Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 27
Sunnudagur 1. október 1978 ðn.^ 27 Dúmbó og Steini - Dömufrí Steinar 025 Dömufrl sem er önnur stóra plata Dumbó og Steina er eins og hin fyrri ætluð fyrir óskalagaþætti útvarpsins og f jörug partý þar sem heilinn er ekki brotinn um „smáatriði" eins og texta og annaö inni- liald laganna sem leikin eru. Sem slfk er Dömufrl ágætis plata og stendur vel fyrir sinii, jafnvel miftað viö fyrri plötuna. En fyrir þá sem vilja eitthvao meira en afþreyingartónlist af „ódýrari" gerðinni, er Dömufri ekki rétta platan. Eins og áður segir þá tekst Dumbóum ágætlega upp aö þessu sinni viö þaft «ft hafa ofan af fyrir þeim sem kunna aðmeta tónlist sem þessa. Lögin eru trtlf ab tölu og þar af helmingurinn islenskur. Þau lög sem sérstaklega vekja athygli eru „Óskadraumur'* Finnboga Gunniaugssonar og ,,Halló Apabróðir" eftir Hauk Ingibergsson og Bjartmar Hannesson. Reyndar má segja aft islensku lögin séu frlskari hluti þessarar plötu, þvi aft hinar útjöskuðu gömlu erlendu lummur sem þarna er boftift upp á eru orftn- ar hálf myglulegar. Þá eru textarnir einnig skömm- inni skárri vift Islensku lögin. Dömufrl var hljóftrituft I Hljóðrita I Hafnarfirði og um vélstjórn sáu James Kay, Garðar Hansen og Sigurður Bjóla Garðarsson. Leikstjóri var Baldur Már Arngrlmsson og umslagið sem trúlega er það besta við plötuna var gert af Pétri Halldórssyni. —ESE B- B B- B- B- B 10 c.c. - Bloody Tourísts Mercury 9102 503/Fálkinn Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta máltæki og sú hugsun sem liggur á bak við það á mjög vel við um bresku hljómsveitina 10 c.c, þvi að það leikur enginn yafi á þvl að hún hefur ekki borið sitt barr eftir að Kevin Godley og Lol Creme hættu I henni fyrir tveim árum slðan. Þeir Eric Stewart og Graham Gouldman sem eft- ir urðu I hljómsveitinni hafa þó allan þennan tlma reynt af veikum mætti að halda I forna frægð, en sannleikurinn er sá að árangur hefur ekki orðið sem erfiði. A þessum tveim árum sem liftin eru slðan þeir Godley og Creme hættu, hefur 10 c.c. sent frá sér tvær súdióplötur, „Deceptive Bends" og „Bloody Tourists", sem hér er til umfjöllunar. Þessar plötur eru að mörgu leyti ágætar, en þegar þær eru miðaðar við meistaraverk 10 c.c. „The Original Soundtrack" og „How Dare You", þá fer af þeim mesti glansinn.ireyndar á maður bágt með að sætta sig við að þær séu ekki betri en raun ber vitni. Af tvennu „illu" þá er þó „Bloody Tourists" skömminni skárri, þó að sjaldan örli á þeim frum- leika sem var aðalsmerki 10 c.c. hér áður fyrr. Það virðist sem svo að þeir Stewart og Gouldman séu þurrausnir og að öll þeirra sköpunargáfa sé I Iág- marki. A „Bloody Tourists" t.a.m. þá er verið að hjakka á sömu gömlu lögunum sem gerðu garðinn frægan fyrir 2-3 árum og þá sjáldan er eitthvað frumlegt og nýtt heyrist á plötunni þá er það fyrir áhrif nýrra liðsmanna I hljómsveitinni. Með þessu er ekki sagt að „Bloody Tourists" sé léleg plata, en fyrir þá sem kunnu að meta t.d. „How Dare You" þá er „BT" ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þó aö hér sé ekki farið sérstaklega vinsamlegum orðum ****-*- um þessa nýju plötu 10 c.c þá verður að unna hljómsveitinni sannmælis og geta um það sem vel er og á ég þar við hljóðfæraleikinn, en hann er alltaf fyrsta flokks, eins og hljómsveitin sjálf var, þegar tvöfaldi dúettinn Godley-Creme og Stewart-Gould- man voru upp á sitt besta. —ESE Shakespearos á hljómleikum I Red Cow — eöa Stranglers eins og tslendingar þekkja þá. r L PEUGEOT ÐIESEL E 6 i, fl VA % Viö útvegum dieselvélar og fylgihluti til ísetningar í ýmsar geröir bifreiöa. Frekari upplýsingar gefur HAFRAFELLHF VAGNHÖFÐA 7, SÍMI 85211 ¦JfiBfll - V Skrifstofustarf Viljum ráða á næstunni fulltrúa til að annast undirbúning fyrir tölvuvinnslu i sambandi við launagreiðslur, (ekki göt- un). Laun samkvæmt 11. launaflokki rlkisstarfsmanna. Uuisóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá undirrituðum, þurfa að berast fyrir 12. október n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 7, Reykjavik. Hreingerningar Stór verslun i Reykjavík óskar eftir starfskrafti til hreingerninga og tiltekta i verslun og fleira. Vinnutimi frá 8-4,30. Umsóknir er greini frá aldri og fyrri störf- um óskast lagðar á Timann fyrir 5/10 n.k. merkt 1294. RIKISSPITALARNIR lausar stöður Hjúkrunarfræðingar og fóstrur óskast að Geðdeild Barnaspitala Hringsins, Dalbraut 12. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri I sima 84611. Reykjavik, 1.10. 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRtKSGÖTU 5, Simi 29000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.