Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 6
6 3. september 2006 SUNNUDAGUR
Bíldudælingar
Stefnum hugvorum að Bíldudalskirkju
1. sunnudag í aðventu n.k. og fögnum
100 ára afmæli.
Sr. Bragi, sr. Flosi, sr. Agnes, sr. Dalla, sr. Sigurpáll,
sr. Hörður, sr. Auður Inga, sr. Sveinn og sr. Jakob.
A›alfundur 2006
D A G S K R Á
1. Sk‡rsla stjórnar um starfsemi félagsins
á li›nu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir li›i› starfsár
lag›ur fram til samflykktar ásamt
sk‡ringum endursko›anda.
3. fióknun til stjórnar ákve›in.
4. Kosning stjórnar félagsins.
5. Kosning endursko›enda félagsins.
6. Umræ›ur og atkvæ›agrei›slur um
önnur mál sem löglega kunna a› ver›a
lög› fyrir fundinn e›a fundurinn
samflykkir a› taka til me›fer›ar.
A›alfundur 2006
A›alfundur Alfesca hf. ver›ur haldinn
flri›judaginn 19. september 2006 kl. 17.00
í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík.
Fundurinn fer fram á ensku. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á
fram á a›alfundinum, skulu hafa borist stjórninni eigi sí›ar en
sjö dögum fyrir a›alfundinn.
Dagskrá a›alfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar
tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til
s‡nis, sjö dögum fyrir a›alfundinn.
Atkvæ›ase›lar og fundargögn ver›a afhent vi› innganginn og
á skrifstofu félagsins a› Fornubú›um 5, Hafnarfir›i, á
fundardaginn.
Hafnarfir›i 1. september 2006
Stjórn Alfesca hf.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
HEILBRIGÐISMÁL Launagjöld Land-
spítalans á fyrstu sex mánuðum
ársins eru rúmum 400 milljónum
umfram fjárhagsáætlun, eða sem
nemur 3,9 prósentum. Heildarhalli
spítalans á tímabilinu janúar til
júní nam 477 milljónum króna, eða
3,1 prósenti af tekjum. Helstu
ástæður framúrkeyrslu launa eru
samkvæmt greiningu stjórnenda
spítalans aukið álag á starfsemina
á sama tíma og mikil spenna er á
vinnumarkaði og samkeppni um
vinnuafl. Erfitt reyndist að ráða í
lausar stöður og til sumarafleys-
inga sem olli því að kaupa
varð yfirvinnu af starfs-
mönnum spítalans og meiri
þjónustu verktaka, bæði
innlendra og erlendra, en
verið hefur undanfarin ár.
Jóhannes M. Gunnars-
son, lækningaforstjóri og
staðgengill Magnúsar
Péturssonar forstjóra,
segir að miklir erfiðleikar
hafi verið á slysa- og bráða-
deildum spítalans á þessu
ári. „Eftirspurn eftir þjón-
ustu eykst jafnt og þétt og
við höfum þurft að bregð-
ast við með aukinni þjón-
ustu sem vegna manneklu
hefur þurft að gera með
kaupum á yfirvinnu þeirra
sem fyrir eru.“
Margrét I. Hallgríms-
son, sviðsstjóri hjúkrunar
á kvennasviði, segir að
kaup á yfirvinnu til langs
tíma sé vítahringur. Of
mikil vinna valdi því að
starfsfólk verði mjög
þreytt sem leiðir til veik-
inda. Fjarvistir vegna
veikinda kalli á aukið álag
á þá sem fyrir eru og svo koll af
kolli. Yfirvinna er talin hafa kost-
að spítalann 150 milljónir króna
fyrstu sex mánuði ársins.
Manneklan hefur einnig valdið
því að nauðsynlegt hefur verið að
kaupa þjónustu innlendra og
erlendra verktakafyrirtækja. Kaup
á slíkri þjónustu námu 77 milljón-
um á fyrstu sex mánuðum þessa árs
en 41 milljón allt árið í fyrra. For-
svarsmenn LSH segja einnig að
mikill þrýstingur sé á hækkun launa
á LSH vegna launaþróunar
annars staðar í
samfélaginu,
launa-
tengd
gjöld hafi hækkað og ríkið hafi ekki
bætt spítalanum upp auknar greiðsl-
ur vegna samningsbundinna launa-
hækkana félagsmanna í Eflingu og
SFR. Einnig hafði það áhrif á launa-
útgjöld spítalans að deildum var
ekki lokað á sumarleyfistíma í sama
mæli og undanfarin ár.
svavar@frettabladid.is
Laun 400 milljónum
króna yfir áætlunum
Mannekla á Landspítalanum er leyst með yfirvinnu og 150 milljónir voru greidd-
ar í yfirvinnu- og álagslaun á fyrstu sex mánuðum ársins. Laun hækka vegna
samkeppni um vinnuafl og kaup á vinnu frá verktakafyrirtækjum aukast.
