Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 1. október 1978 13 Esra S. Pétiu^ðn: Raun-Sjálf og Hugsjóna-Siálf Viö röktum slöast áhrif at- lætis barna á þau í samræmi vio sálgreiningar athuganir Karen- ar Horney. Viðhorf hennar indt- ast mjög af eigin hyggjuviti samfara djúpu innsæi, og mun- um vio sjá þao æ betur. t þeim efnum stendur hún næst Adolf Meyer, svissnesk-ameriska geölækninum en ritverk hans yoru lika grundvölluð á brjdst- viti og hlaut hann einmitt viöur- kenningu fyrir þá eigind sina. Vi6 sjáum aö ójafnvægi i upp- eldi barna varðandi meðlæti, mótlæti og fálæti stuölar aö þvi að þau verði einum of aðhverf og háð öðrum, ef meðlætið er ýkt, eða þau verða andhverf ef mótlætiðreynist of mikið/eða þá fráhverf fólki sé fálæti ríkjandi. Raunar er skýring þessi of einföld þar eð allmörg frávik og tilbrigði bætast við hana eins og þið munið, ef til vill að sagt var frá i næsta þætti á undan. Þegar nil barn hefur, vegna uppeldis sins orðið ein- strengingslegt i viðmóti hvort heldur er aðhverft, andhverft eða fráhverft, þá breytir það þannig i tima og dtima i von um að það leysi allan þann vanda sem það ratar i. Fljótt læra börn af reynslunni að þetta er tálvon, þviaðað líttsveigjanleg hegðun skapar einmitt fleiri vandamál en hún leysir. Hvað má þá til bjargar verða? Sum börnreyna næst aö skifta um aðferð. Ef aðhverftog vina- legt viðmót dugir ekki nógu vel reyna þau þess i stað að magna hjá sér andhverfa breytni.sniía sér að þvi að brúka frekju, þrjósku og áreitni. En börnin sjá þá oft að ekki dugir það heldur alltaf og þessvegna er leitað áfram að betra heildarúr- ræði,iirræði sem leyst geti allan vanda. „Heildarúrræði" dag- drauma Athuganir hafa leitt i' ljósað venjulegt fólk má vænta þess að þvi og óskum þess verði hafnað i eitt skifti af f jórum ef það biður einhvers. Oft er það vegna þess að raunveruleikinn kemur í veg fyrir.aðunntsé að veita þeim og óskum þeirra úrlausn. Hjá ván- gefnum snýst þetta hlutfall við, þeim er hafnað þrisvar af hverj- um fjórum skiftum. Geðveikir, geðvilltir og taugaveiklaðir lenda þarna einhversstaðar á milli. Skulum við til einföldunar segja.aö þeim sé hafnað i annað hvert skifti. Ekki er það bara vegna þess að raunveruleikinn krefst þess. Stundum er það af þviað framkoma þeirra er það fráhrindandi,að hún hefur áhrif á gerðir annarra. A það jafnt við um foreldra sem annað fólk. 1 Esra S. Pétursson stuttu máli, fólk hafnar þeim nokkuð oftar og leiðir það til þess að þeir hafna lika sjálfum sér oftar. Þegar sú óheillaþróun bætist ofan á það, sém að framan greinir eykst s jálfs-firring: þeir hafna eigin raunsjálfi æ meir. Raun-sjálfið er þá ekki nógu gott að eigin mati til þess að menn séu ánægðir með það og að oskir þessa og þarfir verði uppfylltar þannig að það dugi til sæmilegrar Hfsánægju og llfs- gleði. Nú verða góð ráð dýr. Fyrr eða síðar dettur nær öll- um sama „heildarúrræðið" i hug, einskonar alsherjar lausn. Ef ekki tekst að fullnægja þörf- um sinum, óskum oglöngunum i raunveruleikanum, má alltaf gera þaði'hugsjónum oghugar- órum, bæði I svefni og vöku. Sé raun-sjálfið ekki talið nógu gott og það er smáð og fyrirlitiö getur maður, þess í stað, imyndaðsérhugsjóna-sjálf sem fullnægt geti ströngustu kröfum sjálfs sin og annarra til mann- gildis og fullkomunar. Dýrðarferillinn - Menn taka þa'að