Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 22

Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 22
ATVINNA 3. september 2006 SUNNUDAGUR2 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - A LC 3 39 98 09 /2 00 6 Búðareyri 3 730 Reyðarfjörður Sími 470 7700 www.alcoa.is Spennandi sérfræðistörf hjá Alcoa Fjarðaáli Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu IMG Mannafls-Liðsauka, www.mannafl.is og láta ferilskrá fylgja með. Frekari upplýsingar fást á www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur (sigurlaug@img.is) og Helgu S. Guðmundsdóttur (helgas@img.is) hjá IMG Mannafli-Liðsauka. Almennar kröfur sem gerðar eru til allra starfsmanna: •Færni í mannlegum samskiptum •Vilji til að starfa í teymum með jafningjum •Jákvæðni og virðing fyrir öðrum •Vilji til að leita stöðugra endurbóta •Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum •Vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni Við leitum að verkfræðingi, efnafræðingi eða eðlisfræðingi til starfa við álframleiðsluferli Alcoa Fjarðaáls. Sérfræðingurinn mun hafa umsjón með hönnun og innleiðingu aðferða sem eiga að hámarka magn og gæði álframleiðslunnar og lágmarka orkunotkun og mengun. Hann mun stýra mælingum og rannsóknum sem eiga að tryggja stöðugleika í framleiðslunni og stuðla að endur- bótum. Sérfræðingurinn verður leiðandi í daglegum rekstri og mun vinna við þróun verkferla framleiðslunnar. Starfið krefst náinnar samvinnu með öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Sérfræðingur í álframleiðslu Við leitum að verkfræðingi, efnafræðingi eða eðlisfræðingi til að hafa umsjón með hönnun, innleiðingu og þróun verkferla í málmvinnslu (metallurgical engineer). Starfið felst meðal annars í því að hanna ferli fyrir málmsteypu með hliðsjón af eiginleikum og gæðum afurða. Viðkomandi á að tryggja að gæðastöðlum Alcoa sé fylgt og vinna að stöðugum endurbótum með sér- fræðingum Alcoa og viðskiptavina um allan heim. Alcoa Fjarðaál mun framleiða fjölbreyttar og verðmætar vörur sem gerir starfið krefjandi og um leið mjög áhugavert. Sérfræðingur í málmvinnslu Nánari upplýsingar um launakjör á heimasíðu Alcoa Fjarðaáls, www.alcoa.is – undir starfsmannamál. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í október 2006 eða síðar. Umsóknarfrestur er til og með 17. september. Störfin henta jafnt konum sem körlum Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá Alcoa Fjarðaáli. Starfsumhverfi er hannað þannig að öll störf henta jafnt báðum kynjum og stefnt er að góðri aldursdreifingu starfsmanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.