Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 13.08.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 13. ágúst 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku tegund við Amason- fljótið. Þetta voru i raun og veru mikil auðæfi, og i gleði sinni nefndu þeir landið eftir brasiltrénu. Þar af kemur nafnið Brasilia”. öðru hverju fóru þau fram hjá smáþorpum eða kauptúnum. Flest þeirra voru svo falin i frumskógunum, að þau sáust ekki fyrr en komið var alveg að þeim. Daginn eftir að þau stigu á skipsfjöl komu þau að borginni Iquitos, sem er stærsta borgin við Amasonfljótið og miðstöð allra sam- gangna á þessu svæði, en af þvi skipstjórinn vildi komast sem lengst á móti ferðafólkinu, þá hætti hann sér lengra upp eftir fljótinu en venjulegt var á stórum hafskipum. Nú á timum er Iquitos tiltölulega fámenn frumskógaborg, sem lifir að nokkru á fomri frægð — minningum um horfin auðæfi og fölnað skraut. En árið 1915 var borgin þekkt sem aðal gúmm iverzl unarborgin við Amason-fljótið. Borgin, þar sem kaup- sýslumennimir græddu oft gifurlegar fjárhæðir og töpuðu stundum al- eigu sinni á skömmum tima. Evrópumenn kynntust fyrst gúmmiefninu, er þeir sáu Indiánana leika sér með einskonar bolta úr gúmmi. Lærðir trú- boðar i Brasiliu skrifuðu þannig heim til Evrópu i byrjun 16. aldar: „Indiánar gera sér bolta úr efni, sem er allt annað en við höfum notað i þá. Þessir boltar hoppa upp i loftið, ef þeim er kastað til jarðar.” Seinna var það sannað, að efnið i þessa bolta fengu þeir úr trjá- vökva úr tré, sem nú er nefnt gúmmitré (hevea brasiliensis), en nær þvi þrjár aldir liðu áður en menn lærðu almennt að notfæra sér þetta efni. Fyrstu tilraun, sem not voru að, gerði enskur efnafræðingur, sem bjó til úr þvi strokleður. Nokkru seinna fann annar Englendingur upp aðferð til að gera regn- frakka vatnshelda með þvi að „smyrja” þá að innan með þessu efni. Og siðar tókst Ameriku- manni að nafni Good- year að „herða” (vulkanisera) gúmmi- efnið og gera það hæft til margskonar nota. Gúmmiefnið varð brátt eftirspurð verslunarvara til allra hluta nytsamt. — Þetta sérkennilega efni, sem Indiánar höfðu þekkt og notað fyrir fund Ameriku, varð um alda- mótin siðustu eitt af eftirsóttustu efnivörum heims, sem barist var um bæði leynt og ljóst, likt og oliunámurnar fyrr og nú. En mikill aðstöðumunur var i þessari baráttu. Oliu- lindir þekktust viða um heim, en gúmmitréð var aðeins til i frumskógum Brasiliu við Amason- fljótið. Áður en baráttan um gúmmítréð hófst, höfðu þessir frumskógar verið svo litils virtir, að varla þótti svara kostnaði að slá eign sinni á þessi landssvæði, eða leggja i þá fyrirhöfn að mæla landið upp. Nú urðu þessir frumskógar eftirsótt land, sem Suður-Amerikurikin: Brasilia, Perú og Equa- dor vildu öll ná undir sig. Loftslagið i þessum frumskógum reyndist strax svo banvænt hvlt- um mönnum, að engin leið var að hvítir menn stunduðu þar vinnu. En hvitu mennirnir áttu bæði vopn og peninga Hvitu mennimir urðu þvi að fá Indiánana til að vinna þarna. Varð að beita til þess bæði þving- unum, brögðum og gyll- ingum, að fá þá til að vinna i frumskógunum. Var vinnan fólgin i þvi að „tappa” þennan dýr- mæta vökva af trjánum. Þessir innfæddu menn þoldu loftslagið litlu betur, og féllu þeir i val- inn hrönnum saman fyrir slöngum, villidýr- um og sjúkdómum, en þó ekki fyrr en þeir höfðu safnað nokkrum litrum af þessum mjólkurlita vökva, sem var gullsigildi, er hann komst á markaðinn i frumskóga-borgunum: Manaso, Iquitos og öðr- um borgum við fljótið mikla. En auðæfi og skraut borganna við Ama- son-fljótið urðu skamm- vinn. Hin mikla eftir- spurn eftir hrágúmmi og hið gifurlega háa verð varð til þess, að margir vildu reyna að rækta þessa trjátegund. Stjórn Brasiliu bannaði með öllu útflutning trjáfræa af þessu tré og lagði við þunga hegningu, en þó tókst ungum enskum grasafræðingi, er nefndist Henry Wixk- ham, að smygla út nokkrum fræjum og gróðursetja þau I trjá- garði I nágrenni Lundúnaborgar. Þau lifðu, og tréin náðu fullum þroska og voru þá fræ af þeim trjám flutt til Malakkaskagans