Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 1. október 1978 15 Jón á Gautlöndum átti þrjá syni sem uröu þingmenn: Steingrim sýslumann, Pétur og Kristján sem báðir urðu ráðherrar. bessir bræður sátu allir samtimis á Al- þingi 1908-1913. Seinna urðu svo tveir dóttursynir hans ráðherrar, Haraldur Guðmundsson og Stein- grimur Steinþórsson. Pétur Guðjohnsen organisti átti hins vegar fjórar dætur, sem gift- ust mönnum er sátu á þingi: Ind- riði Einarsson sat eitt þing en séra Lárus Halldórsson, séra Jens Pálsson og Þórður Thorodd- sen voru þar lengur. — Er þetta þá þannig að þing- mennska leggist i ættir? — Ég veit ekki. Þvi er hins veg- ar ekki að neita að hægt er að finna hóp þingmanna þar sem all- ir eru af sama ættstofni. Þar kemur fyrst i hugann Reykja- hliðarættin og svo niðjar Jóns á Gautlöndum, sem var kvæntur inn i Reykjahliðarættina en ekki út af henni sjálfur. Enn fremur má nefna Briem-ættina, sem er einna fyrirferðarmest hvað þetta snertir. í:g ætla ekki að leggja neinn dóm á það eftir hverju og hvers konar menn hafa valist til þing- mennsku eða hvort einhverjar breytingar hafa orðið á þvi frá einum tima til annars. Hitt er annað mál, að þeir sem hafa þetta alþingismannatal i höndum, geta auðveldlega gert slíkar athuganir með hjálp bókarinnar. — Ef þingmennska leggst ekki i ættir, gera skoðanir það varla frekar? — Tæplega. Til er það að ná- skyldir menn sitji á þingi fyrir hina ólikustu flokka, en annars held ég að þetta sé með ýmsum hætti og fylgi ekki neinni reglu. Annars get ég til gamans bætt þvi við það sem ég sagði áðan um skyldleika og ættartengsl, að Sveinn Björnsson forseti, Guðrún Lárusdóttir og Jón Þorláksson voru öll þremenningar. //Og vér islendingar eigum að kalla þingið alþingi." Af þessari bók á að vera hægt að sjá talsvert mikið um þróun þingsins, — þar er sérstakur kafli um það efni. Þó að endurreisn Al- þingis hljóti alltaf að teljast Alþingishúsið merkur atburður i þjóðarsögunni, þá olli það ýmsum frjálslyndúm og djarfhuga mónnum miklum vonbrigðum, hvernig staðið var að þeim máíum. Það er alkunna að Jónas Hallgrimsson fagnaðT þvi að Bjarni Thorarensen skyldi ekki lifa það að sjá „hrafnaþing kolsvart i holti/fyrir haukþing á bergi," og Brynjólfur Pétursson byrjar ritgerð sina um Alþingi i Fjölni árið 1847 með þessum orðum: . . ,,Nú hafa Islendingar fengið al- þingi aftur," segja menn. Rétt er það. Þeir eiga að þi'nga um það i Reykjavik, svo enginn heyri, 19 jarðeigendur úr landinu og 1 hús- eigandi úr Reykjavik og 6 konungkjörnir menn og Barden- fleth kammerherra, sem ekki kann islenzku og Melsteð kammerráð sem kann dönsku, hver ráð leggja eigi stjórnar- ráðunum i Kaupmannahöfn um landstjórn út á tslandi; og vér Is- lendingar eigum að kalla þingið alþingi. Það er ekki heldur illa til fallið. Þingið verður að sönnu ekki mjög likt þvi þingi sem Is- lendingar kölluðu svo fyrir önd- verðu, allsherjarþinginu við Oxará, þar sem þeir réttu lög sin i augsýn allrar þjóðarinnar og gjörðu nýmæli og dæmdu dóma, og urðu við það betur menntir um flesta hluti og stjórnsamari en menn voru