Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 1. október 1978 Baráttan um frið liður í barátt- nnni nm fnrystii Landnámssvepöi Israels Oliu"oorturnar, sem Egyptar endurheimta Aœtlanir um herflugvel Herflugvellir, Egyptar endnrh^gta ' Landnámssveeði, a"~ sem Israel skilar i E2yPtu:n SYR- LAND © Samkomulagið sem náöist eftir fundina i Camp David fyrrihluta septembermánaðar er tvfmælalaust merkur áfangi í alþjóðastjórnmálum. Án þess aö hér verði rakiö. hvernig þetta samkomulag varö til og hvers vænta má i framtioinni um friö i hinum nálægari Austurlöndum (Gunnar Myrdal vill kalla þetta svæði Vestur-Asíu en þá fellur Egyptaland utau þess) , þá veröur hér sagt frá nokkr- um atri&um, sem ináli skipta þegar árangurinn i Camp David er metinn. Heimssöguleg för För Sadats Egyptalandsfor- seta til Jerúsalem 19. nóvem- ber i fyrra var heimssöguleg- ur viðburöur. Þá var hafiö nýtt skeiö i sögu tsraelsríkis og Egyptalands. Þá var ljóst aö þa6 var Egyptaland sem varöflugast Arabarikjanna og fór sinu fram án þess ao spyrja nágrannarikin ráða. Flest Arabarikin lýstu ein- dreginni andstöðu viö för Sadats og töldu viðræöur hans við leiötoga Israels nánast glæpsamleg svik viö málstað Araba. En i gegnum for- dæmingarnar mátti greina vi&urkenningu á því.aö Egypt- ar væruforystuland Araba og án þess yrði litiö úr tilraunum Araba til a&láta a& sér kve&a i alþjóðamálum. Egyptar urðu að þola mest Fjórum sinnum haföi komiö til styrjaldar milli Araba og fsraels og i öll skiptin höf&u Egyptar boriö hita og þunga baráttunnar. Hermenn þeirra féllu, land þeirra var hernum- iö,uppbyggingu þeirra innan- lands fórnaö fyrir fátækari og fámennari riki: Sýrland, Libanon, Jórdaniu. Egypta- land var og er baktrygging þessara rikja. Þegar Nasser réöi mestu i Egyptalandi var enginn vafi á, hvaða riki væri forystuland Araba. Þrátt fyrir ófarirnar i sex-daga stri&inu 1967 var Nassersá.sem^itiö vartil sem leiötogans i baráttunni gegn tsrael. Sovétrikin veittu á' þessum árum stu&ning, sem olli þvi',a& þau voru áhrifarik- ari um flest þaö,er geröist i Austurlöndum nær en önnur stórveldi. Súezævintýrið haustiö 1956 þurrkaöi Ut öll raunveruleg áhrif Breta á þessum svæöum og Frakkar hafa þar nú litil áhrif, þótt þeir á hinn bóginn haldi góðri sam- vinnu viö Arabarfkin. Sadat reyndi hins vegar frá fyrstu tiö að takmarka áhrif Sovét- manna i landi sinu og lauk þvi svo að sovéskum hernaðar- ráðgjöfum var visað burt og Egyptar sýndu þar með, að þeir vildu standa einir að þvi að skipa málum án stuönings risaveldanna. Reynt að ryðja Sadat úr vegi Stjórn Verkamannaflokks- ins i tsrael vildi gjarnan hefja samninga við Sadat en hann visaði sliku á bug, þar eð hann taldi stjórnina of veika til að unnt væri að semja við hana um alvarleg mal. Þegar stjórnarandstaðan i tsrael vann kosningasigur, var tæki- færið komið til að leita fyrir sérum frið. t april 1977 gerðist atburður, sem skyndilega opnaði dyr að alvarlegum við- ræðum Sadats og ráðamanna i tsrael. Gaddafi forseti Libýu og hatrammur andstæðingur Sadats vildi fyrir alla muni ryðja honum Ur vegi.svo unnt væri að styðja til valda i Egyptalandi menn( sem ákafari væru I andstöðunni við alla samninga við tsrael. Þessi áform voru kunn sovésku leyniþjónustunni KGB og hét hún aöstoð við að hrinda ráöagjörðinni i fram- kvæmd. Herdeild sem átti aö fá það hlutverk að ryöja Sadat úr vegi var þjálfuð i sérstök- um bú&um skammt frá landa- mærunum að Egyptalandi. Leyniþjónusta tsraels komst að þessum áformum og ákveðið var að gera Sadat við- vart. Sendimaður tsraels hjá Alþjóöakjarnorkumálastofn- uninni i Vínarborg kom skila- boðum um þetta á framfæri við sendimann Egypta hjá stofnuninni. Þessi egypski sendimaður var Hassan Tuhami, fyrrum náinn sam- starfsmaður Nassers og hafði unnið mikilvæg störf hjá egypsku leyniþjónustunni. Tuhami geröi Sadat viðvart, send var sveit orustuflugvéla á vettvang