Fréttablaðið - 03.09.2006, Page 67
SUNNUDAGUR 3. september 2006 27
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„UNDRABÖRN
ERU
ANDSTYGGILEG.“
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
AMADEUS
EFTIR PETER SHAFFER
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
„APARNIR ERU EKKI
ENNÞÁ BÚNIR AÐ
STOFNA STÉTTARFÉLÖG.“
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
GRETTIR
EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON,
ÞÓRARIN ELDJÁRN OG EGIL ÓLAFSSON
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������
������������������
��� ����������•���������������• ������������
����������������
��������
������������������
������������������
��������������������
������������������
• ���������
• ����������
• ����������������������������������
• ��������������������������
• ��������������
����������������������������������������������
������������������
�� �������
�� ����������������
�� ����������
�� ����������������
Álverið í Straumsvík hýsir óvenju-
lega sýningu í dag en í tilefni af
„opnum húsum“ álversins í dag
ferðast hluti sýningarinnar „Hin
blíðu hraun“ úr Hafnarborg til
Straumsvíkur. Listamaðurinn
Halldór Ásgeirsson hefur undan-
farnar vikur fengist við að bræða
vígalegan hraunklump með þar til
gerðum áhöldum en hann mun nú
fá liðsinni starfsmann álversins
við verkið.
Fjölmargir listamenn munu
skemmta gestum á svæðinu sem
verður opið allan daginn en þeirra
á meðal eru félagarnir Gunni og
Felix, Friðrik Ómar og Guðrún
Gunnars og Óperukór Hafnar-
fjarðar.
Boðið verður upp á rútuferðir
til Straumsvíkur frá bílaplani
Fjarðarkaupa við Bæjarhraun á
hálftíma fresti frá kl. 11. Dag-
skránni í Straumsvík lýkur kl. 17.
FRIÐRIK ÓMAR SÖNGVARI Treður upp í
Straumsvík með Guðrúnu Gunnars.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Uppákomur í álveri
Nútímamaðurinn reynir
stöðugt að gera fleiri og
fleiri hluti á sífellt skemmri
tíma. Blaðamaðurinn og rit-
höfundurinn Carl Honoré er
talsmaður hins gagnstæða
enda heldur hann því fram í
bók sinni Lifum lífinu hæg-
ar að hæglætisbylting sé á
næsta leiti.
Honoré segir að fólk sé að vakna
til vitundar um að hraðinn sé ef til
vill ekki alltaf af hinu góða. „Sam-
félög hafa verið upptekin af hröð-
un, áður gerði hún gagn, jók fram-
leiðni og framfarir en svo er ekki
lengur,“ útskýrir hann og tekur
dæmi af stórfyrirtækjum sem nú
þurfa að skikka starfsmenn sína
til þess að taka sumarfrí - í þeirri
vissu sinni að fríið muni fremur
stuðla að aukninni framleiðni en
stöðugt álag og meiri yfirvinna.
„Ef við setjum þetta ástand í kap-
ítalískt samhengi þá hefur okkar
samfélag fremur snúist um „meira
og hraðar“ en „hægar og betur“,
segir hann og bætir því við að
hröðunina megi ekki aðeins
merkja á vinnustöðum heldur líka
í einkalífi fólks. „Ég sá grein í
tímariti á dögunum sem fjallaði
um hvernig fólk getur fengið full-
nægingu á þrjátíu sekúndum.
Hversu heilbrigt er það?“
Bók hans, Lifum lífinu hægar,
er rannsókn á sambandi mannsins
við tímann en Honoré hefur ferð-
ast víða og kynnt sér hvernig fólk
tekst á við kröfur tímans og
aðferðir þess við að hægja á.
„Þetta er búið að vera mikið ævin-
týri en mig óraði ekki við þessum
viðtökum. Bókin hefur vakið sterk
viðbrögð því hún snertir taug hjá
svo mörgum,“ segir hann og árétt-
ar að hraðaþörf og hið bókstaflega
lífsgæðakapphlaup sé menningar-
legt vandamál um allan heim. „Ég
var heppinn með tímasetninguna
á þessari bók því allir eru tala um
þetta núna. Ef þessi bók hefði
komið út fyrir 15 árum væri hún
ekki að koma út á 26 tungumál-
um.“
Bók Honoré kemur víða við
enda snertir hraðinn allar hliðar
lífsins, allt frá tímasparnaðar-
áráttu atvinnulífsins til elda-
mennsku, kynlífs og barna-
uppeldis. „Þessi bók er ekki
sjálfshjálparbók, ég þoli ekki
sjálfshjálparbækur því ég vil ekki
láta skipa mér fyrir. Þetta er samt
bók sem hjálpar fólki að hjálpa
sér sjálft, þessi bók breytir hugs-
unarhætti en hún er samt ekki
alvarleg eða ábúðafull. Mér finnst
mikilvægt að hafa húmor fyrir
hlutunum þó að þetta sé auðvitað
alvarlegt mál,“ segir hann.