á þeim öldum, þangað til vélar Noregskonunga og ofriki katólskra klerka spilltu lögunum og rengdu dómana. En þetta þing sem nú skal halda, verður ekki h.eldur likt þvi þingi, sem alþingi var kallað á átjándu öld, og ekki gjörði annað en dæma nokkra óbótamenn til hýðingar upp á dönsku.landinu til enn minni nota en þó Danir hefðu gjört það, eins og nú er komið." (Hér er staf- setningu Fjölnis ekki haldið út i æsar. —VS). Það er athyglisvert að i kosningalögum sem giltu til þjóð- fundarins, höfðu- yngri menn kjörgengi en þeir höfðu kosningarrétt. Ég tel vist að þetta séu áhrif frá Brynjólfi Péturssyni sem þá var orðinn forstöðumaður islensku stjórnardeildarinnar i Kaupmannahöfn og gerði tillögur um hvernig þessu skyldi hagað. Hann vildi gera kosningarnar á allan hátt miklu frjálslegri en danska stjórnin féllst á, og heldur en varð. Einsdæmi Hér er ekki rúm til að rekja þetta nánar en ýmis atriði úr kosningasögunni væri hægt að minnast á, þótt þeirra sjái ekki mjög mikinn stað i þessu nýja al- þingismannatali. Fyrst i stað átti að kjósa bæði aðalmann og varamann til þing- setu samtimis, á sama kjör- fundinum, en það olli vand- ræðum, þvi að fyrir kom að vara- maðurinn vildi ekki sætið. Það gerðist t.d. norður i Húnavatns- sýslu 1852, að kjörinn varamaöur þingmanns afsakaði sig strax með elli og lasleika. Þá brugðu Húnvetningar við og kusu annan, þegar þeir sáu að aldrei yrði not af þeim varamanni, sem kosinn hafði verið. En sú kosning var dæmd ógild á Alþingi. Þingmenn töldu, að ekki væri löglegt að kjósa varamann eftir á. Hér mun reyndar hafa legið til grundvallar óánægja sem átti sér aðrar orsakir. Aðalmaðurinn sem kosinn var, var Jósep Skaftason lækriir og Pétur Hafstein amt- maður hafði bannað honum að fara til þings, án þess að fá lærðan lækni i staðinn fyrir sig. Jósep var þó ekki héraðslæknir, heldur hafði hann aðeins fengið styrk til þess að halda uppi lækn- ingum i vesturhluta Norðurlands. Og af þvi að Jósep var ekki em- bættismaður — héraðslæknir — i þjónustu rikisins lék nokkur vafi á þvi að hve miklu leyti amt- maður hefði vald yfir honum. Þegar þess er gætt leikur naum- ast vafi á þvf að þegar Alþingi undir forystu Jöns Sigurðssonar, ógilti kosningu varamanns Jóseps Skaftasonar (sem var Magniis ölsen á Þingeyrum), þá hefur þar fyrst og fremst verið um að ræða mótmæli við þvi að amtmaður meinaði Jósep Skafta- syni þingsetu. Af Jósep Skaftasyni er það annars áð segja að hann kom aldrei á Alþingi og sagði af sér þingmennsku fyrir þingið 1857, enda var hann þá orðinn héraðs- læknir. Menn geta sagt af sér þin.g- mennsku og til er eitt dálitið skrýtið og skemmtilegt dæmi um það. Fyrir þingið 1899 sagöi Sig- hvatur Arnason, þingmaöur Rangæinga af sér þingmennsku. Um tildrög þess veit ég ekki,en af bréfum frá Valtý Guðmundssyni verður séð.að Valtýingar hafa að minnsta kosti haft uppi einhverj- ar ráðagerðir um það að skora á Sighvat að segja af sér þing- mennskunni og það var byggt á þeirri forsendu, að Sighvatur væri orðinn i minnihluta i kjör- dæminu. En hvernig sem það hef- ur borið að þá er hitt