og biíðir hryðju- verkamannanna, sem senda átti til Egyptalands.jafnaðar við jörðu. Tuhami var hækkaður i tign og hann var m.a. i fylgdarliði Sadats i Camp David og gegnir hann Mb nú störfum aðstoöarforsætis- ráöherra. Þetta haf&i mjög jákvæö áhrif á sambúö Sadats og tsraelsmanna og ei'tir þetta var au&velt a& semja um heimsókn hans til Jerúsalem. Þessar upplýsingar eruur bók israelska bla&amannsins Hesi Carmel og franska blaða- mannsins Jacues Derogy sem skrifað hafa bók um litt þekkta þætti úr sögu tsraels. Fundurinn i Damaskus A f'undi.sem þau riki Araba, Haraldur Ólafsson: Heimshorna- pistill CH^RM-a-cHeiK sem hvað andvigust eru tsrael, héldu eftir fundinn i Camp David.var ákveðið að herða baráttuna gegn Sadat og hon- um lýst sem svikara við mál- stað Araba og þá einkum Palestinumanna. Þeir sem að þessu standa eru Alsírmenn, Libýumenn, Sýrlendingar og Palestinumenn og svo Suöur-Jemen. trakar hafa lýst samþykki sinu við ályktanir Damaskusfundarins. Palestinumenn áttu þar lika fulltrúa. Ekki hefur þessi fundur mikil áhrif á stefnu Egypta, enda þeir sem að honum standa annað hvort fjarri landamærum tsraels e&a þá ekki til stórræða á sviði hernaðar. Sýrlendingar og Irakar eru litlir vinir um þess- ar mundir, og Sýrlendingar eru auk þess i erfiðri stö&u i Libanon. Palesti'numenn eru sjálfum sér sundurþykkir,eins og fram kom er Jasser Arafat fór ásamt Hassad Sýrlands- forseta til fundar vi& Hussein Jórdaniukonung meðan á fundinum i Damaskus stó&. Andsta&a Jórdaniumanna og Framhald á bls. 35 Júralýðveldið — yngsta lýðveldi í Evrópu Roland Beglin er leiðtogi þjó&ernissinna i Jdra. Hér sést hann á götu f höfuðborginni Delmont. Sunnudaginn 24. september sl. var stofnað nýtt lýðveldi i Evrópu. Ekki vakti þetta nýja riki neina sérstaka athygli og er þó margt eftirtektarvert i sambandi við þaö. Hið nýja lýðveldi heitir Jiíralýðveldið og eru ibúarnir tæplega sjötiu þúsund. Þetta er reyndar ekki sjálfstætt rlki þótt lýðveldi sé heldur 23. kantónan I Sviss. Sviss er sambandsrlki og hafa hinar einstöku kantónur allmikla sjálfsstjórn i innri málum. ÞrjU tungumál eru opinber iSviss, þýska, franska ogilalska.Þýskumælandi IbU- ar landsins eru langtum fjöl- mennari en þeir samanlagt, sem tala önnur mál. Fleiri mál en þessi þrjU eru töluð i Sviss og er rétorómanska töl- uö i nokkrum dölum þar. Þar til JUralýöveldið kom til sög-' unnar um siðustu helgi voru svissnesku kantónurnar 22, en verða i framtiðinni 23. Skipt- ast þær istórum dráttum eftir tungumálum, en þó eru landa- mæri þeirra aldrei algerlega tengd málinu. Svisslendingar nota þjóðar- atkvæðagreiðslur til að leysa hin sameiginlegumállandsins i rikara mæli en tiðkast i öör- um rikjum. I þjóðaratkvæða- greiðslu um stofnun hinnar nýju kantónu var yfirgnæfandi meirihluta landsmanna sam- þykkur stofnun JUralýðveldis- ins. Þessi breyting á sér langa sögu. t átta aldir var þessi hluti Sviss sjálfstjórnarsvæði og voru biskupar þar þjóð- höfðingjar ekki ósvipað og nú er i Andorra. A Vinarfundin- um 1815 þegar gengið var frá nýskipan Evrópu eftir Napóleonsstyrjaldirnar var Júrasvæöið lagt undir Bern-kantónuna I Sviss. tbuarnir hafa jafnan verið andvigir þessari skipan og á undanförnum árum hefur oft komið til mótmælaaðgerða og oeirða er ibUarnir hafa krafist þess að losna úr tengslum við hina þýskumælandi ibúa Bernar. Ekki er þó vist að friður haldist þótt Júralýðveldið sjái dagsins ljós. Fyrir nokkrum árum samþykktu þrjú Júra-héruð a& vera áfram inn- an Bernarkantónunnar, og hafa ákafir sjálfsstjórnarsinn- ar i JUra heitið þvi að ekki verði látiö llðast að þau héruð sameinist ekki fyrr eða slðar JUralýðveldinu. tltslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar i Sviss um Júra styrkja minnihlutahópa i Evrópu i baráttunni fyrir auk- inni sjálf sstjórn og viöurkenn- ingu á menningu pg þjó&erni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.