Honoré segir að ein aðalreglan
sé að gera hlutina á réttum hraða.
„Ég er fylgjandi hraða en hann á
ekki alltaf við. Fólk þarf að vera
meðvitað um möguleikann á því
að gera hlutina hægar, eða sleppa
þeim alveg.“ Hann útskýrir hlæj-
andi að allir viðmælendur hans
vilji fá ráð eða samanþjappaða
útgáfu af leiðbeiningum um hvern-
ig sé best að bæta ástandið. „Þá
segi ég yfirleitt að það sé best
fyrir fólk að byrja að hugsa um
hraða sinn utan vinnutímans - þar
er meira frelsi og svigrúm. Gerið
minna. Það eru ákveðnir hlutir
sem fólk þarf ekkert að gera, þarf
ekki að gera strax og við höfum öll
val um okkar framkvæmdahraða.
Fólk þarf að finna jafnvægi í því.
Annað sem ég bendi á er tæknin,
við höfum alla þessa möguleika,
sítengingar og símiðlun en við
erum búin að gleyma hvernig á að
slökkva. Það er mjög mikilvægt
„taka sig úr sambandi“ öðru
hverju,“ segir Honoré og bætir
við að rannsóknir bendi til þess að
stöðugt áreiti hreinlega lækki
greindarvísitölu fólks. „Í þriðja
lagi legg ég til að fólk finni sér
ritúal eða athöfn sem ekki er hægt
að „hraða“ á, stundi til dæmis
hugleiðslu eða lesa bók, finni sér
athöfn sem fær það til að skipta
um gír og finna sér annan hraða.“
Hann kveðst mun bjartsýnari
nú en fyrir tveimur árum þegar
bókin kom fyrst út. „Kaldhæðnin
er bara að við viljum flest hægja
hratt á okkur. Fólk les bókina og
ætlar að breyta öllu á stundinni -
sem er alveg fáránleg hugmynd
sem mun aldrei virka. Hugmyndin
um hæglætið er heldur ekki tengd
lífsstíl því slíkar hugmyndir
brenna upp á skömmum tíma.
Hæglætishreyfingin er komin af
stað og eðli málsins samkvæmt
mun það taka tíma fyrir fólk að
breyta hugsunarhætti sínum,“
segir hann að lokum.
Edda útgáfa gefur bókina út
hér á landi en þýðandi hennar er
Geir Svansson.
kristrun@frettabladid.is
CARL HONORÉ BLAÐAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR Það er mikilvægt að velja rétta
hraðann og vera meðvitaður um að hægt sé að gera hlutina hægar - eða hreinlega
sleppa þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Góðir hlutir gerast hægt
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
SEPTEMBER
31 1 2 3 4 5 6
Sunnudagur
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Verk mæðgnanna Valgerðar
Briem og Valgerðar Bergsdóttur eru
til sýnis í Gerðarsafni. Sýningin stendur
til 1. október.
13.00 Tumi Magnússon og
Aleksandra Signer sýna vídeó og
innsetningar í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu.
14.00 Sigurður Örlygsson leiðir gesti
Hafnarhússins um sumarsýningu
Listasafns Íslands, Landslagið og
þjóðsagan. Sigurður mun fjalla um
einstök verk á sýningunni út frá lögmál-
um málverksins auk þess að fjalla um
sýninguna í heild sinni.
15.00 Sýningarstjóra myndlistarsýning-
arinnar Pakkhúss postulanna, Daníel
Björnsson og Huginn Þór Arason,
leiða gesti Hafnarhússins um sýning-
una. Klukkustund síðar fremur Ásdís
Sif Gunnarsdóttir gjörning. Sýningin
stendur til kl. 22. október.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum
tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf.
Líka fyrir þig; lífið, fréttirnar og fjörið á ensku