Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.09.2006, Blaðsíða 72
32 3. september 2006 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Leikmenn og þjálfarar danska landsliðsins í fótbolta eru sigurvissir fyrir leikinn gegn Íslendingum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellin- um á miðvikudaginn. Danir unnu sannfærandi 4-2 sigur á Portúgöl- um í æfingaleik á Parken á föstu- dagskvöldið og eru danskir fjöl- miðlar á því að landslið Íslands verði liðinu auðveld bráð fyrst það átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja Portúgali, sem eru númer fjögur á styrkleikalista FIFA, að velli. Þjálfarinn Morten Olsen sagði við fréttamenn eftir leikinn að leikurinn gegn Íslandi kæmi þó til með að spilast allt öðruvisi. „Portú- gal er léttleikandi lið sem leggur áherslu á sóknina og í svona æfingaleik er eðlilegt að leikmenn séu afslappaðir og reyni að skora mörk. Það er allt annað að spila í undankeppni stórmóts, á útivelli gegn lítilli þjóð eins og Ísland er,“ sagði Olsen og bætti við að íslensku leikmennirnir væru algjör andstæða við þá portú- gölsku. „Portúgalarnir eru nettir og leiknir, Íslendingarnir eru stórir og sterkir. Þeir munu nota vöðvana meira en Portúgalarnir gerðu,“ sagði Olsen. Thomas Gravesen, einn kunnasti leikmaður danska liðsins, var á sama máli. „Það var gaman að spila á móti liði sem sækir gegn okkur en ég er ekki viss um að það hjálpi okkur mikið fyrir leikinn gegn Íslendingum. Þeir munu ábyggilega pakka í vörn og láta reyna á þolinmæði okkar. Það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Gravesen. Luis Felipe Scolari, þjálfari Portúgals, sagði eftir leikinn að Danir hefðu á að skipa virkilega öflugu fótboltaliði sem gæti lagt hvaða þjóð sem er að velli. „Þetta er skemmtilegt sóknarlið með marga góða leikmenn sem allir þekkja sitt hlutverk vel,“ sagði hann. Jon Dahl Thomasson, Thomas Kahlenberg, Martin Jörgensen og Nicklas Bendtner skoruðu mörk Dana í leiknum en Ricardo Carvalho skoraði bæði mörk Portúgala. Fyrirliðinn Thomas Helveg meiddist í leiknum og tók ekki þátt í æfingu danska liðsins í gær. Óvíst er hvort hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Íslandi. - vig Danir eru sigurvissir fyrir leikinn gegn Íslendingum á miðvikudag: Íslendingar munu pakka í vörn MORTEN OLSEN Þjálfari Dana segir að leikstíll Íslendinga sé allt öðruvísi en leikstíll Portúgala og að á Laugardalsvellinum megi Danir búast við líkamlega sterkari leik- mönnum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Undankeppni EM A-RIÐILL: SERBÍA/SVARTF. - ASERBAÍDSJAN 1-0 1-0 Nikola Zigic (72.). PÓLLAND - FINNLAND 1-3 0-1 Jari Litmanen (54.), 0-2 Jari Litmanen, víti (76.), 0-3 Mika Vayrynen (85.), 1-3 Gargula (89.). B-RIÐILL: SKOTLAND - FÆREYJAR 6-0 1-0 Darren Fletcher (6.), 2-0 James McFadden (10.), 3-0 Kris Boyd, víti (24.), 4-0 Kenny Miller, víti (30.), 5-0 Kris Boyd (38.), Garry O´Connor (85.). GEORGÍA - FRAKKLAND 0-3 0-1 Florent Malouda (7.), 0-2 Louis Saha (16.), 0-3 Thierry Henry (46.). ÍTALÍA - LITHÁEN 1-1 0-1 Vitalijus Kavaliauskas (21.), 1-1 Filippo Inzaghi (30.). C-RIÐILL: MALTA - BOSNÍA 2-5 0-1 Barbarez (4.), 1-1 Pace (6.), 1-2 Hrgovic (10.), 1-3 Hrgovic (45.), 1-4 Muslimovic (48.), 1-5 Muslimovic (50.), 2-5 Mifsud (85.). UNGVERJALAND - NOREGUR 1-4 0-1 Ole Gunnar Solskjær (15.), 0-2 Fredrik Strömstad (32.), 0-3 Morten Gamst Pedersen (41.), 0-4 Ole Gunnar Solskjær (54.), 1-4 Zoltan Gera, víti (90.). MOLDAVÍA - GRIKKLAND 0-1 0-1 Nikos Liberopulus (78.). D-RIÐILL: TÉKKLAND - WALES 2-1 1-0 David Lafata (76.), 1-1 Martin Jiranek, sjálfsm. (85.), 2-1 David Lafata (89.). SLÓVAKÍA - KÝPUR 6-1 1-0 Skrtel (9.), 2-0 Mintal (33.), 3-0 Sebo (43.), 4-0 Sebo (49.), 5-0 Karhan (52.), 6-0 Mintal (56.), 6-1 Giasinakis (90.), ÞÝSKALAND - ÍRLAND 1-0 1-0 Lukas Podolski (57.). E-RIÐILL: ENGLAND - ANDORRA 5-0 1-0 Peter Crouch (5.), 2-0 Steven Gerrard (13.), 3-0 Jermain Defoe (38.), 4-0 Jermain Defoe (47.), Peter Crouch (66.). EISTLAND - ÍSRAEL 0-1 0-1 Roberto Colautti (8.). F-RIÐILL: NORÐUR ÍRLAND - ÍSLAND 0-3 0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (13.), 0-2 Her- mann Hreiðarsson (20), Eiður Smári Guðjohnsen (37.). LETTLAND - SVÍÞJÓÐ 0-1 0-1 Kim Källström (38.). SPÁNN - LIECHTENSTEIN Fréttablaðið var farið í prentun áður en leiknum lauk. G-RIÐILL: HVÍTA-RÚSSLAND - ALBANÍA 2-2 1-0 Kalachev (2.), 1-1 Skela, víti (7.), 2-1 Romash- chemko (24.), 2-2 Hasi (86.). RÚMENÍA - BÚLGARÍA 2-2 1-0 Rosu (40.), 2-0 Marica (55.), 2-1 Petrov (82.), 2-2 Petrov (84.). LÚXEMBORG - HOLLAND 0-1 0-1 Joris Mathijsen (18.) LEIKIR GÆRDAGSINS Þýski handboltinn MELSUNGEN - GROSSWALLSTADT 20-25 Einar Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Gross- wallstadt en Alexander Peterson 2 mörk. GUMMERSBACH - MAGDEBURG 31-26 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach en Róbert Gunnarsson skoraði 2. HAMBURG - HBW BAILINGEN 33-25 TUS LUBECKE - FLENSBURG 28-34 Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Lubecke. KRONAU/ÖSTRIGEN - WILHELMSHAVEN 33-30 Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Wilhelmsh. NORDHORN - MINDEN 32-25 Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk og Snorri Steinn Guðjónsson sex fyrir Minden. GÖPPINGEN - DÜSSELDORF 33-19 Jaliesky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen. LEMGO - HILDESHEIM 34-20 Logi Geirsson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo en Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú. STAÐAN: GÖPPINGEN 3 3 0 0 101-72 6 LEMGO 3 3 0 0 94-71 6 FLENSBURG 3 3 0 0 98-83 6 GUMMERSBACH 3 3 0 0 103-93 6 GROSSW.ST. 3 2 1 0 83-71 5 NORDHORN 3 2 0 1 87-77 4 MAGDEBURG 3 2 0 1 85-81 4 KRONAU/Ö 3 2 0 1 89-87 4 HAMBURG 3 2 0 1 90-89 4 KIEL 2 1 1 0 64-56 3 WILHELMSH. 3 1 0 2 98-99 2 HILDESHEIM 3 1 0 2 87-96 2 WETZLAR 2 0 0 2 50-64 0 MELSUNGEN 3 0 0 3 74-84 0 HM í körfubolta Leikur um 3. sætið: BANDARÍKIN - ARGENTÍNA 96-81 Stiga USA: Dwyane Wade 32, LeBron James 22 (9 fráköst, 7 stoðs.), Carmelo Anthony 15. Stig Argentínu: L. Scola 19, A. Noggioni 18, C. Delfino 13. Leikur um 5. sætið: FRAKKLAND - TYRKLAND 64-56 LEIKIR GÆRDAGSINS V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . 9. hver vinnur! Sendu SMS skeytið JA ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo.Vinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdurmyndinni og margt fleira! FÓTBOLTI Þýski varnarmaðurinn Robert Huth sagði frá því í gær að hann hefði um tíma verið í sjálfs- morðshugleiðingum þegar útlit var fyrir að sala hans frá Chelsea til Middlesbrough næðist ekki í gegn áður en leikmannaglugginn lokaðist á fimmtudaginn Litlu munaði að ekkert yrði af kaupun- um þar sem undirskrift frá Chel- sea barst ekki fyrr en nokkrum mínútum áður en lokað var fyrir félagaskipi. Huth hafði engan áhuga á að vera áfram í herbúðum Englandsmeistaranna. „Við þurftum að bíða í nokkra tíma eftir pappírum og þetta var skelfilegur tími. Undir lokin var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðing- um. En þetta gekk í gegn og ég er mjög ánægður með að vera hérna,“ sagði Robert Huth, staðráðinn í að sanna fyrir Jose Mourinho að hann hafði rangt fyrir sér að selja hann. - dsd Þjóðverjinn Robert Huth: Dauðfeginn að losna frá Chelsea ROBERT HUTH Er staðráðinn í að sanna hvers hann er megnugur hjá Middles- brough. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI England tók í gær á móti Andorra í undankeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu. Fyrir fram var búist við öruggum sigri Eng- lendinga og sú varð raunin því lokatölur urðu 5-0. Andorramenn áttu aldrei möguleika í leiknum enda fámenn þjóð og árangur þeirra í undankeppnum til þessa ekkert til að hrópa húrra fyrir. Wayne Rooney var í banni og hans stöðu í liðinu tók Jermaine Defoe. Peter Crouch kom enskum yfir snemma leiks og félagi hans hjá Liverpool, Steven Gerrard, bætti við marki númer tvö með glæsi- legu skoti. Jermain Defoe kom Englandi í 3-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar Defoe skoraði sitt annað mark í leiknum og kom Englendingum í 4- 0. Peter Crouch skoraði sitt annað mark og fimmta mark Englendinga á 66. mínútu þegar hann skallaði sendingu frá Aaron Lennon í netið. Þar við sat og öruggur 5-0 sigur Englendinga staðreynd. „Leikmennirnir léku mjög vel og gerðu allt sem þeir áttu að gera. Þetta var viss prófraun fyrir okkur, ekki hve mörg mörk við myndum skora heldur hvernig hugarfarið yrði hjá okkur í leikn- um. Leikmennirnir mættu ein- beittir til leiks og við skoruðum á réttum tímum,“ sagði Steve McClaren, sem var að stýra enska liðinu í fyrsta alvöru leik sínum. Frakkar gerðu góða ferð til Georgíu í gær og sigruðu 3-0. Flor- ent Malouda kom Frökkum yfir, Saha bætti öðru marki við og síð- asta mark leiksins var sjálfsmark. Skotar unnu öruggan sigur á Færeyingum með sex mörkum gegn engu. Kris Boyd skoraði tvö mörk og þeir Darren Fletcher, Kenny Miller, James McFadden og Garry O’Connor skoruðu eitt mark hver. - dsd Auðveldur sigur Englands Steve McClaren stýrði enska liðinu í sínum fyrsta alvöru leik í gær. Liðið mætti arfaslöku liði Andorra og vann öruggan sigur. Skotar burstuðu Færeyinga. STEVEN GERRARD Skorar hér annað mark Englendinga með glæsilegu skoti. Gerrard átti mjög góðan leik á hægri vængnum og er ekki útlit fyrir að David Beckham sé að snúa aftur í enska liðið í bráð. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Átta leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta í gær. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummers- bach fengu Magdeburg í heim- sókn í gær og sigruðu 33-26. Alfreð og félagar hafa farið vel af stað og unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu til þessa. Flensburg, lið Viggós Sigurðs- sonar, vann góðan útisigur á Lubbecke, 34-28. Flensborgarar eru einnig taplausir eftir þrjá leiki og Viggó er greinilega að gera fína hluti með þetta lið. Meistaraliðið frá því í fyrra og það sem flestir spá meistaratitl- inum í ár, Kiel, er með þrjú stig eftir tvo leiki. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku báðir í gær með Lemgo sem vann öruggan sigur á Hildesheim, 34-20. Lemgo hefur enn ekki tapað það sem af er og er greinilega líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna í vetur. Enn eitt Íslendingaliðið, Göpp- ingen, er svo fjórða taplausa liðið en með liðinu leikur Jaliesky Garcia. Hann skoraði 4 mörk í gær þegar Göppingen vann öruggan sigur á Düsseldorf, 33- 19. - dsd Þýska úrvalsdeildin í handbolta: Alfreð og Viggó byrja vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.