Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 71
SUNNUDAGUR 3. september 2006 31 FÓTBOLTI 3-0 sigur Íslands í gær gegn Norður-Írum var jöfnun á besta árangri íslenska landsliðsins á útivelli í undankeppni EM. Einu sinni áður hefur Ísland unnið 3-0 á útivelli en það var gegn Litháen 11. júní 2003. Þetta er þó ekki besti árangur Íslands á útivelli í öllum leikjum. 16. júní 1976 sigraði íslenska liðið Færeyjar 6-1 í vináttuleik í Færeyjum en stærsti sigur Íslands á útivelli í undankeppni HM kom 20. október 1997 þegar Ísland sigraði Liechtenstein 4-0. - dsd Sigurinn gegn Norður-Írum: Metjöfnun á útivelli í EM FÓTBOLTI Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Íra, kvaðst afar óhress með varnar- leik norður-írska liðsins í leiknum gegn Íslandi í gær. „Varnarleikur okkar í fyrri hálfleik var skelfi- legur og Íslendingarnir nýttu sér það til fullnustu og komust í 3-0. Eftir það voru úrslitin nánast ráðin,“ sagði Sanchez í samtali við breska sjónvarpið. Áhorfendur á Windsor Park bauluðu á sína menn þegar þeir gengu af leikvelli í dag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri áhorfendur baula á okkur á okkar heimavelli, en eins og við spiluðum í dag áttu þeir fullan rétt á því,“ sagði Sanchez. - vig Þjálfari Norður-Íra: Áttum baulið fyllilega skilið LAWRIE SANCHEZ Afar ósáttur við sína menn. Kári Árnason: Fékk astmakast FÓTBOLTI Kári Árnason þurfti að yfirgefa völlinn á 34. mínútu í gær en hann fékk astmakast strax í upphafi leiks og átti því erfitt uppdráttar. „Ég stóð bara á öndinni og þó að maður hafi reynt sitt besta er það erfitt við þessar aðstæður. Við höldum að þetta sé eitthvað í umhverfinu en ég var líka slæmur á æfingunni í gær. Það var þó ákveðið að láta reyna á þetta í dag en gekk því miður ekki upp,“ sagði Kári. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari sagðist við Fréttablaðið í gær ekki eiga von á öðru en að Kári yrði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Dönum á miðviku- dag. - esá FÓTBOLTI „Þetta var frábær leikur og ég var þokkalega sáttur við eigin frammistöðu en fyrst og fremst liðsins alls,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, maður leiksins í gær. „Fyrri hálfleikur var með því betra sem við höfum sýnt í langan tíma og allt virtist ganga upp á miðjunni og köntun- um. Við héldum boltanum vel og Eiður datt vel inn í plássið sem við sköpuðum. Við náðum því að skapa gott spil innan liðsins,“ sagði Brynjar. Hermann Hreiðarsson sagði andstæðinga íslenska liðsins hafa verið gott lið þó að það hefði ekki náð sér almennilega á strik. „Þeir eru mjög skipulagðir og hafa unnið lið eins og England, Finnland og Eistland. En við einbeittum okkur fyrst og fremst að okkur. Við unnum okkar baráttu á vellinum og sýndum svo hvað við getum þegar við erum með boltann.“ Hermann lenti nokkrum sinnum upp á kant við sóknarmanninn David Healy og lét hann heyra það. „Hann reynir að sparka boltanum í mig og fiska gult spjald á mig. Það var óheiðarlegt og ég sagði bara mína skoðun á því.“ - esá Brynjar Björn og Hermann: Sýndum hvað við getum Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði markametið fræga í gær: Spiluðum stórskemmtilegan bolta FÓTBOLTI „Það gefur augaleið að við spiluðum frábær- an fyrri hálfleik í gær. Hlutirnir duttu fyrir okkur og við uppskárum eftir því. Það var meiriháttar að jafna markametið en eins og ég sagði fyrir leikinn hefði það gerst einhverntímann og aðalatriðið var að við fengum þrjú stig úr leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið eftir leik. „Norður-Írarnir komu mér ekki á óvart. Ég held að við höfum náð að drepa þær hættur sem þeir sköpuðu og við vörðumst vel á móti, sem ein liðsheild. Þar að auki spiluðum við örugglega einn skemmtilegasta sóknarbolta sem íslenskt landslið hefur sýnt í lengri tíma.“ Eiður segir að varnarleikurinn sé vissulega mikil- vægur en liðsheildin sé það sem skipti fyrst og fremst máli. „Eftir þennan leik getum við tekið hrósinu sem ein liðsheild. Við erum með kraftmikla stráka, unga stráka sem eru með mikla hlaupagetu og þess á milli mjög vel spilandi leikmenn. Þegar við gefum hver öðrum sjálfs- traust sést hvað við getum gert.“ Eiður naut sín vel í sínu hlutverki á vellinum þar sem hann fékk að spila nokkurn veginn frjálst hlut- verk í sóknarleiknum. Hann fékk mjög góða dóma í enskum fjölmiðlum og var m.a. valinn maður leiksins hjá Sky. „Ég var skapandi í fyrri hálfleik og Gunnar Heiðar var með góð hlaup sem ég var að reyna að finna. Ég hefði svo getað skorað mark undir lok leiks- ins en það verður ekki á allt kosið. Vissulega getur það verið strembið að halda einbeitingunni allan leik- inn þegar hann spilast svona. Við vorum smeykir við að gefa eftir og bakka. Það gerist oft ósjálfrátt.“ Landsliðið heldur heim í dag og hefur undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Dönum á morgun. „Nú slöpp- um við af, náum orkunni aftur upp og byrjum undir- búninginn fyrir Danaleikinn af fullum krafti.“ - esá FÖGNUÐUR Íslensku landsliðsmennirnir fagna hér marki Eiðs Smára í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.