjar — Þaö er búið að taka svo mikiö af myndum af mér og þæi> bestu eru teikningar, ja, náttúrulega fýrir utan myndina, sem hann Bjarnleifur tók af mér i peysufötunum hér um árið, sagði Guðmundur Jónsson söngvari og framkvæmdastjóri rikisútvarpsins, þegar Tryggvi ljósmyndari gekk til stofu hjá honum og konu hans Þóru Haraldsdóttur að Hagamel 44. Heimili þeirra hjóna er þægi- lega nálægt Sundlaug Vestur- bæjar, en þar er Guðmundur Jónsson daglegur gestur, eins og landslýö mun kunnugt. Þóra stundar lika sundlaugina en ekki af alveg sama kappinu og maki hennar. — Nei, það er ekki rétt aö ég ráöi hitastiginu i pottunum, sagði Guðmundur, þaö eru fjöl- margir, sem vilja hafa þá heit- ari en ég. Mér þykir þægilegt að fara niður i svona 45 stiga heitt vatn. — Þú segir mér, aö þeir séu alltaf að leysa heimsmálin þarna inn frá i Laugardalslaug- inni. Þaö gerum viö ekki hér' vestur frá. Viö erum nokkrir, sem erum ti'öir gestir i lauginni á svipuðum tima og við ræöum Þóra Haraldsdóttir og Guðmundur Jónsson: — Mér tókst I fyrsta skipti I sumar aö fá hana úr Laugar- dalnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.