byggja sér upp dýrðlegt imyndað sjálf Ivafið hetju-, visku- og fegurðar ljóma. Fyrir fáum árum var hér sýnd kvikmynd er hét Dag- draumar Walters Mittys og lék skopleikarinn Danny Kaye aðalhlutverkið af frábærri kimni. Fjallaði kvikmyndin um dáðlausa.hrædda og huglausa undirtyllu bæði á eigin heimili og i' starfi, sem eyddi öllum stundum sinum til að Imynda sérsjálfansig ihlutverkum her- foringja/ keisara og annarra <g)i«uir}ar @7[álwnamnai ii „DANSKENNSLA' í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði. Ihnritun daglega frá kl. 10-12 og 1-7. Börn — ungl-fullorðnir (pör eða einst.) Kennt m.a. eftir Alþjóðadanskerfinu einnig fyrir: Brons — Silfur — Gull. „At- hugið" ef hópar svo sem félög eða klúbbar hafa áhuga á að vera saman i timum, þá vinsamlega hafið samband sem allra fyrst. Nýútskrifaðir kennarar við skólann eru Niels Einarsson og Rakel Guðmunds- dóttir. — Góð kennsla — Allar nánari upplýsingar i sima 41557 goðum likra vera. A meðan leið honum yndislega vel og hin venjulega vanllðan og kviði hans hvarf eins og dögg fyrir sdlu. En svo kom blákaldur raunveruleikinn með hans eigiö raun-sjálf,sem hann fyrirleit.er hann bar það saman við hetju- dáöir hugaróra sinna. Hrapaði þá sjálfstraust hans og sjálfs- virðing og va-rð af mikið fall. „Þaðværiallt ilagi með mig" sagði annar draumóra s jukling- ur," ef ekki væri bara helvitis raunveruleikinn". Lik þessu verður alsherjar lausn hins taugaveiklaða þegar hann fer að imynda sér i dag- draumum sinum hina fáránleg- ustu hluti um sjálfan sig,er hann hefur lagt út á þessa braut vax- andi sjálfs-firringar i sjálfs- bjargar skyni. I fyrstu er þetta samt ekki eins meinlegt og siðar verður. Um tima er hann sér þess meðvitandi að imyndaður heimur skýjaborganna er ekki til í raun og veru. Meinlegasti þáttur þessarar imyndunar er hin kænlega og víðtæka rang- færsla raunveruleikans. Gerir hann sér litla grein fyrir þvl hvernig hann skrumskælir veruleikann. Hugsjdna-sjálfið fæðist ekki fullskapað. Þarfnast það stöðugrar umönnunar og ræktarsemi. Til þess að efla það ilffisinu,verður manneskjan að erfiða stöðugt við að f alsa raun- veruleikann og leyna raun-sjálf- inu fyrir sér og óðrum. Rang- færslunar eru ekki alltaf áber- andi. Snúamá lofor*um um til- litsemi og heiðarleika upp i að þær séu þegar orðnar staðreyndir-að eigin mati. Rétt gildismat eitt saman breytir manninum I siðgæðispostula. Góð hugmynd um kvæði eða bók breytir honum samstundis i stórskáld eða rithöfund, þd hann hafi á hvorugu byrjað, hvað þá meira. Hæfileikum og gáfum snýr hann i þegar unnin afrek með hugsuninni einni saman. Þannig mætti lengi telja áfram,en við látum hér staðar numið að sinni, þar til i næsta mánuði að venju. ^Bauknecht Frystiskápar og kistur Fljót og örugg frysting. örugg og ódýr í rekstri. Sérstakt hraðfrystihólf. Einangrað að innan með áli. Eru með inniljósi og læsingu. 3 öryggisljós sem sýna- ástand tækisins. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Utsölustaóir DOMUS, LIVERPOOL og kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla3 Reykjavik Simi 38900 ÍTÖLSK TEBORÐ Eigum þessi fallegu itölsku teborð i mörgum gerðum. Sérstaklega vönduö vara á góöu verði. Skeifu-verö — Skeifu-gæði — Skeifu-skilmálar. VERIÐ VELKOMIN! LSkei&n msMIDJUVF.GIó Slf IMI 44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.