Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 10
3. september 2006 SUNNUDAGUR10
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
Á þessum degi árið 1975 fæddist Ferdinand
Porsche, vélaverkfræðingur og upphafsmað-
ur Porsche-bílanna, sem enn þann dag í dag
eru taldir á meðal flottustu bíla jarðar.
Porsche fæddist í Maffersdorf í Austurríki.
Hann hóf starfsferil sinn hjá Daimler-fyrir-
tækinu og varð fljótt nokkuð hátt settur þar.
Á endanum ákvað hann þó að yfirgefa fyrir-
tækið árið 1931 og fór þess í stað að hanna
sína eigin sport- og kappakstursbíla.
Eitt frægasta verkefni Porsche er „bíllinn
fyrir fólkið” sem hann hannaði fyrir Adolf
Hitler, þ.e. Volkswagen. Ásamt syni sínum
var Porsche ábyrgur fyrir því að koma
Volkswagen á framfæri. Átti þessi hlutdeild
hans í verkefninu eftir að koma honum í koll. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk var hann handtekinn af
Frökkum og þurfti að dúsa í fangelsi í þó nokkur ár þar til honum var loksins sleppt.
ÞETTA GERÐIST 3. SEPTEMBER 1875
Ferdinand Porsche fæðist
Ingibjörg Björnsdóttir lét af störfum
sem ritari fjármálaráðherra í vikunni,
en hún hefur starfað við fjármálaráðu-
neytið frá 1. febrúar 1972. „Ég vil nú
ekki segja að ég hafi verið sérlegur
ritari fjármálaráðherra allan þann
tíma,“ segir Ingibjörg, „það varð ég
ekki fyrr en 1979, fyrir Tómas Árna-
son. Fram að þeim tíma var ráðuneytið
lítið og allir unnu fyrir alla.“ Ingibjörg
er ánægð með þrjátíu og fjögurra ára
starfsferil sinn hjá ráðuneytinu. „Þetta
er búið að vera mjög gaman og ég hef
unnið með fjölbreyttu og skemmtilegu
fólki.“ Aðspurð hvort einhver þeirra
tólf ráðherra sem hún hefur unnið með
sé í sérstöku uppáhaldi skellir hún upp
úr. „Ég hef ekkert svar við því,“ segir
Ingibjörg. „Þeir hafa verið svo ólíkir
persónuleikar og margir mjög eftir-
minnilegir.“
Á ferli sínum hefur Ingibjörg orðið
vitni að mörgum eftirminnilegum
atvikum. „Ég man alltaf eftir ákveðnu
atviki frá því að Albert Guðmundsson
sat í ráðherrastólnum,“ segir Ingi-
björg. „Á þeim tíma var mikil umræða
í gangi um hvort leyfa ætti hundahald
í Reykjavík. Albert átti hund, Lúsí, og
hafði hótað því að flytja úr landi ef
Lúsí fengi ekki að vera í Reykjavík.
Þetta var umtalað og ráðuneytinu bár-
ust ýmis bréf og pakkar í kringum
þetta,“ heldur hún áfram. „Við fengum
pakka að utan sem á stóð ‚For Lucy
Dog Guðmundsson, c/o Albert Guð-
mundsson, Ministry of Finance, Ice-
land‘. Í honum var mikið af góðum
gripum handa Lúsí; hálsband, bein og
einhver leikföng. Hún var greinilega
víðfrægur hundur,“ segir Ingibjörg
hlæjandi. Skömmu eftir þetta var svo
stofnað kvenfélag í ráðuneytinu. „Það
er enn starfandi undir því skemmti-
lega nafni Lúsífer,“ bætir Ingibjörg
við.
Aðspurð segir hún starfið eðlilega
hafa breyst á þessum árum, sérstak-
lega hvað tölvuvæðinguna snertir.
„Fyrir tölvuvæðinguna voru ritarar að
miklu leyti vélritunarstúlkur, þannig
að það breyttist mjög mikið.“ Sam-
kvæmt Ingibjörgu breyttist eitt
þó aldrei: „Þetta hefur aldrei verið
leiðinlegt,“ segir hún.
