Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 16
Sunnudagur 1. október 1978 Fáir leikprédikarar nútímans eru þekktari en banda- ríski trúboðinn Billy Graham. Hann hefur áratugum saman boðað trú á Krist með nútímalegum aðferðum. Hann hef ur hvað eftir annað haldið vakningapredikanir utan Bandaríkjanna, nú síðast á Norðurlöndum. Um þessar mundirer veriðað sýna myndsegulband frá sam- komum hans í Osló og Stokkhólmi. Sýningarnar eru í Neskirkju. Billy Graham er tæplega sextugur að aldri. Viðtalið sem hér fer á eftir var tekiö i ársbyrjun 1977, en þá hélt hann samkomur i iþróttahöll i Gautaborg. Ég hef hæfileika til boðunar Hver er leyndardómur þinn Billy? ,,Margir predika betur en ég hef hæfileika til boöunar." Hvaö f innst þér um fyrstu sam- komurnar hérna og hverjar eru vonir þinar eftir þær? — Mér skilst aö kristnir menn hafi beðiö mikið. Þeir hafaeinnig lagt hart aö sér við vinnu og Guð launar þeim bænir þeirra og vinnu. Drottinn segir i Jóh. 4: „Ég hef sent yöur til þess að uppskera þaö sem þér ekki hafið unnið aö" og þannig er það hér: Þið hafið unnið starfið og við tök- um þátt i því sem uppskeruverka- menn. Mér er ljóst eftir aö hafa talað við fólk, að þetta er nýjung hér — að sjá svo margt fólk koma fram gefa sig á vald Krists opin- berlega. Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á mig. — 1 kvóld veröur biskupinn með. Viö ætlum að ræöast við i rúma klukkustund. Hann verður með okkur á sviðinu I kvöld. Stöðugt fleiri prestar sænsku kirkjunnar veröa þátttakendur. Mér var sagt aö fleiri heföu verið hérna I gærkvöldi en i fyrrakvöld og einn þeirra sagði: „Ég finn nærveru Guðs hérna." Þú vonast eftir að geta fram- téngt krossferðina? — Nei, ég get ekki sagt að svo sé. Það er hlutverk nefndarinnar sem bauð okkur. En eins og útlitiö er núha erum víð fúsir til að breyta áætlunum okkar i Ame- riku. Ég held, að samstarfs- hópurinn sem sér um mikilvæga þætti efnisskrárinnar sé fiis til aö breyta þeim og vera lengur. Ég er reiðubiiinn að vera lengur. Hve iengi gætuð þið veriö hér? — Sennilega verðum við aö ákveða eina viku i einu og sjá hvernig Drottinn leiðir okkur. Hluti vandamálsins er að fá Skandinavium Iþróttahöllina leigða þar sem það er bókað fyrir ishokkey-leiki o.fl. Við verðum að sjá hvernig rætist úr málunum. Kristur einn getur fyrir- gefið og frelsað Þegar menn hlusta á predikun þína verður þeim ljóst, að þii heldur fast við frumpredikunina sem stöðugt mikilvægan þátt i boöun fagnaðarerindisins? — Já, Jesú Kristur sjálfur er boðskapurinn. Þess vegna verður hnn að vera miðpunktur predikunarinnar. Ennfremur finnst mér full ástæða til að minna fólk á siðferðislög Guðs, boðorðin tiu sem við öll höfum brotið og að Kristur eirin getur fyrirgefið og frelsað. Það verður að leggja mikla áherslu á kær- leika Guðs. Þrátt fyrir syndir okkar elskar Guð okkur. Þegar viðhöfum tekið á móti Kristi get- um við fyllst af heilögum Anda og fundið gleði, frið og kærleika og allan ávöxt Andans lætur hann koma fram i okkur. Hver er leyndardómur þinn sem predikari? — Ég hef oft velt þvl fyrir mér. Mér linnst ég ekki vera mikill predikari. Margir predikarar eru miklu betri en ég. Mér finnst það vera gjbf frá Guði sem sennilega snýst um samband. Mér virðist hún sérstaklega virk i sambandi við boðun. Hún gerir einnig vart við sig, þegar ég sem ein- staklingur mæti fólki aöGuð veit- Samkoma í Svíþjóð í janúar 1977 BHI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.