Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 17
SUNNUDAGUR 3. september 2006 17
enda hafa ekki skilað viðunandi
árangri. Árið 1996 var hann ráðinn
framkvæmdastjóri Tóbaksvarna-
ráðs og á meðan hann gegndi því
starfi gekk hann vasklega fram
gegn tóbaksnotkun og er ef til vill
ekki síður þekktari í dag fyrir þau
störf en bækur sínar, en heitir
reykingamenn lögðu sig alla fram
um að gera hann sem tortryggileg-
astan í starfi sínu.
Kiddi í Hljómalind
Kiddi kanína, eins og hann var oft-
ast kallaður, var einn
afkastamesti tón-
leikahaldari
landsins um
miðjan tíunda
áratuginn.
Hann flutti
meðal annars
inn hljómsveitir
á borð við 808
State, Prodigy, Ash
og Propellerheads og stóð
fyrir útihátíðinni Uxa á Kirkju-
bæjarklaustri árið 1995. Hann var
einnig upphafsmaður færeysku
bylgjunnar svokölluðu þegar Eivör
Pálsdóttir, Clickhaze og fleiri fær-
eyskar hljómsveitir léku hér á
landi. Kiddi var þó þekktastur
fyrir plötubúðina sína Hljóma-
lind sem seldi mestmegnis
neðanjarðartónlist. Hljóma-
lind byrjaði upphaflega í Kola-
portinu en Kiddi færði fljót-
lega út kvíarnar
og opnaði verslunina í Austur-
stræti. Seinna flutti hann búðina
yfir á Laugaveg en eftir brösugt
gengi lagði Hljómalind upp laup-
ana og Kiddi flutti til Manchester
á Englandi.
Móeiður Júníusdóttir
Hafnaði í öðru sæti Söngkeppni
framhaldsskólanna árið 1990 en
Páll Óskar fylgdi
henni eftir í
þriðja sætinu
það ár. Hún
gerði það síðar
gott í dúettin-
um Bong sem
hún og Eyþór
Arnalds stofnuðu
eftir að Eyþór yfir-
gaf Todmobile. Hún reyndi svo
fyrir sér ásamt bræðrum sínum
Kristni og Guðlaugi í sveitinni
Laze sem náði sér aldrei almenni-
lega á strik. Hún og Eyþór Arnalds
voru á sínum tíma funheitt par og
voru áberandi í skemmtanalífinu
og á síðum Séð & Heyrt. Móeiður
stóð þétt við hlið Eyþórs þegar
hann freistaði þess að komast í
forystusveit Sjálfstæðisflokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar 2002 en eftir að þau skildu að
skiptum hefur hún dregið sig
út úr sviðsljósinu og leggur nú
stund á guðfræðinám við HÍ.
Dóra Takefusa
Vakti mikla athygli
fyrir frammistöðu sína
í kvikmyndinni Vegg-
fóðri eftir Júlíus Kemp
árið 1992 og nýtti sér
sviðsljósið vel. Hún var
einn umsjónarmanna
unglingaþáttarins Ó í
Sjónvarpinu og það var strax ljóst
að hún átti heima fyrir framan
myndavélina. Þegar Skjár einn
náði flugi kom Dóra víða við,
stjórnaði Djúpu lauginni og spjall-
þáttum sem tengdust menningar-
og dægurlífi. Þegar það fór að
fjara fjárhagslega undan Skjánum
og innlend dagskrárgerð skrapp
saman hvarf Dóra af vettvangi.
Hún stofnaði í kjölfarið fyrirtækið
Forever Entertainment ásamt
Margréti Rós Gunnarsdóttur,
stöllu sinni af Skjá einum, en þar
sinna þær kynningarmálum og
skipuleggja fundi og uppákomur
fyrir viðskiptavini sína. Dóra er
sem fyrr ákaflega glæsileg og
vekur enn athygli hvar sem hún
kemur þó að nokkuð sé liðið frá
því að hún lét til sín taka í sjón-
varpi.
Davíð Þór Jónsson
Hafnfirðingurinn kom, ásamt
félögum sínum Steini Ármanni
Magnússyni og Jakobi Bjarnari
Grétarssyni, eins og ferskur
stormsveipur inn á staðnaðan
útvarpsmarkað með þáttunum
Radíus, King Kong og Górilla.