staðreynd, að Sighvatur sagði af sér þing- mennsku. Nú var boðað til kjörfundar en einn kjörfundur var fyrir hvert kjördæmi á þessum árum. Þegar á kjörfund kom, höfðu þeir Magnús Torfason sýslumaöur og séra Eggert Pálsson á Breiðaból- stað boðið sig fram. Þá kom fram á kjörfundinum bréf frá bændum i Fljótshlið, þar sem þeir skora á Sighvat að gefa kost á sér til þing- mennsku. Sighvatur varð fúslega við þessum tilmælum. Þá tók séra Eggert framboð sitt aftur, kosningin fór svo fram, og Sig- hvatur var kosinn með yfir- burðum. — Þetta held ég að sé einsdæmi,að maður hafi sagt af sér þingmennsku á meðan á kjör- timabili stóð, en boðið sig fram aftur,og verið kosinn. Nýir menn hópinn... bætast Það er lika dálitið fróðlegt að virða fyrir sér, hvernig þessir hlutir fóru fram i Suður-Múla- sýslu i upphafi. Þar fór fram kosning árið 1844, og þá kosinn þar þingmaður Þórarinn Bjarna- son.sem var ættaður norðan úr Höfðahverfi, en hafði flutst aust- ur og var nú velmetinn bóndi og hreppstjóri þar. Varamaður var kosinn Sveinn Sveinsson i Vestur- dal i Seyðisfirði. Báðir þessir menn höfðu áður átt heima i Suður-Múlasýslu en áttu heima i Norður-Múlasýslu, þegar þetta var. Fljótlega eftir að kosning fór fram veiktíst Þórarinn Bjarnason — hann mun hafa lamast og hefur trúlega verið rúmfastur að mestu eftir þetta. Hann vildi þvi ekki veita viðtöku þeim gögnum, er honum voru send sem þingmanni heldur sendi hann þau til sýslu- manns og bað hann að ráöstafa þeim á annan hátt. Sýslumaður gekkst svo fyrir nýjum kjörfundi, en að likindum hefur amtið ógilt þá kosningu á þeirri forsendu, að rétt kjörinn varamaöur væri fyrir hendi og að það ætti ekki að kjósa nema báðir væru forfallaðir, aðalmaður og varamaður. Sveinn Sveinsson kom þvi á fyrsta þingið. en áður en kjörtimabilið var úti skrífaði hann og sagðist ekki hafa heilsu til þess að gegna þing- mennsku svo þá var kosið aftur og Sigurður Brynjólfsson kosinn á þing fyrir sýsluna. Þessari kosningu Þórarins Bjarnasonar hefur litt verið á loft haldið enda hefur það ekki verið siður i hinum fyrri alþingis- mannatölum að geta þeirra, sem aldrei sátu á Alþingi, þótt þeir hafi náð kosningu en nú er þeirra getið, i hinu nýja alþingismanna- tali i sérstökum viöbæti. — Hefði farið betur á þvi, að þlnum dómi, að i þessari bók hefði aðalmönnum og varamönn- um verið haldið aðgreindum, — sinn kaflinn fyrir hvorn hóp? — Það er nú kannski ekki rétt að ég leggi dóm á þetta atriði, af þvi að mér er málið skylt en ann- ars voru allar ákvarðanir um gerð bókarinnar teknar af Öðrum, og flestar áður en ég kom að þessu verki. En vel hefði þetta verið hægt. Reyndar hef ég ekki athugað hversu margir byrjuöu Framhald á bls. 35 ,Margir þeirra áttu eftir aö bæta ýmsu viö ævisögu sína, þegar sú bók kom út" Bókin er þannig unnin, að erfitt er að vita hver sé ábyrgastur fyrir því, sem aðfinnsluvert kann að Þykja" „Hitt er sjaldgæft, að þrír ættliðir hafi skipað þingbekki, og eru þess þóað minnsta kosti tvö dæmi" „Það er einsdæmi, aðfjórir bræður hafi hlotið þingsæti"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.