Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 36
A " A HÚ
Sýrð eik er
sígild eign
CiÖCiii
TRtSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SIMI: 86822
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
QIBTING
RAUDARÁRSTlG 18 ||HlIJL.I II •• •• ^
Sunnudagur 1. október 1978 216. tölublað — 62. árgangur.
SJÁLFSMYND
Thorvaldsens í
Hlj ómskálagar ðinum
Við rákumst á þessa mynd úr Thor-
valdsenssafninu i Kaupmannahöfn i
Politiken fyrir nokkrum dögum. Mað-
urinn, sem hallar sér að fótstalli sjálfs-
myndar listamannsins heitir Johannes
Jensen. Hann hefur í fjörutíu ár verið
tíður gestur á safninu og rannsakað ævi
og list Thorvaldsens.
Afsteypa myndarinnar er í Hijóm-
skálagarðinum í Reykjavík, gefin hingað
1874 og sett upphaflega á Austurvöll.
Mynd þessa gerði Thorvaldsen á efri
árum. Stendur hann með hamar og meitil
i höndum og styður handlegg á höfuð
frægrar myndar, sem hann áður hafði
gert. Sú mynd heitir Vonin.
A fótstalli myndar Thorvaldsens er
letrað að framan:
Bertel Thorvaldsen
fæddur 19. dag nóvember m. 1770
dáinn 24. dag marzm. 1844
Mestur listamaður Norðurlanda
Að faðerni
kominn af gömlum islenzkum ættum
A bakhlið fótstallsins er letrað:
Þessi mynd, sem er steypt
eptir frumsmíði Thorvaldsens sjálfs
gaf Kaupmannahöfn
fæðingarstaður Thorvaldsens og erfingi
Islandi
á þúsund-ára hátið þess
r~ >
Þegar mynd Thorvaldsens var gefin
íslendingum orti Matthías Jochumsson
kvæði og er þar í þetta erindi:
Danmerkur sonur, islands mikli arfi,
vors ættlands dýra þúsund ára gjöf!
Svo margra þinna frænda stríð og starfi
með stirðri höndu féll í týnda gröf,
en loks komst þú, er þjóðum skyldir lýsa
og þúsund bræðra yngja sál og von.
Kom heill meö kraftinn Asa og yndi disa
til islands fjalla.tigni Þorvaldsson.
Þrír á ferð
Ekki vitum við um hvað þeir eru að ræða, þremenning-
arnir á gangi við Tjörnina undir hausthimni, en það litur
út fyrirað Þór vigfússon, borgarfulltrúi sé að sannfæra
Davið Oddsson, borgarfulltrúa, um hvernig plássinu,
sem þeirra umsjá er falié, verði best stjórnað. Þriðji
maðurinn sem þátttekuri þessum miðbæjarsamræðum,
er Hörður Bergmann kennari.
Tímamynd Róbert