Hressileg og óhefluð
framkoma þeirra í
útvarpi hitti í mark
og þeir þrengdu
heldur betur að
Tveimur með
öllu enda settu
þeir þætti sína
ekki síst til höfuðs
auglýsingaútvarps-
mennskunni, sem var eitur
í þeirra beinum. Úr útvarpinu lá
leiðin í Sjónvarp og Davíð og
Steinn gerðu gríninnslög í Dags-
ljós Ríkissjónvarpsins og gerðu í
framhaldinu gamanþættina Limbó
sem fóru fyrir ofan garð og neðan
hjá áhorfendum. Stöð 2 gaf þre-
menningunum svo tækifæri til að
spreyta sig í grínfréttaþættinum
HNN. Davíð sigldi svo á öldum
ljósvakans í tímaritaútgáfu og tók
að sér ritstjórn Bleiks&Blás og
þurfti oft að verja hendur sínar á
meðan hann stýrði því umdeilda
riti. Davíð þór hefur einnig reynt
fyrir sér sem kvikmyndaleikari en
síðustu árin hefur hann haldið sig
utan sviðsljóssins og unnið við
þýðingar og talsetningar teikni-
mynda. Hann mun þó skjóta koll-
inum upp á næstunni í kvikmynd-
inni Astrópíu og sem dómari í
Gettu betur í vetur.
Sigurður Hlöðvers-
son
Siggi Hlö gerði
garðinn frægan
ásamt Bjarna
Hauki Þórssyni
í tónlistar-
myndbanda-
þættinum Popp
og Kók á
árum áður.
Leið þeirra félaga lá
síðan í útvarp þar sem
þeir bulluðu af mikl-
um móð við ágætis
undirtektir, tíma-
bundið í það minnsta,
en eftirspurnin eftir
þeim félögum fjaraði
að lokum út. Sigurður gerði aðra
atrennu að sviðsljósinu með sjón-
varpsþættinum Með hausverk um
helgar með Valla sport. Þar létu
þeir félagar öllum illum látum,
fífluðust af miklum móð og gerðu
mikið úr drykkjuskap og sukki á
djamminu. Þátturinn var umdeild-
ur en vakti að sama skapi tals-
verða athygli um stund en eftir-
spurnin eftir bullinu fjaraði þó
hratt út. Siggi Hlö og Valli hurfu
úr sviðsljósinu og einbeita sér nú
að rekstri auglýsingastofunnar
Hausverk.
Fjalar Sigurðsson, Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir og Svanhildur Kon-
ráðsdóttir
Skutust upp á
fjölmiðla-
stjörnuhimin-
inn með Dags-
ljósi
Sjónvarpsins
og urðu vel-
komnir gestir í
stofum lands-
manna. Áslaug Dóra
og Svanhildur voru aðsópsmiklar.
Fjalar brilleraði sem harður og
óvæginn spyrill
og þeir svitn-
uðu margir
viðmæl-
endurnir
sem lentu í
sófanum
hjá honum.
Það fór lítið
fyrir Fjalari
eftir að Dags-
ljós- ið slökknaði og hann
sneri sér að kynningarmálum.
Hann fékk svo tækifæri til að
spreyta sig á ný í sjónvarpi þegar
Skjár einn kom til sögunnar. Þar
var hann um stund hægri hönd
Valgerðar Matthíasdóttur í Innlit/
Útlit en fékk svo sinn eigin þátt,
spurningaþáttinn Íslendingar.
Spurningarnar voru unnar upp úr
Gallupkönnunum og keppendur
fengu stig í formi lukkutrölla.
Þátturinn þótti mátulega hallæris-
legur, átti ekki langa lífdaga og
Fjalar sneri sér aftur að markaðs-
og kynningarmálum. Svanhildur
og Áslaug Dóra stigu einnig út úr
sviðsljósinu en Áslaug sinnir nú
menningarmálum hjá mennta-
málaráðuneytinu og Svanhildur er
forstöðumaður Höfuðborgarstofu.
Páll Banine
Var funheitur með hljómsveit
sinni Bubbleflies, mikill kvenna-
ljómi og tíður gestur á forsíðum
tímarita. Hann lék árið 1997 í
kvikmyndinni Blossi/810551 en
með henni hugðist Júlíus Kemp
fylgja eftir velgengni Veggfóð-
urs. Myndin náði þó ekki að slá
í gegn og fékk dræmar viðtök-
ur gagnrýnenda og áhorfenda.
Frægðarsól Páls
tók að síga
eftir bloss-
ann og hann
sneri sér að
námi og
síðan þá
hefur lítið
til hans
spurst.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Er eldklár stelpa sem veit hvað
hún vill og hefur tekist
snilldarlega að not-
færa sér athyglina
sem fyldi því að
vera kosin Ung-
frú Ísland. Hún
er eftirsótt aug-
lýsingafyrirsæta
og hefur látið til sín
taka á leiksviði í söng-
leiknum Fame og Kalla á þakinu.
