Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 2
2 3. september 2006 SUNNUDAGUR SPURNING DAGSINS KJARAMÁL Fjöldi flugumferðar- stjóra íhugar að fara á biðlaun og hætta störfum þegar rekstur flug- leiðsöguþjónustu flyst frá Flug- málastjórn yfir til Flugstoða um áramótin. Öllum flugumferðarstjórum hefur verið boðið starf hjá nýja fyrirtækinu. Ekki er víst að allir taki því vegna undanfarinna deilna um kjaramál flugumferðarstjóra. Í lögum um réttindaskyldur er ákvæði um að ef störf séu lögð niður hjá ríkinu eigi menn rétt á biðlaunum. Samkvæmt Lofti Jóhannssyni, formanni Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, á um helmingur allra flugumferðarstjóra hjá Flugmála- stjórn rétt á biðlaunum í hálft eða eitt ár. Munu þeir allir hugsa það vandlega hvort þeir noti tækifærið og hætti störfum. Loftur segist sjálfur íhuga alvarlega að taka ekki við starfi hjá nýja félaginu. „Einhverjir munu fara á biðlaun þar sem það er skynsamlegasta ákvörðunin fyrir þá, meðal annars vegna aldurs. Svo er annað mál hvort einhverjir fara á biðlaun vegna kjaradeilna og ósættis. Ég veit að margir eru að hugsa um að nota tækifærið hreinlega og hætta því þeim líst ekki á framhaldið,“ segir Loftur. „Í nýja fyrirtækinu verða nákvæmlega sömu yfirmenn og hjá Flugmálastjórn. Ég er einn af þeim sem eiga biðlaunarétt og er alvarlega að hugsa um að nýta hann.“ Hann segir ekki marga þurfa að nýta sér biðlaunarétt til þess að Flugstoðir lendi í vandræðum með skort á flugumferðarstjórum. „Ef svo fer að margir sjá þann kost bestan í stöðunni að fara á biðlaun og hætta störfum er hætt við að Flugstoðir hefji sína starfsemi á óstyrkum stoðum.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá Flugmálastjórn, segir biðlaunarétt starfsmanna vera í skoðun. „Ef margir flugum- ferðarstjórar kjósa að nýta sér þennan rétt og hætta störfum verð- ur bara að skoða það mál.“ salvar@frettabladid.is Flugumferðarstjórar íhuga biðlaunarétt Flugumferðarstjórar eiga rétt á biðlaunum þegar starfsemi Flugmálastjórnar flyst til Flugstoða. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir marga íhuga að nota tækifærið og hætta störfum. Hann sé sjálfur að hugsa málið. FLUGUMFERÐARSTJÓRN Hætt er við að starfsemi Flugstoða hefjist á óstyrkum stoð- um kjósi margir flugumferðarstjórar að nýta sér biðlaunarétt sinn. Upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar segir það mál verða skoðað ef til þess komi, en biðlaunaréttur starfsmanna sé í rannsókn. ATVINNA Bónus býður nú starfs- fólki sínu allt að hundrað þúsund krónur fyrir að finna nýja starfs- menn í verslanir fyrirtækisins. „Við borgum fimmtíu þúsund ef nýi starfsmaðurinn er ennþá í vinnu eftir þrjá mánuði og stoppi viðkomandi í sex mánuði bætum við öðrum fimmtíu þúsundum við,“ segir Svanur Valgeirsson, starfsmannastjóri Bónus. Svanur segir að alls vanti tíu til fimmtán manns í verslanirnar í heild til þess að fullmanna þær. „Þessa dagana eru allir að aug- lýsa eftir fólki og auðvitað er freistandi fyrir fyrirtæki sem vantar starfsmenn að bjóða nýju fólki gull og græna skóga. Við viljum hins vegar frekar fara þessa leið og umbuna þeim starfs- mönnum sem við erum með fyrir og eru tilbúnir að leggja sig fram við að hjálpa okkur að manna búð- irnar.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi leið er farin við að manna verslanirnar. „Við gerðum þetta líka í fyrra og þetta mæltist vel fyrir þá og mælist vel fyrir núna. Við kynntum þetta fyrir helgi og nú þegar eru komnir inn þrír nýir starfsmenn svo ég er mjög ánægður með stöðuna.“ - eö Bónus borgar starfsmönnum sínum fyrir að finna nýja starfsmenn í verslanirnar: Fá hundrað þúsund krónur fyrir að finna nýtt fólk VERSLANIR BÓNUS Starfsfólkið reynir nú að fá vini og vandamenn með sér í vinnuna. Róbert, er búið að selj’ ann? „Helst vildi ég fá að berj’ ann.“ Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan hætti nýlega á NFS og fór yfir til RÚV. Róbert Marshall er framkvæmdalegur forstöðu- maður NFS. ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld lofuðu að aðstoða við að halda vopnahléið í Líbanon, á fundi með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Íran í gær. Ísraelar hafa lengi sagt Írana selja Hizbollah vopn, en með vopnahléinu er búið að banna sölu á vopnum til samtakanna. Jafnframt ítrekuðu íranskir stjórnmálamenn að háttvísi bæri að gæta í kjarnorkudeilu þeirra við SÞ. Íranar neita að hætta auðgun úrans, þrátt fyrir fyrirskipun Öryggisráðs SÞ þar um. Þeir segja kjarnorkuframleiðslu sína vera eingöngu í friðsam- legum tilgangi, en vesturveldin óttast að þeir hyggist framleiða kjarnorkuvopn. Á miðnætti á fimmtudag rann út frestur sem Öryggisráðið gaf Írönum til að hætta auðguninni, en Íranar virtu ekki það bann. Því getur Öryggisráðið beitt Írana refsiaðgerðum, en til þess mun ekki koma á allra næstu dögum. Fyrst verða frekari samningaviðræður reyndar til hlítar og mun Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambands- ins, funda á þriðjudag með helsta samningamanni Írana í kjarnorkumálum, Ali Larijani. Annan ræðir í dag við forseta landsins, Mahmoud Ahmadinejad, sem hefur ítrekað sagt opinberlega að Íranar muni ekki hætta kjarnorkuvinnslu. - smk Fundur Kofi Annan með Írönum í Teheran í gær: Íranar aðstoði við vopnahlé Í TEHERAN Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, t.h., og Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, á fundi þeirra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Lögreglan á Akranesi var kölluð út um hálf sex leytið á föstudaginn til þess að losa fjögurra ára dreng sem sat fastur í brunnopi. Brunnurinn er á leikvelli í bænum en ekki er vitað hvers vegna hann var opinn. Drengurinn var að leik á vellinum þegar hann datt ofan í brunninn og festist. Móðir drengsins óskaði eftir aðstoð lögreglu og var hún dágóða stund að losa barnið, sem eðlilega var orðið ansi óttaslegið. - eö Lítill drengur festist í brunni: Var orðinn mjög hræddur DANMÖRK Reykingar eru fitandi fyrir ungt fólk, kemur fram í nýrri rannsókn sem danska krabbameinsfélagið lét gera. Í frétt Politiken segir að þó að sífellt færri byrji að reykja ánetjist ákveðinn hluti unglinga enn reykingum viljandi í þeirri trú að þær muni hjálpa þeim að grennast. Reyndin er þó sú að hið gagnstæða gerist. Fyrstu tvö árin sem unglingar reykja bæta þeir að meðaltali á sig tveimur aukakílóum, sýnir rannsóknin, sem náði til 1.700 unglinga í efstu bekkjum grunnskóla. - smk Ný dönsk rannsókn: Reykingar fitandi fyrir unglinga Bílvelta í Borgarfirði Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Norðurárdal um sexleytið í gærmorgun með þeim afleiðingum að hann valt og endaði úti í Bjarna- dalsá. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp lítið meiddur en bíllinn er gjörónýtur. Einn stútur Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði einn ökumann í fyrrinótt vegna gruns um ölvun við akstur og reyndist hann töluvert drukkinn. Ekið á kindur Ekið var á kind í Hvalfirði í gærmorg- un með þeim afleiðingum að hún drapst. Önnur ær hlaut síðan sömu örlög á Holtavörðuheiði seinna um daginn. LÖGREGLUFRÉTTIR Bílbeltið bjargaði Bílvelta varð um tíuleytið í gærmorg- un í Hestfirði fyrir botni Ísafjarð- ardjúps. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var í bílbelti og slapp ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. LÖGREGLUFRÉTTIR Ekið undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík stöðvaði átta ökumenn fyrir ölvun við akstur í fyrrinótt og gærmorgun. Að sögn lögreglu voru þetta í flestum tilfellum ökumenn sem voru ekki búnir að sofa almennilega úr sér áður en þeir fóru af stað á bílnum. LÖGREGLUMÁL Þjófnaður átti sér stað í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi en lögregla handsamaði þjófinn fljótlega fyrir aftan leikhúsið. Hann hafði þá losað sig við þýfið og var sporhundur sóttur til þess að rekja ferðir hans um nágrennið í þeirri von að það kæmi í leitirnar. Lögregla og starfsfólk Þjóðleikhússins voru ekki tilbúin að tjá sig um hverju var stolið áður en blaðið fór í prentun í gær. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra var hún stödd í Færeyjum þar sem Þjóðleikhúsið var að sýna Grænalandið. Hún vissi ekkert um málið en sagði hins vegar viðtökur Færeyinga við sýningunni afar góðar. - eö Þjófur í Þjóðleikhúsinu: Dularfullur þjófnaður SPORHUNDUR LEITAR ÞÝFIS Lögregla var með skó þjófsins í poka til þess að koma hundinum á sporið. SKÓGRÆKT Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem vex á Kirkju- bæjarklaustri, en það mældist 23,7 metrar á hæð. Þetta kom fram í könnun skógfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands. Næstar að stærð voru alaskaaspir í Hallormsstað og í Múlakoti í Fljótshlíð sem mældust 23,1 metri og 22,5 metrar. Hæsta tréð af innlendum stofni reyndist vera í Vaglaskógi í Fnjóskadal. - hs Hæstu trén yfir 20 metrar: Hæsta tréð er á Klaustri HALLORMSSTAÐARSKÓGUR Þar mældist alaskaösp 23,1 metri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.