Síðastliðið fimmtudagskvöld var
haldið kveðjuhóf í ráðherrabústaðnum
Ingibjörgu til heiðurs og margir góðir
gestir mættu. Hvað ætlar hún svo að
taka sér fyrir hendur þegar veislu-
höldum er lokið? „Fyrst ætla ég að
fara í frí með fjölskyldunni. Svo stefni
ég bara á að njóta lífsins með vinum og
vandamönnum og hafa það gott í ell-
inni,“ segir Ingibjörg. „Þetta hefur
verið góður tími, en það er kominn
tími til að draga sig í hlé svona áður en
maður fer að glata minninu,“ bætir
hún hlæjandi við. - sun
INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR: KVEÐUR FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ EFTIR 34 ÁR
Hefur aldrei leiðst í vinnunni
INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR OG ÁRNI M. MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐHERRA Ingibjörg hefur starfað með tólf ráðherrum á 34 ára ferli hjá fjármálaráðuneytinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK
MERKISATBURÐIR
1919 Flogið er í fyrsta sinn á
Íslandi. Atburðurinn á
sér stað í Vatnsmýrinni í
Reykjavík. Flugvélin var af
Avro-gerð og var flugmað-
urinn enskur.
1939 Bretar og Frakkar lýsa yfir
stríði gegn Þýskalandi.
1921 Brúin yfir Jökulsá á Sól-
heimasandi er vígð.
1988 Brúin yfir ósa Ölfusár er
formlega tekin í notkun.
Hún er 360 metra löng.
2000 Li Peng, forseti þjóðþings
Kína, kemur í þriggja daga
opinbera heimsókn til
Íslands. Nokkrar deilur urðu
um samskipti hópsins við
Alþingi og fjölmiðla.
2004 Meira er 200 manns deyja
eftir þriggja daga umsátur-
sástand í rússneskum skóla.
CHARLIE SHEEN
FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1965.
„Ég veit allt um það núna hvernig
ég á ekki að haga mér. Ég veit
miklu meira um það en náungi á
mínum aldri ætti að vita.“
Leikarinn Charlie Sheen, sem hefur gert
ýmislegt af sér í gegnum tíðina, er 41 árs í dag.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug
við andlát og útför hjartkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður og afa,
Jóns Aðalsteins Jónssonar
fyrrverandi orðabókastjóra.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3N,
Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Vilborg Guðjónsdóttir
Jón Viðar Jónsson
Guðjón Jónsson Elísabet Jóna Sólbergsdóttir
Sigríður Sía Jónsdóttir Birgir Karl Knútsson
og afabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðríður Erna Óskarsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
fimmtudaginn 31. ágúst.
Ólöf S. Jónsdóttir Kjartan Gíslason
Þórunn Halldóra Matthíasdóttir
Herdís Þ. Jónsdóttir Ingi Jón Sverrisson
Halla G. Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
tengdamóður, ömmu og langömmu
Ásu Þ. Ottesen
Þuríður Hermannsdóttir
Þorlákur Hermannsson Alma Ch. Róberts
Herdís Hermannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elfa Rún Kristinsdóttir hlaut í gær
styrk úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu
Nordal. Styrkurinn, sem nemur hálfri
milljón króna, er veittur árlega og er
ætlað að styrkja unga söngvara og
fiðluleikara.
Elfa Rún tók við styrknum í Salnum
í Kópavogi en ný tónleikaskrá Salarins
fyrir starfsárið 2006-2007 var einnig
kynnt við þetta tækifæri. Í lok dag-
skrár lék Elfa Rún nokkur lög en hefð
er fyrir því að styrkþegar ljúki dag-
skránni.
Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í
alþjóðlegri keppni ungra hljóðfæra-
leikara sem haldin var í Leipzig í júlí
og kennd er við tónskáldið Johann
Sebastian Bach. Þá fékk hún einnig
sérstaka viðurkenningu fyrir að vera
yngsti keppandinn, 21 árs gömul, sem
vinnur til verðlauna. Alls tóku yfir eitt-
hundrað fiðluleikarar þátt í keppninni.
Keppnin fer fram annað hvert ár en
fyrstu verðlaun fyrir fiðluleik voru
síðast veitt árið 1992. Síðan þá hafa
fiðluleikarar tvisvar keppt um verð-
launin. Enginn Íslendingur hefur áður
borið sigur úr býtum í keppninni.
Ungur fiðluleikari fær styrk
ELFA RÚN KRISTINSDÓTTIR Tók við styrkn-
um í Salnum í gær og lék nokkur lög fyrir
viðstadda.