Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 01.10.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 1. október 1978 29 Nikulás Sigfússon yfirlæknir Tfmamynd Tryggvi Hvernig geturöu vitað hvort þú ert með of háan blóðþrýsting? Nikulás Sigfússon, yfirlæknir svarar spurningum um helsta áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma, sem valda um 45% allra dauðsfalla hér á landi. Háþrýstingur medal íslenzkra kvenna 3 4:61 ára. á vegi staddar en karlar. Þriðjungurkarla,sem vita að þeir eru með háþrýsting eru i læknis- meðferö en helmingur kvenna samkvæmt niðurstöðum Hóp- rannsóknar Hjartaverndar. Sinnuleysi um sjúkdóm- inn á sér eðlilegar or- sakir — Hverjar teljið þið orsakir þessa sinnuleysis um sjúkdóm- inn? Hvernig getur þú vitað hvort þú ert kominn meö alvarlegan sjúk- dóm eða visi að honum? Hjarta- og æðasjúkdómar eru nú aigengasta dánarorsök i heiminum. Þessi sjúkdómaflokk- ur er langmannskæðastur allra sjúkdóma hér og meöal margra þjóöa,sérstaklega þeirra sem búa viö efnahagslega velmegun. Hjarta- og æðasjúkdómar valda um 45% allra dauðsfalla hér á iandi.sem er svipuð tala og i öðrum velmegunarþjóðfélögum. Næst algengustu dánarorsakirn- ar eru krabbamein og slys. Innan við 20% dauðsfalla eru af völdum krabbameins og um 10% vegna slysa. Fjölmargar hóprannsóknir undanfarna tvo áratugi hafa sýnt að fylgni er milli vissra svo- nefndra áhættuþátta og hjarta- og æðasjúkdóma, þ.e. ef áhættu- þátturinn er til staöar eykur þaö llkindi til þess að hjarta- og æöa- sjúkdómur sé til staöar eöa muni þróast. Áhættuþáttur er sérhvert það sameiginlegt einkenni hóps sem hefur hærri tiöni ákveöins sjúk- dóms en hópur sem ekki hefur einkenniö. Eins og þekkingu er nú háttað er talið aö þrir áhættuþættir séu mikilvægastir, þ.e. háþrýstingur (hækkaður blóðþrýstingur)/ hækkuð blóðfita (kolesterol) og sigarettureykingar. Ýmsir aörir áhættuþættir viröast hafa minni þýðingu t.d. hreyfingarleysi, streita, offita o.fl. Þegar rætt er um háþrýsting er oft miöaö við þau mörk sem Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með.en þau eru eftirfar- andi: Háþrýstingur er blóð- þrýstingur sem mælist 160/95 eða hærri. Háþrýstingur er alvarlegur sjúkdómur sem verulega minnk- ar ævillkur. Algengustu fylgi- kvillar háþrýstings eru heila- blæöing, kransæðasjúkdómar og nýrnabilun. Erlendar rannsóknir hafa viðast hvar sýnt að 10-20% full- orðinna eru með of háan blóð- þrýsting. Þær hafa einnig sýnt að um helmingur þessa fólks veit ekki um sjúkdóminn, aðeins helmingur þeirra sem vita um hann eru á meðferð og aðeins helmingur þeirra sem eru á með- ferð fá fullnægjandi meðferö. Þannig er aöeins áttundi hver há- þrýstisjúklingur á viöunandi meðferð. Háþrýstingi fylgja venjulega engin ein- kenni 1 upphafi þessa máls spurðum við hvernig menn gætu vitað hvort þeir væru með einhvern hinna mannskæðustu sjúkdóma i ,,velferöar”þjóðfélögum nútim- ans. En alltof oft heyrum viö um að fólk á „besta” aldri kemst ekki aö þvi aö þaö er sjúkt fyrr en sjúkdómurinn er kominn á alvar- legt stig. Við beindum spurningu okkar til Nikulásar Sigfússonar yfir- læknis hjá Hjartavernd viövikj- andi hækkuöum blóðþrýstingi og þeim alvarlegu sjúkdómum sem honum fylgja: — Hvernig getur þig rennt I grun aö þú sért með of háan blóð- þrýsting? — Þvi er til að svara að há- þrýstingi fylgja venjulega engin einkenni og fólk veit ekki að þaö gengur með þennan sjúkdóm fyrr en hann er kominn á hærra stig og farinn aö valda liffæraskemmd- um einkum á hjarta, heilaæöum og nýrum. Þessar liffæra- skemmdir byggjast raunar allar á æöabreytingum, sem hækkaöur blóðþrýstingur veldur, ef hann hefur staðið lengi án meðhöndlunar. En hjarta.nýru og heili eru viðkvæmar fyrir þessum breytingum og