Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 78
3. september 2006 SUNNUDAGUR38
HRÓSIÐ FÆR …
FRÉTTIR AF FÓLKI FRÉTTIR AF FÓLKI
Hvað er að frétta?
Allt gott. Ég er að fara að taka upp
plötu á Jazzhátíð Reykjavíkur og er að
semja eigin tónlist.
Augnlitur:
Blágrænn. Grænn í rigningu.
Starf: Söngkona og söngkennari hjá
FÍH.
Fjölskylduhagir:
Einhleyp með þriggja og hálfs árs
dóttur.
Hvaðan ertu?
Frá Selfossi, en ég er ættuð frá Eyrar-
bakka.
Ertu hjátrúarfull?
Ég var það, en það er að renna af mér.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn:
Little Britain og breskir sakamála-
þættir. Svona tímabundið er það Rock
Star.
Uppáhaldsmatur:
Góður og hollur lífrænn matur. Ég er
hrifin af indverskum mat, íslensku
lambakjöti og fiski.
Fallegasti staður:
Þórsmörk.
iPod eða geislaspilari?
iPod, ég er nýbúin að skipta.
Hvað er skemmtilegast?
Dóttir mín og tónlist.
Hvað er leiðinlegast?
Fólk sem hefur enga siðferðiskennd,
sem kann sig ekki.
Helsti veikleiki:
Súkkulaði.
Helsti kostur:
Jákvæðni og seigla.
Helsta afrek:
Dóttir mín.
Mestu vonbrigðin:
Það er of persónulegt til að segja frá.
Hver er draumurinn?
Að gefa út plötu með mínu eigin efni
og eigin útsetningum.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona
og besta vinkona mín.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi.
Uppáhaldsbókin? Alkemistinn eftir
Paulo Coelho.
Hvað er mikilvægast? Heilsa og
hamingja.
Kvikmyndin Dead Man’s Card var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Edinborg sem lauk nýverið. Þar
var hún valin ein af bestu myndum
hátíðarinnar en einn þriggja fram-
leiðenda myndarinnar er Sigvaldi
J. Kárason. Hann á framleiðslu-
fyrirtækið Stray Dogs Films ásamt
þremur félögum sínum en fyrir-
tækið hefur verið á
hægri en öruggri
siglingu inn í hinn
harða heim kvik-
myndaiðnaðarins.
Þegar Fréttablaðið náði tali af
honum var Sigvaldi staddur inni í
klippiherbergi í London en hann
vinnur við að klippa kvikmyndina
Vantage Point í leikstjórn Peters
Travis ásamt Valdísi Óskarsdóttur.
Myndin skartar Sigourney Weaver,
Dennis Quaid og Forest Whitaker í
aðalhlutverkum. „Við sitjum bara
hérna hvort í sínu herberginu og
reytum hárið hvort af öðru,“ segir
Sigvaldi og hlær en leynir ekki
aðdáun sinni á því sem fyrir augun
hefur borið. „Þetta er ótrúlega flott
mynd sem segir sömu söguna frá
sjónarhóli ólíkra einstaklinga,“
útskýrir Sigvaldi en fyrir vikið er
verkefnið fyrir klipparana mjög
erfitt. „Þetta eru margar kvik-
myndatökuvélar í einu þannig að
herbergið er útkrotað af alls kyns
pælingum,“ segir Sigvaldi.
Þeir félagar í Stray Dogs Films
fengu góð viðbrögð við Dead Man’s
Card og þeim bárust tilboð frá
bandarískum stórfyrirtækjum
sem vildu ýmist dreifa myndinni
eða endurgera hana. Sigvaldi segir
að þeir séu bara rólegir í tíðinni og
bíði eftir rétta tilboðinu enda þýði
ekki að vera með neinn æðibunu-
gang, slíkt kalli bara á mistök.
