Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. október 1978 Beint tap aí sígarettu- reykingum meira en hagnaður af tóbaksölu * SJ— Hagnaöur ríkissjóös af tóbakssölu var á siöasta ári um 3 1/2 milljarður króna/ og nú hefur veriö áætlaö að tap þjóðfélagsins vegna sígarettureykinga nemi a.m.k. sömu upphæð. Fyrir árið íár má gera ráð fyrir að þessar upphæðir yrðu um 5 milljarðar króna. Guðmundur Magnússon prófessor í hagfræði skýrði frá þessu á ráð- stefnu um reykingar og heilsufar, sem Samstarfsnefnd um reykingavarnir gekkst fyrir að Hótel Loftleiðum i gær. Hann kvaðst mega áætla að 150-200 ótímabær dauðsföll hefðu orðið árið 1977 af völdum reykinga hér á landi og tæplega helmingur þeirra, sem létust hefðu verið innan við 70 ára. Þegar hann talaði um 3 1/2 millj- arða tjón af völdum reykinga árið 1978 væri aðeins tekið með í reikninginn framleiðslutap vegna þeirra sem deyja um aldur fram vegna reykinga eða eru f jarvistum frá vinnu vegna reykingasjúkdóma svo og kostnaður vegna læknishjálpar. Kostnaður vegna brunatjóns, mengunar, annarrar tóbaksneyslu en sígarettureykinga, stofnkostnaður heilbrigðisþjónustu er ekki með I dæminu. Auk þess er í því aðeins reiknað með alvarleg- ustu sjúkdómunum af völdum reykinga, en ekki þeim sjaldgæfari. Á ráðstefnunni íjölluðu ýmsir læknar um reykingar og heilsufar og reykingasjúkdóma. Kom þar m.a. fram að nú telja heilbrigðis- yfirvöld og alþjóðlegar heil- brigðisstofnanir visindalega sannað að 9 af hverjum 10 lungna- krabbatilfellum stafi af reyking- um. Hjarta og æðasjúkdómar eru mannskæðasti sjúkdómaflokkur- inn af svokölluðum menningar- sjúkdómum og eiga reykingar þar einnig hlut að máli. 10% fleiri konur en karlar reykja sigarettur hér á landi i öllum aldursflokk- um.Kemur það m.a. fram i þvl að minni munur er á tiðni lungna- krabba hjá körlum og konum hér á landi en viðast hvar I öðrum löndum. Engu að siður er lungna- krabbi sjaldgæfari hjá konum en körlum hér á landi, sem bendir til að þær þoli reykingarnar betur en karlar hvað þann þátt snertir. Þjóðhagslegar afleiðingar lang- varandi lungnasjúkdóma ann- arra en lungnakrabba, svo sem berkjubólgu og lungnaþembu, erU mjög alvarlegar hér á landi. Hrafnkell Helgason yfirlæknir sagði að sá grunur læddist að sér áð það borgaði sig að verja meira fé til reykingavarna en gert hefði verið hingað til jafnvel þótt það yrði til þess að það drægist á langinn að fjölga sjúkrarúmum og opna heilsugæslustöðvar. — Ég þekki engan einn þátt, sem mundi bæta svo heilsufar íands- manna, eins og ef reykingar hyrfu úr sögunni, sagði Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vlfilsstöð- um. Hann bætti þvl yið að eftir- tektarverður árangur hefði þegar orðið af starfi Samstarfsnefndar um reykingavarnir og hún byggi yfir frábærri áróöurstækni. Þvl fé sem til hennar færi væri vel fariö. Reykingar i leigubílum nú bannaðar hér Magniis H. Magnússon heil- brigöisráöherra tilkynnti I ávarpi á ráðstefnunni að reykingar I leigubilum væru bannaðar héðan i frá. Leigubilstjórar áttu sjálfir frumkvæði um slfkt bann en hefur