sjúkdómarnir,sem þær valda eru einkum kransæöa- sjúkdómar, heilablæðingar og nýrnabilun. Eins og ég sagöi áðan fylgja engin sérstök einkenni háum blóðþrýstingi en stöku sinnum kvartar fólk, sem hefur hann, þó um óljós einkenni svo sem drunga yfir höfði, höfuðverk þegar' það vaknar á morgnana, þreytu og slen. En þetta eru óljós einkenni, sem geta átt við marga aðra kvilla. (5160/95, ein mæling ISLAND Algengi háþrýstings meðal Islenskra kvenna á aldrinum 34-61 árs. Konur betur á vegi staddar hvað vitneskju og meðferð snertir. Sé litið á niðurstööur mælinga á blóðþrýstingi I Hóprannsókn Hjartaverndar kemur I ljós aö háþrýsting höföu samkvæmt skil- merkjum Alþjóöaheilbrigðis- málastofnunar 26,6% karla á aldrinum 34-61 árs. 12% karla um 34 ára aldur reyndist með of háan MEÐALTA L 29 LANDA 'blóöþrýsting en um 61 árs aldur var sú tala komin upp I 47%, þ.e. nærri annar hver karlmaður á þeim aldri. Aöeins um fjórðungur þátttakenda vissu að þeir höfðu háþrýsting, er þeir komu til rann- sóknar. Samsvarandi kvennarannsókn Hjartaverndar leiddi I ljós að 20% kvenna á aldrinum 34-61 árs reyndust hafa háþrýsting. Hækkaður blóöþrýstingur er sjaldgæfari meðal yngstu kvenn- anna en yngstu karlanna en fer upp i 44% við 61 árs aldur og við hærri aldur verður hækkaður blóðþrýstingur algengari hjá kon- um en körlum. Nálægt helmingur kvennanna vissi ekki að þær höföu háþrýsting. Um helmingur þeirra sem vita að þeir eru með háþrýsting eru ekki undir læknishendi vegna sjúkdómsins. Hvað meöferð snertir eru konurnar einnig betur — Sennilega er meginástæöan sú, aö við erum hér að meöhöndla sjúkdóm sem oftast hefur engin einkenni. Við honum eru gefin lyf, ' sem þarf að taka daglega oftast alla ævi og stundum fylgja þeim aukaverkanir sem valda þvi að sjúklingnum finnst honum liöa verr eftir aö hann fer að taka lyfin en áður. Þaö er þvi eölilegt að fólki hætti til aö trassa aö taka þessi lyf. Auk þess kostar hækkaöur blóðþrýstingur reglu- bundnar heimsóknir til læknis og eftirlit alla ævi.Þaö er talsvert I aö ráöast enda er oft erfitt að fá fólk til að fara alveg eftir ráöum um lifnaöarhætti og lyfjameöferö varöandi háþrýsting. Þetta er ekkert sérislenskt fyrirbrigöi og viða um heim hefur þaö sýnt sig.að um helmingur há- þrýstingssjúklinga eru dottnir út úr meöferð eftir eitt ár. Þetta . vandamál er einnig fyrir hendi varöandi aðra sjúkdóma en þó er það svolitiö sérstætt varðandi há- þrýstinginn. Menn hafa reynt aö leysa þetta vandamál sums staöar erlendis meö þvi aö koma á fót sérstökum göngudeildum fyrir háþrýstings- fólk, þar sem eftirlit meö þvi fer fram. Ef fólk kemur ekki á til- skyldum tima reynir starfsfólk göngudeildarinnar aö ná til þess og fer jafnvel heim til þess. Þetta hefur m.a. verið gert I Gautaborg og árangur var svo góöur að yfir 90% háþrýstingssjúklinga voru áfram á meðferö eftir eitt ár. Það kostar verulegt átak að ná þessu marki. Hér er meðferö og eftirlit háþrýstingssjúklinga yfir- leitt i höndum heimilislækna og sérfræöinga. Nýlega tók þó til starfa svonefnd háþrýstingsdeild sem er göngudeild á vegum Landsspitalans. Ég geri þó ráö fyrir aö sú deild sé enn of litil til ^Framhald á bls. 35 Háþrýstingur meðal ^slenzkra karta 34-61 ara Mannslát vegna hjarta-og æðasjúkdóma og tveggja annarra dánaror- saka sem hundraðshluti allra mannsláta á tslandi og I 29 löndum. Ár: 1967. Bæð kyn. Allir aidursfiokkar. Algengi háþrýstings meðai Islenskra karia á aldrinum 34-61 árs. Notuð eru skilmerki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, þ.e. blóöþrýst- ingur = 160/95 telst háþrýstingur. Brotni ferillinn á myndinni sýnir hundraöshluta þeirra, sem vissu aö þeir höföu háþrýsting er þeir komu til rannsóknar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.