Stray Dogs Films hefur þegar
hafið undirbúning að næstu mynd,
Carver Up, sem fjallar um hvernig
mafían stjórnar á bak við tjöldin í
nýrri bardagaíþrótt sem ber heitið
„Mixed Martial Arts“. „Við erum í
viðræðum við nokkrar mjög fræg-
ar kvikmyndastjörnur um að taka
að sér hlutverk í myndinni en það
tekur alltaf sinn tíma,“ segir Sig-
valdi en upplýsir þó að viðræður
standi yfir við Ingvar E. Sigurðs-
son um lítið aukahlutverk í mynd-
inni. „Ég vil að sjálfsögðu fá sem
flesta Íslendinga til vinnu við
myndina enda var það upphaflega
hugmyndin með þessu öllu saman,“
segir Sigvaldi en reiknað er með
að Curver Up fari í tökur í byrjun
næsta árs. - fgg
SIGVALDI KÁRASON: KLIPPIR MEÐ VALDÍSI ÓSKARSDÓTTUR
Framleiðir mafíumynd
með stjörnuleikurum
SIGVALDI J. KÁRASON Er að klippa stjörnum prýdda Hollywood-mynd ásamt Valdísi Óskarsdóttur og hefur mörg járn í eldinum.
LEIKUR HANN
MAFÍÓSA?
Ingvar E.
Sigurðs-
son er í
viðræðum
við Sigvalda
og félaga
um hlutverk
í myndinni
Curver Up.
HIN HLIÐIN KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR DJASSSÖNGKONA
Guðlaug Elísabet fyndnust
25.05.1968
HRÓSIÐ FÆR...
...Borgarholtsskóli fyrir að hafa
það að leiðarljósi að skóli sé
fyrir alla og stuðla að uppbygg-
ingu skólastarfs í Pakistan.
Helgi Seljan skildi eftir sig stórt
skarð hjá NFS sem verður vandfyllt.
Helgi hefur verið ein aðaldriffjöð-
urinn í dægurmála-
þættinum Ísland
í dag og ljóst að
hans verður sárlega
saknað. Herma heim-
ildir Fréttablaðsins að
Ásgeir Kolbeinsson
muni taka við en
hann hefur haft
hægt um sig að undanförnu eftir
að hnakkabyltingunni var hrundið
á Sirkus. - bs
Hinir virðulegu gestir IFF -kvik-
myndahátíðarinnar, Marisa Tomei
og Matt Dillon, hafa spókað sig á
landinu síðan þau lentu
hér á miðvikudagskvöld-
inu. Marisa Tomei er
þekkt fyrir áhuga sinn
á hvers kyns útivist og
hefur meðal annars
brugðið sér á hestbak.
Hún lenti þó í ógöng-
um þegar hún ætlaði
að gera sér dagamun
og kíkja á Hótel Búðir, sem er
vinsæll viðkomustaður stjarnanna
hér á landi. Þegar Óskarsverðlauna-
hafinn var rétt ókominn sprakk
á bílnum hjá henni og unnusta
hennar og erfiðlega gekk að gera
við dekkið. Stjörnurn-
ar dóu ekki ráða-
lausar heldur röltu
á næstu bóndabæ
og fengu inni hjá
vingjarnlegum bónda
sem var meira en lítið
tilbúinn til að aðstoða
Tomei. Segir sagan
að leikkonan
hafi haft mjög
gaman af þessari
uppákomu og
segi söguna við hvert tækifæri.
Sannkallað stórskotalið hélt hópinn
í miðborg Reykjavíkur á föstudags-
kvöldinu. Þau Patti Smith, Matt
Dillon, Marisa Tomei og Gerard
Butler gerður sér glaðan dag og
fóru út að borða á Skólabrú. Lengi
vel var talið að Brandon Routh,
sem leikur Ofurmennið, myndi
bætast í hópinn og samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins lét hann
sér duga að borða kvöldmat með
hópnum en dreif sig síðan heim
því frá Skólabrú var haldið niður á
Rex þar sem þeir Dillon og Butler
létu fara vel um sig og er greinilegt
að leikararnir tveir njóta mikillar
kvenhylli hér á landi því ungar
íslenskar stelpur áttu erfitt með
að láta þá félaga í friði. Marisa
Tomei lét sig hins vegar hverfa
fljótlega og sinnti unnusta
sínum og Patti Smith
þótti nóg komið eftir
kvöldmatinn. Þeir Butler
og Dillon máluðu hins
vegar bæinn rauðan
og höfðu á orði
að hingað ætluðu
þeir að koma sem
oftast.