og Ceylon, og þrifust þau ágætlega. Var þá hafin trjárækt i stórum stil á báðum þessum stöðum. Árið 1915, þegar Árni og Berit sigldu eftir Ama- sonfljótinu, var gúmmi- framleiðslan I nýlendum Breta i Astur-Indlandi og Ceylon, orðin eins mikil og i Brasiliu, og nú á dögum eru varla 2 pró- sent af heildarfram- leiðslunni af hrágúmmi framleitt við Ama- son-fljótið, og liklega verða þessir frum- skógar aldrei nýttir til fulls úr þessu. Frum- skógarnir við Ama- son-fljótið eru mann- kyninu i raun og veru of- viða. Loftslagið er ban- vænt og gróðurmagn skógarins svo mikið, að hvorki er hægt að ryðja þá eða grisja. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ryðja skógi og rækta land á þessum slóðum, en yfir- leitt hafa þessar til- raunir mistekist en kostað ærna peninga og hræðilegt strit og þján- ingar. Hér og þar við fljótið má sjá leifar af þorpum og borgum, sem fallið hafa i auðn. Þar sjást rústir af verk- smiðjum, kirkjum og skólum, sem frum- skógurinn hefur gleypt aftur og mennirnir orðið að yfirgefa. Hinar sterku rætur skógarins hafa smeygt sér undir múrveggina og skýla nú verksmiðju- reykháfum og kirkju- turnum og lauf skógar- ins falla á hálfhrunin þök húsanna. Þessir rakaþrungnu gróðurriku frumskógar við Amason-fljótið eru enn strjálbýlasta byggð veraldar og mun verða svo lengi. Hér mætir mönnunum það mikla vandamál, að gróður- magn skóganna eyði- leggur lifsmöguleika mannsins. í frumskógunum við Amason-fljótið býr nú 0.3 menn á hverjum fer- kilómeter (þ.e. einn maður á rösklega 3 ferkm.) en i Danmörku búa að meðaltali 90 menn á ferkm. (Á Is- landi um 1.5 menn á hverjum ferkm.) Um allt þetta fræddust þau Árni og Berit á leið sinni niður Amasonfljót- ið en lifinu i Iquitos kynntust þau litið eitt þá fáu klukkutima, sem skemmtiskipið Sun- beam lá þar i höfninni. Samkeppnin i gúmmi- framleiðslunni var þá mjög hörð, en ennþá framleiddi þó Brasilia helminginn af hrá- gúmmi heimsins, en all- ir kaupsýslumenn sáu að hverju stefndi, að Brasilia yrði undir i samkeppninni, og hög- uðu sér eftir þvi. Það var auðséð á öllu, að borgin stóð á tfmamót- um afturfarar. Stóru vörugeymslurnar og skrautlegu krambúðirn- ar voru sumar lokaðar. Sýningargluggarnir voru tómir. Eigendumir reyndu að koma eignum sinum i peninga. Sumir fluttu starfsemi sina til Comombo eða Singa- pore, hinna upprennandi borga i Austurlöndum, þar sem gúmmifram- leiðslan óx með hverjum degi, sem leið. Það er ömurlegt að skoða borgir, sem bera slik hrörnunarmerki. íburðarmiklar götur voru hálfgerðar. Grunn- ar að skrautlegum hús- um stóðu hálfgerðir, en efni til húsanna, svo sem baðker, þvottaskálar og ýmis annar dýr varning- ur lá þar á við og dreif. Varla liðu nema nokkur ár þar til frumskógurinn hefði gleypt aftur þá borgarhluta sem menn- imir höfðu yfirgefið. Ekki var það betra með skipastóíinn. Mikill hluti hans lá bundinn i skipakviunum og alltaf bættist i þann hóp. Þannig missti borgin af samgöngum við um- heiminn, þvi að hér voru hvorki járnbrautir né þjóðvegir. Allar leiðir að og frá lágu um stórfljót- ið, en á þeim leiðum fækkaði skipunum dag- lega. Eins og oft áður notaði Berit nú timann til bréfaskrifta. Hún skrif- aði Alexej langt og mik- ið bréf. Hún sagði hon- um frá öllu þvi helsta, sem á dagana hafði drif- ið siðan hún skrifaði sið- ast, en það var i Cuzco. Þetta var þvi margra arka bréf. Skipstjórinn lofaði að leggja það i póst i næstu höfn, sem þau kæmu á. 4. Eftir viku siglingu niður Amasonfljótið komu þau loks til borg- arinnar Belem, sem liggur við fljótsmynnið, og þaðan var haldið út á Atlantshafið, og þótti ferðafólkinu hressing að svalköldum ágjöfum út- hafsins, eftir molluhita frumskóganna. Árni stóð á stjórnpalli og svalg hið svala sjóloft og fylgdist með öllu, er snerti stjórn skipsins. Skipaleiðin út af mynni Amasonfljótsins er mjög varhugaverð vegna straumskipta i sjónum. Stöðugt varð skipstjórinn að athuga siglingakortin og gera nýjar mælingar. Um kvöldið fór skipið fyrir oddann á eyjunni Mara- jo. Þá sýndu mælingarn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.