Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 18
3. september 2006 SUNNUDAGUR18
Konur eru talsvert svart-
sýnni en karlar á efna-
hagshorfurnar. Þá eru
þéttbýlingar bjartsýnni en
landsbyggðarfólk. Þetta
kemur fram í nýrri könnun
Fréttablaðsins. Munur milli
kynjanna er sígilt viðfangs-
efni og hér er spurt hvort
konur séu svartsýnni að
eðlisfari eða að niðurstöður
könnunarinnar leiði í ljós
ábyrgðarleysi karla, nema
hvoru tveggja sé.
Karlar eru talsvert bjartsýnni en
konur á að efnahagur fjölskyldunn-
ar fari batnandi á næsta ári. Reynd-
ar telja konur að fremur muni halla
undan fæti en hitt meðan karlar líta
björtum augum til framtíðar. Þetta
kemur fram í nýrri könnun Frétta-
blaðsins.
Í könnuninni var spurt: „Telur
þú að efnahagur fjölskyldu þinnar
batni, versni eða standi í stað næstu
12 mánuði?“ Hringt var í 800 manns
og tóku 95 prósent afstöðu. Könnun-
in má því heita vel marktæk. Greint
var annars vegar á milli kynja og
svo búsetu: Landsbyggð/þéttbýli.
Í ljós kemur að tæp 25 prósent
karla telja að kjör fjölskyldu sinnar
muni batna á komandi ári meðan 17
prósent kvenna telja að svo verði.
15 prósent karla telja að þau muni
versna en 26 prósent kvenna eru
þeirrar skoðunar. Reyndar er meiri-
hluti aðspurðra þeirrar skoðunar
að kjörin muni standa í stað en sé
aðeins litið til þeirra sem taka
afstöðu til batnandi eða versnandi
kjara eru tölurnar afgerandi: 62
prósent karla telja kjörin batna en
56 prósent kvenna telja þau
versna.
Fréttablaðið hafði samband við
nokkra valinkunna einstaklinga og
spurði hvernig mætti leggja út
af þessum niðurstöðum: Hvort
verið geti að konur séu svart-
sýnni en karlar?
Vangaveltur viðmælenda
eru athyglisverðar en þar
koma meðal annars fram
þær hugmyndir að konur
séu varkárari, skynsamari,
tilfinningaríkari og jafnvel
óttaslegnari en karlarnir,
sem eru miklum mun ýktari
í væntingum sínum: Jafnvel
svo að gefa má þeim einkunn-
ina ábyrgðarlausir galgopar.
jakob@frettabladid.is
Svartsýnar konur & kátir karlar
ÖRN Ætli þetta sé ekki svipað og verið hefur.
„Er þetta ekki bara raunsæi?“ spyr séra Jóna
Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur þegar
henni eru kynntar niðurstöður könnunarinn-
ar. Hún hefur reyndar sínar skýringar á þess-
um afdráttarlausu niðurstöðum.
„Ég hugsa að konur taki meira mark á því
sem þær heyra sagt í fréttum og allri þjóð-
félagsumræðu. Og þar er stöðugt verið að
hræða okkur og hóta því að allt sé að fara
norður og niður. Eins og einhver undirliggj-
andi sátt sé um það að stöðugt eigi að hrella
okkur. Fyrir ári fuglaflensan og nú er það
verðbólgan. Alltaf er fundið eitthvað upp til
að halda okkur í ótta. Þess vegna er svo mikil-
vægt að hafa kirkjuna að hjálpa okkur út úr
svona fjötrum. Löngu þreytt á því. Þetta er
einhver aðferð til að halda þjóðinni niðri.“
Jóna Hrönn vill þó, að þessu sögðu, ekki
kvitta undir að þar með megi segja að konur
séu trúgjarnari en karlar.
„Neeeei, við erum svona miklar tilfinn-
ingaverur. Þessar stöðugu upplýsingar
ná meiri tökum á sálarlífi kvenna. Upp-
eldis okkar vegna er auðveldara að
nísta hjarta okkar með einhverj-
um tilfinningum. Í þessu tilfelli
að óttast,“ segir Jóna Hrönn.
Karlarnir eiga að mati Jónu
miklum mun auðveldara með
að búa sér til varnir gegn
uggvænlegum tíðindum.
Hún vill meina að kynin
geti ýmislegt hvort af
öðru lært í þessum efnum
en hún hefur meðal ann-
ars staðið fyrir hjóna-
námskeiðum. Jóna
Hrönn nefnir dæmi af
sjálfri sér en hún fer
hvergi í grafgötur
með að hafa á tímabili verið nánast hugsjúk
vegna stöðugra fregna af fuglaflensu.
„Dæmigert í þessu sambandi má heita að
maðurinn minn hló þegar ég vildi fara að fylla
kjallarann af þurrmat vegna fugla-
flensunnar.“
Og miðborgarpresturinn snjalli klykkir út
með því að segja fulla ástæðu til að vera raun-
sæ hvað efnahagsástandið varðar: „En við
eigum ekki að fara af límingunum heldur
vera skynsöm. Sýna aðhald í fjármálum –
hvernig sem okkur nú gengur með það þess-
ari gráðugu þjóð.“
„Já, nú skal ég segja þér sögu,“
sagði Örn Clausen hæstaréttarlög-
maður eftir að hafa velt stuttlega
fyrir sér því hvort eitthvað megi
lesa úr niðurstöðum könnunarinn-
ar sem hér um ræðir.
„Ég man eftir því að sjónvarpið
fór alltaf í réttir á hverju hausti og
spurði alltaf sömu spurningar:
Hvað heldurðu að þú leggir mörg
lömb inn í sláturhúsið núna? Karl-
arnir óku sér en sögðu alltaf það
sama: Ætli það verði ekki svipað
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur:
Óttinn á greiðari leið
að konunni
JÓNA HRÖNN
Konur láta óttann frekar ná
tökum á sér en karlar.
Örn Clausen hæstaréttarlögm aður:
Menn blott a sig ekki
NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR
Spurt var: Telur þú að efnahagur fjölskyldu þinnar batni, versni eða standi í
stað næstu 12 mánuði?
Batni Versni Eins Alls
Karlar 25% 15% 60% 100%
Konur 17,3% 25,5% 57% 100%
Landsbyggð 18,3% 20.3% 61,5% 100%
Þéttbýli 22,8% 20.2% 57,8% 100%
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
25%
60%