FÉLAGSMÁL Á sjöunda hundrað manns bíða
eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Á sama
tíma bíða rúmlega 360 eldri borgarar eftir
þjónustuíbúðum fyrir aldraða.
Til að koma til móts við þörfina hefur verið
ákveðið að fjölga félagslegum íbúðum um
fimm hundruð og þjónustuíbúðum fyrir aldr-
aða um 150 fram til ársins 2010.
Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri
félagsbústaða, segir sjötíu prósent þeirra
sem sækja um félagslegt húsnæði vera að
leita að eins til tveggja herbergja íbúðum.
„Stór hluti þessa hóps eru einhleypir eldri
karlmenn sem flosnað hafa upp úr vinnu og
geta ekki séð fyrir sér. Hluti hópsins skuldar
meðlög og stendur ekki í skilum.
Biðtími eftir félagslegum íbúðum er frá
nokkrum mánuðum upp í tvö ár og er meiri-
hluti þeirra sem bíða í brýnni þörf.“
Sigurður segir líkamlegt ástand ráða for-
gangsröðun eldra fólks sem bíður eftir þjón-
ustuíbúðum en ekki sé tekið mið af tekjum og
eignum viðkomandi.
Sigurður segir þá breytingu fyrirhugaða á
kaupum félagslegs húsnæðis að ekki verði
keyptar fleiri en ein íbúð í hverjum stiga-
gangi. „Nú er staðan þannig að tuttugu pró-
sent félagslegs húsnæðis eru staðsett í Efra-
Breiðholtinu en við ætlum að selja hluta
þeirra eigna og kaupa í staðinn íbúðir í minni
fjölbýlishúsum í Grafarholtinu.“ - hs
Allt að tveggja ára bið er eftir félagslegu húsnæði og eru fjölmargir aldraðir á biðlista:
Um 700 manns bíða eftir félagslegu húsnæði
BAKKAHVERFIÐ Í BREIÐHOLTI
Tuttugu prósent félagslegs húsnæðis í Reykjavík eru í
Efra-Breiðholti.
BRETLAND, AP Breska lögreglan handtók á föstudagskvöld og í
gær sextán manns í nýjum aðgerðum gegn meintum hryðju-
verkamönnum. Mennirnir, sem eru á aldrinum 17 til 48 ára,
eru grunaðir um að reyna að safna nýliðum og þjálfa þá til
hryðjuverkaárása, að sögn talsmanna lögreglunnar.
Tólf mannanna voru handteknir á kínversku veitingahúsi í
London á föstudagskvöld, sem vakti mikla athygli enda var
veitingahúsið fullt af viðskiptavinum sem tengdust málinu
ekki.
Óttinn við hryðjuverk skipulögð á breskri grund hefur
verið mikill í landinu síðan í fyrra, þegar fjórir menn
sprengdu sjálfa sig í loft upp í neðanjarðarlestum London, og
ekki bætti úr skák þegar 25 manns voru handteknir í síðasta
mánuði, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk í háloftunum.
Að sögn lögreglu eru þessar nýjustu handtökur hvorki
tengdar þeim í ágúst, né árásunum í fyrra, sem urðu 52 að
bana.
Handtökurnar voru gerðar eftir margra mánaða rann-
sóknavinnu en lögregla gaf litlar aðrar upplýsingar um málið.
Lögregla gerði jafnframt fjölmargar húsleitir, meðal
annars í íslömskum gagnfræðaskóla nærri London. - smk
Nýjar aðgerðir bresku lögreglunnar gegn meintum hryðjuverkamönnum:
Sextán manns handteknir
HÚSLEIT Breska lögreglan gerði húsleit í fjölmörgum
íbúðarhúsum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJÖRKASSINN
Eiga Íranar að fá að auðga
úran?
Já 39%
Nei 61%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér yfirlýsingar Seðla-
bankastjóra um Kárahnjúka-
mál viðeigandi?
Segðu þína skoðun á visir.is
LANDSPÍTALINN Launagjöld fóru
rúmum 400 milljónum fram úr
áætlunum á fyrstu sex mánuð-
um ársins. Ein helsta ástæðan er
yfirvinna starfsfólks vegna viðvarandi
manneklu hjá spítalanum. Kaup á
vinnu frá verktakafyrirtækjum færast
einnig stöðugt í vöxt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA