Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 1. október 1978 Einar Sigurfinnsson DIESEL sjóðheitu vatni alltitt og hátt i loft upp. Heilsuhæli Nlf. er i austur- jaðri þorpsins. Snotrar stór- byggingar og umgengni öll, úti og inni, er svo prýðileg, að eftir- tekt vekur. Þangaö koma menn hvaðanæva að af landinu til dvalar og ýmissar meðferöar, og margir fá þar meinabót að einhverju leyti. Er dvalarstaður sá eftirsóttur og margir jafnan á biðlista. Athygli vekur húsaþyrping ofanhallt við aðalþorpið. Dvalarheimili aldraðra — As. Stundum geng ég þangað upp eftir. Kom ég inn i vistlegan samkomusal, heilsaöi vistfólki, sem virtist una vel högum sin- um,að sönnu misjafnt eftir at- vikum. Þetta stóra heimili er i nánu sambandi við Grund i Reykjavik, undir stjórn Gisla Sigurbjörnssonar, sem með ár- vekni og atorku hefur auga með öllu og yfirumsjón. Auk þessara þéttu bústaða hefur dvalarheimilið eignast allmörg hús niöur i þorpinu, þvi nær heila götu, Frumskóga,þar er sérstakt mötuneyti, sem heit- ir Asbyrgi. Þannig hefur elli- heimilið eignast hús, sem eig- endur hafa viljað selja einatt gömul og léleg. En fljótt hafa þau fengið viðgerð og betra út- lit, eru ,,hús Gisla” strax auð- þekkt af nýjum girðingum, hellulögðum stéttum o.fl. útlits- bótum, sem koma undrafljótt. Neðri-As er svo með stórri gróðurstöð, smiöaverkstæði, geymsluhúsum og vistmanna- heimilum. Stööin ræktar græn- meti o.fl. fyrir Grund, As og As- byrgi. Þau fjölmennu heimili, þar sem aldrað og vanburöa fólk nýtur góðrar þjónustu og umönnunar. Það er augljóstmál, að meira en meðalmanns orku og skipu- lagsgáfu þarf til að hafa yfirum- sjón og stjórn þessara stóru og margþættu heimila, húsa og dvalarfólks. Enda er Gisli for- stjóri almennt metinn og viður- kenndur fyrir sitt mikla starf og sterkan vilja til að hjálpa þeim, sem elli og þreyta dæma frá starfi. Og það fjölmenna að- stoðar- og þjónustulið alltaf við- búiö, að sinna kalli og kvabbi, og bæta úr þvi, sem aflaga fer. Skammt frá Asi er Hvera- gerðiskirkja, stendur á háum stað og setur tignarsvip yfir þorpið hvaðan sem litiö er. Þangaö kom ég oft á meðan hún var i smiðum, enda yfirsmiður- inn, Jón Guðmundsson, góð- kunningi minn. Undrafljótt komst þetta hús upp og i fulla notkun, þótt margt vanti til full- komins búnaðar. • Einar Sigurfinnsson Það var á öðrum degi sumars, föstudaginn 21. april 1972, að ég kom inn i kirkjuna. Þar voru menn að verki. Ég renni augum um salinn, sem kominn er i fast form. Utan við aðalgluggann er steingerður kross á bjargfastri undirstöðu. Efst á þessu frelsis- merki kristninnar sat nú ljós- leitur fugl — dúfa----með út- breiddum vængjum. Þarna er tákn þess að andi guðs og vel- þóknun er yfir þessari bygg- ingu.datt mér i hug og þvi trúi ég. Sóknarprestur Hveragerðis- prestakalls er sr. Tómas Guð- mundsson, og hefur hann einnig Kotstrandar-, Hjalla- og Sel- vogs-sóknir. Messar lika i Þor- lákshöfn og Nlf.-hælinu. Það er hlýlegt og vinalegt að sjá þetta þéttbýli þegar horft er af Kambabrún austur, enda stansa þar margir, sem ferðast um þann fjölfarna austurveg, og þar er ýmislegt að fá og sjá sem heilnæmt er. Þessi stutti þáttur um Hvera- geröi er skráður þegar ég er 94 ára og hef séð og reynt lifið og landið i ýmsum myndum. Með kærum kveðjum til samferða- manna minna. Þakkir, Einar Sigurfinnsson Viö útvegum dieselvélar og fylgihluti til ísetningar í ýmsar gerðir bifreiöa. Frekari upplýsingar gefur HAFRAFELL HF VAGNHÖFÐA 7. SÍMI 85211 ''VevW0"' J® var i a' Vá veröa a1 - yAveraQ .. 0g a nxér- \>a V'Q VM09aö.'Vrá tYrr' *V éQ C «»J- ,5 «ar 30 -------- Fljótt fór ég aö kynnast um- hverfinu og una vel högum min- um. Gróskumikill gróður er i göröum við flest hús og marg- þætt i gróðurhúsum unniö af al- úð og kappi viös vegar um þorp- ið. Ótal reykjarmekkir setja sérstakan svip á plássið og skemmtilegur goshver spýtir Hvera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.