Þá hefur hún staðið vaktina í Kast-
ljósi í vetur, hefur nýlokið að leika
í kvikmyndinni Astrópíu og kemur
til greina í eitt hlutverkanna í
Hostel 2, þannig að þetta er rétt að
byrja hjá stúlkunni.
Andri Snær Magnason
Einn efnilegasti rithöfundur lands-
ins hefur verið á blússandi sigl-
ingu undanfarin ár. Barnabókin
hans Blái hnöttur-
inn hefur farið
víða og gert það
gott og bók hans
Draumalandið -
sjálfshjálparbók
handa hræddri
þjóð hefur rokselst
og gert höfundinn að
hálfgerðri þjóðhetju þar sem hann
deilir harkalega á virkjunarfram-
kvæmdir við Kárahnjúka. Andri
er því á fljúgandi siglingu og mun
ná enn lengra.
Hugleikur Dagsson
Hefur vakið athygli
fyrir frumlega hugsun
og sérstaka framkomu
og einfaldar ádeilu-
myndasögur hans hafa
slegið svo hressilega í
gegn að hann er kominn með
útgáfusamning við Penguin. Leik-
rit sem hann byggði á myndasög-
unum fékk Grímuverðlaunin í
sumar og Hugleikur hefur sýnt
það að hann er til alls líklegur og
mun örugglega halda áfram að
koma á óvart um ókomin ár.
Capone
Útvarpsmennirnir Andri Freyr
Viðarsson og Búi Bendtsen hafa
slegið hressilega í
gegn með þættin-
um Capone á X-
FM og hafa
vakið bæði
hneykslan og
umtal. Þeir virð-
ast eiga mikið
inni enn og haldi
þeir rétt á spöðunum
gætu hér verið komnir fram arf-
takar Radíusgengisins og Tvíhöfða
sem eiga ekki eftir að segja sitt
síðasta í útvarpi á næstu árum.
Nylon
Vandi er að spá fyrir um hver örlög
stúlknasveitarinnar Nylon verða.
Þær gætu hæglega verið blaðra
sem er við það að springa en
umboðsmaðurinn
þeirra, Einar
Bárðarson, er til
alls líklegur og
gæti hæglega
tekist að halda
þeim í
umræð-
unni um
ókomna tíð og
jafnvel komið þeim varan-
lega á kortið úti í hinum
stóra heimi.
Komin til að vera
Egill Gillzenegger
Þessi hressi einkaþjálf-
ari fékk sínar fimmtán
mínútur af frægð með
kjaftforum pistlum á
vefnum Kallarnir.is og
síðar í DV. Sjónvarpsstöðin Sirkus
tók hann í framhaldinu upp á sína
arma og Edda útgáfa gaf út bókina
hans Biblíu fallega fólksins. Allt
þetta þykir fullmikið á einu ári og
framboðið á Gillzenegger hefur
óneitanlega verið meira en eftir-
spurnin þannig að Gillzenegger
mun líklega hverfa fljótlega aftur
alfarið inn á líkamsræktarstöðv-
arnar.
Silvía Nótt
Þessi bráðsniðuga og skrumskælda
persóna sló hressilega
í gegn með þáttum
sínum á Skjá einum
og heillaði þjóðina
upp úr skónum
þegar hún malaði
forkeppni Sjón-
varpsins um næsta
Eurovisionlag. Ýktir
stælarnir í Silvíu keyrðu þá
fram úr hófi og brandarinn
hætti að vera fyndinn. Þá féll
skuggi á glansmyndina þegar
það kom á daginn í Eurovision
að enginn utan Íslands fattaði
brandarann. Silvía Nótt er þó ekki
af baki dottin og með ýmislegt í
pípunum en hún verður að koma
með eitthvað nýtt eigi þessi brand-
ari að öðlast framhaldslíf.
Birgitta Haukdal
Það hefur lítið farið
fyrir þessu óska-
barni íslensku
þjóðarinnar og
helstu og heilbrigð-
ustu fyrirmyndar
íslenskrar æsku. Hún
mátti lúta í lægra haldi fyrir Silvíu
Nótt í Eurovision-forkeppninni og
Írafár hefur verið í löngu fríi en
Birgitta hefur á meðan haft ofan
af fyrir sér með því að syngja
með Stuðmönnum, einni elstu
starfandi hljómsveit landsins.
Hvort það er líf eftir Stuðmenn á
svo alveg eftir að koma í ljós.
Á útleið
„KANARÍEYJAR EÐA LÍKHÚSIÐ?“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is
VILTU FINNA MILLJÓN
EFTIR RAY COONEY