Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 61

Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 61
ÚTSÝNIÐ ER STÓRKOSTLEGT Óttar er hér ánægður í hlíðum Esjunnar ásamt frænda sínum Halldóri Theodórssyni. Hæsti punktur er Hábunga, 815 m Þverfellshorn er í 780 m hæð Yfir 20 gönguleiðir eru á Esjunni Stysti tími á toppinn er 25 mínútur Gott þykir að fara á Þverfellshorn á 1 klst. Eðlilegt þykir að fara upp og niður á 2 1/2 klst. Þessir hafa gengið á Þverfellshorn í sumar: Huldar Breiðfjörð, rithöfundur Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður Birkir Ívar Guðmundsson, handboltamaður Haraldur Örn Ólafsson, göngugarpur Tryggvi Guðmundsson, knattspyrnumaður Hjálmar Jónsson, Dómkirkjuprestur „Ég er búinn að fara tvisvar í sumar og einu sinni í fyrra,“ segir Óttar Sveinsson rithöfundur um ferðir sínar á Esjuna. „Þetta er rosalega góð líkamsrækt enda er maður með harðsperrur í fótunum í tvo til þrjá daga á eftir,“ bætir hann við. „Ég fór í júní með frænda mínum. Þegar við vorum komnir á toppinn og horfðum yfir útsýnið ákváðum við að ganga norður yfir út að Hengjunni. Þar sáum við yfir Borgarfjörðinn og alveg norður úr þannig að þetta varð alveg ógleymanleg ferð. Við vorum síðan samferða Norðurlandabúum niður aftur og þeir voru alveg steinhissa á að hafa komist upp á topp,“ segir Óttar og bætir því við að það sé alltaf gaman að upplifa landið sitt í gegnum útlendinga. „Það er frábært að fara í góðum félags- skap og gott tækifæri til að fara með samferðafólki sem maður hittir ekki oft. Þarna má líka sjá fólk á öllum aldri en mér er einmitt eftirminnilegt þegar ég sá mann í brekkunni sem var örugglega að minnsta kosti 75 ára. Hann var mjög stæltur og greinilega í mjög góðu formi. Svona fólk virkar alveg eins og vítamín- sprauta á mann.“ Óttar Sveinsson, rithöfundur og blaðamaður: Rosalega góð líkamsrækt ESJAN 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 SUNNUDAGUR 3. september 2006 21 GLEÐILEGT NÝTT LEIKÁR! Opið hús í Borgarleikhúsinu í dag, sunnudag, kl. 15.00–17.00 Boðið verður upp á veitingar fyrir unga sem aldna. Starfsfólk Borgarleikhússins, með leikhússtjórann í broddi fylkingar, bakar vöfflur fyrir gesti og gangandi. Heitt á könnunni og svaladrykkir fyrir börnin. Kynning verður á viðburðum vetrarins: Grettir, Amadeus, Dagur vonar, Mein Kampf, Fagra veröld, Lík í óskilum, Belgíska Kongó, Viltu finna milljón?, Ronja ræningjadóttir, Sönglist, Íslenski dansflokkurinn. Leikfélag Reykjavíkur 110 ára: Um helgina bjóðum við sérstakt afmælistilboð sem leikhúsunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara, 3 sýningar á aðeins 3.000 krónur!* Dagskrá: Forsalur: Kl. 15.15 Eggert Þorleifsson og Laddi syngja lag úr Viltu finna milljón? Kl. 15.25 Hansa syngur valin lög úr Gretti og Paris at night. Kl. 15.40 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 15.50 Ronja, Birkir og Lovísa syngja lög úr Ronju ræningjadóttur. Kl. 16.00 Ronja veitir verðlaun fyrir teiknisamkeppnina „Ronja í sumarfríi”. Kl. 16.15 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 16.30 Söngatriði úr Footloose. Kl. 16.45 Lög úr Gretti og Sól og Mána. Arnbjörg Hlíf og Hansa syngja. Tarzan tekur lagið í lok dagskrár. Nýja sviðið: Kl. 15.20 Opin æfing – Íslenski dansflokkurinn. Kl. 15.50 Opin æfing – Mein Kampf. Kl. 16.20 Opin æfing – Amadeus. Opnuð verður myndlistasýning barnanna „Ronja í sumarfríi”. Hitler, Ronja, Birkir, Tarzan og hjónakornin Mozart og Konstansa heilsa upp á gesti og gangandi. Geirfuglarnir spila og skemmta á milli atriða af sinni alkunnu snilld. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 *Gildir á Mein Kampf, Dag vonar og sýningu að eigin vali hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.