- fgg
Fjórar af vinsælustu tónlistar-
sjónvarpsstöðvum Bretlands; The
Box, Hits, Chart Show og B4 hafa
sett nýjasta myndband stúlkna-
sveitarinnar Nylon í spilun.
Myndbandið er við lagið Clos-
er, sem er önnur smáskífa Nylon.
Sú fyrsta, Losing a Friend, náði 29.
sæti breska vinsældalistans og fór
fram úr björtustu vonum. Vonir
eru nú bundar við að Closer, sem
kemur út í byrjun október, muni
endurtaka leikinn.
„Það tók okkur margar vikur
og allt upp í mánuði að fá svona
spilun síðast en að fara með þetta
inn á skrifstofu og beint í spilun er
alveg meiriháttar,“ segir Einar
Bárðarson, umboðsmaður Nylon.
Myndbandið var tekið upp á
herragarði rétt fyrir utan Liver-
pool og þykir vel úr garði gert. Er
það væntanlegt í spilun hér heima
í næstu viku. „Það þykir styrk-
leikamerki að vera kominn með
aðra smáskífu og búinn að fara á
topp 40. Þá átta menn sig á því að
þetta er komið til að vera,“ segir
Einar.
Stúlkurnar í Nylon eru nú
komnar til Bretlands til að undir-
búa sig fyrir tónleikaferð með
hljómsveitinni McFly sem hefst
17. september. McFly er ein heit-
asta strákasveitin í Bretlandi.
Hafa þeir sent frá sér vinsæl lög á
borð við Obviously, All About You
og I Wanna Hold Your Hand sem
hafa öll komist í efsta sæti breska
vinsældarlistans. Tvennir tónleik-
ar verða haldnir á Wembley og
verður það í fjórða og fimmta sinn
sem stelpurnar í Nylon koma þar
fram á þessu ári. ■
Beint í spilun á fjórum stöðvum
NYLON Stúlknasveitin Nylon er á leiðinni í enn eina tónleikaferðina um Bretland.
Róbert Marshall, framkvæmda-
legum forstöðumanni NFS (eða er
það öfugt?), er margt til lista
lagt og hefur meðal annars
sannað að hann er jafnvel
enginn eftirbátur Árna
Johnsen á söngsviðinu. Svo
bar við að á dögunum
taldi Róbert að kona
nokkur hefði borið
kennsl á sig vegna
sönghæfileika sinna.
Konan mun hafa gert sér dælt við
hann á öldurhúsi í borginni og
meðal annars hrósað honum fyrir
fagran söng. Róbert var að vonum
upp með sér en þegar hann spurði
hvort hún hefði séð sig troða upp
í brekkusöngnum á Þjóðhátíð um
árið varð konan sposk á svip og
spurði: „Heitirðu ekki Magni?“
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6
Eins og Fréttablaðið greindi frá í
vikunni leitar nú Reykjavik Casting,
með þær Söru Guðmundsdóttur
og Alexíu Björg Jóhannesdóttur
í fararbroddi, að fjögur hundruð
manns til að leika í einni viða-
mestu auglýsingu sem gerð
hefur verið á Íslandi. Þegar hafa
hundrað manns skráð sig til leiks
en þátttakendur þurfa flest allir að
vera hálfnaktir fyrir utan hundrað
manns, sem þurfa að vera
allsberir. Síðasti tökustað-
urinn verður á Akureyri
og því geta norðanmenn
látið til sín taka í auglýs-
ingunni, sem leikstýrt er
af hinum heimsfræga
auglýsingaleikstjóra Ivan
Zacharias. Þeim sem hafa áhuga
á að striplast úti í guðsgrænni
náttúrunni fyrir vænan skilding
skal bent á póstfangið reykjavik-
casting@gmail.com.