gengið misjafnlega að framfylgja þvi. Ráðherra sagði að lengra yrði haldiö á þessari braut, en samkvæmt nýjum lögum um ráð- stafanir til að draga úr tóbaks- reykingum,er hónum heimilt að leggja bann við tóbaksreykingum i húsakynnum, sem eru til al- menningsnota, og heimilt er að setja skilyröi um reykingabann Tvær handbækur frá Skuggsjá BókaUtgáfan Skuggsjá I Hafnarfirði hefur sent frá sér tvær handbækur, Handbók i bréfritun i ensku og Handbók ibréfrituná þýsku. Báðar eft- ir Ingólf Arnason. Báðar bæk- urnar eru unnar á sama hátt, þannig, að i meginhluta þeirra eru birtar einstakar semingar, en auk þess einnig heil bréf. Mið niðurröðun setn- inganna er miðað aö þvi, að semja megi bréf meö þvl að raöa saman þeim setningum, sem bréfritari telur best henta hverju sinni. Einnig er birt ís- lensk þýðing setninganna. Bækur þessar eru ætlaðar verslunarmönnum, sem ann- ast bréfaskriftir á ensku og/eða þýsku, og þær ættu einnig aö geta orðið þeim að gagni, sem stumda nám I þess- um málum i skólum. — Höf- undurinn, Ingólfur Árnason, erþaulkunnur bréfritun á báð- um þessum tungumálum, og hefur sjálfur áratuga reynslu I þvi starfi. Hann hefur áður sent frá sér handbók i bréfrit- un á þýsku, sem er fyrir löngu uppseld. aö nokkru eða öllu leyti i farar- tækjum, við veitingu heimildar til rekstrar langferðabifreiða, flug- véla, farþegaskipa og hvers kyns farartækja, sem rekin eru gegn gjaldtöku. Dregið hefur úr reykingum upp á síðkastið Hér hefur einkum veriö drepið á dökkar hliðar reykingavand- ans, sem fram komu á ráðstefn- unni i gær, en þótt mönnum yrði skrafdrjúgt um þær, komu fram ýmis atriði, sem gefa ástæðu til bjartsýni. t ávarpi ólafs Ragnarssonar kom m.a. fram að sumir baráttu- menn gegn reykingum telja, aö reykingar muni aö mestu hverfa á Vesturlóndum á næstu tiu ár- um, en aörir telja Hklegrá að þessi ósiður leggist af með þeirri kynslóö, sem nú lifir. Það éru ekki eingöngu þeir, sem vinna að reykingavörnum, sem telja reykingasiöinn á undanhaldi, heldur einníg tóbaks- framleiöendur. I Bandarikjunum og Bretlandi eru eigendur tóbaks- verksmiðja farnir að fjárfesta I Framhald á bls. 35 Fleiri konur en karlar reykja nú hér á landi og lungna- krabbi er tíöari meðal þeirra en kvenna í öðrum löndum FYRIR KROFUHARÐA BYGGINGARAÐILA Kröfuharðlr framkvæmdamenn nota aðeins tæki og verkfærl, sem skara fram úr í gæðum og öryggl; tæki, sem eru handhæg og lipur í vinnslu, þurfa lítinn viðhaldskostnað og skila sömu útkomu í hverju verki; Tæki, sem þelr geta treyst. BPR byggingarkranarnir, stolt franska bygg- ingariðnaðarins, hafa sannað úrvalskostl sína við erflðustu aðstæður, bæðl hórlendis og erlendis. Þýzku H0NNEBECK steypumótin gera meira en að standa vlð það, sem þeim er ætlað. Lofsvert umtal um allan heim við f jölbreytileg verk eru bestu meðmælln. Betri lausn er varla tll. Farið að ráðum þeirra kröfuhörðustu notið aðeins það besta — það margborgar sigl ÁRMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða 19, Sími 83307. BPR Dfl Húnnebeck

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.