Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 74

Fréttablaðið - 03.09.2006, Side 74
34 3. september 2006 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Knattspyrnudómarar hafa verið óvenjumikið milli tann- anna á fólki í sumar vegna ýmissa umdeildra mála. Garðar Örn Hin- riksson er þar ekki undanskilinn en hinn skeleggi, sköllótti og söng- elski dómari lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og heldur sínu striki þrátt fyrir alla gagnrýni sem hann fær. „Ég man ekki nákvæmlega hvar öll lætin byrjuðu í sumar en allir tóku þátt. Það verður að segj- ast eins og er að á tímabili var ótrúlega leiðinlegt að taka þátt í þessu. Ég er ekki að segja að við séum heilagir því að sjálfsögðu á að gagnrýna okkur eins og aðra. Menn fóru bara töluvert yfir strik- ið því við vorum kallaðir ömurleg- ir án þess að menn hefðu nokkuð fyrir sér í þeim efnum. Mér hefur aldrei leiðst eins mikið að dæma í fótbolta og fyrri hluta þessa móts. Ég var ekki að spá í að hætta en þetta var ofboðs- lega leiðinlegt ástand,“ sagði Garðar alvarlegur en þessi hasar sem hann talar um endaði með því að tveir þjálfarar voru sektaðir og í kjölfarið róuðust þjálfarar nokk- uð. Svívirtur á skemmtistað „Ég er búinn að prófa allt í þessu og meira en margir aðrir. Ég hef líka oftast verið milli tannanna á fólki og fólk virðist elska að hata mig,“ sagði Garðar Örn, sem seg- ist hafa verið laus við öll leiðindi utan vallar þar til í sumar. Hann leysti Jóhannes Valgeirs- son af hólmi í leikhléi í leik Fylkis og KR. Skömmu eftir hlé dæmdi hann umdeilda vítaspyrnu á Fylki og helgina eftir mátti hann þola svívirðingar á skemmtistað í borg- inni. „Mér var ekki sama um það. Þá fór maður að hugsa til hvers maður væri að standa í þessu. Ég hef ekki lent í slíku áður út af boltanum en slíkt hafði komið fyrir þar sem ég hef verið viðriðinn tónlist og þar hef ég fundið fyrir verulegum leið- indum. Samt spurning hvort það sé ekki öfund því allir vilja vera söngvarar og gefa út lög en það vill enginn vera dómari.“ Reiður út í Óla Þórðar Eins og áður segir hefur Garðar Örn lent í ýmsu á sínum ferli og ekki síður utan vallar en inni á vellinum. Síðasta sumar sakaði Ólafur Þórðarson, þáverandi þjálf- ari ÍA, Garðar um að hata ákveðna leikmenn ÍA-liðsins og vöktu ummælin eðlilega mikla athygli. „Ég heyrði þetta viðtal í útvarp- inu og ég get ekki lýst því hversu reiður ég var. Það sem ég hafði umfram Óla var að ég sýndi still- ingu því Valtýr Björn hringdi í mig um leið og hann var búinn að skella á Óla. Óli hringdi í mig skömmu síðar og baðst afsökunar en þetta er eitthvað það leiðinleg- asta sem ég hef lent í,“ sagði Garð- ar Örn, sem hefur gengið undir hinum ýmsu nöfnum hjá knatt- spyrnuunnendum og nægir þar að nefna nöfn eins og raðspjaldarinn og rauði baróninn. Vorkenni Gillzenegger Annað eftirminnilegt atvik sem kom upp síðasta sumar var þegar Gillzenegger skrifaði pistil í DV þar sem hann réðst ómaklega að Garðari Erni sem dómara og gekk síðan lengra er hann gerði lítið úr manndómi Garðars. „Ég var rosalega hissa er ég las þennan pistil. Ég átti aldrei von á því að það yrði gengið svona langt. Ég vorkenni greyinu sem skrifar þetta því hann á greinilega við ein- hver vandamál að stríða. Annars var ég meira reiður út í blaðið fyrir að birta þetta og reiður út í ritstjórana þar sem þetta hafi ekki verið lesið yfir. Ég hef aldrei séð svona í nokkrum fjölmiðli og mér fannst það vera skandall að þessu væri hleypt í gegn. Þetta var fullmikið af því góða og svo á ég dóttur sem er að byrja að lesa. Ég ætlaði fyrst að fara í mál en hætti við þar sem ég taldi ekki gott að blása málið upp. Ef ég hefði gert það þá fannst mér líka að ég væri að viðurkenna að það væri lítið undir mér. Það væri ekki gott ef ég ætlaði að halda mínu striki á djamminu,“ sagði Garðar og hló létt, greini- lega búinn að jafna sig á skrifun- um. Er fyndnasti dómari á Íslandi Ekki er nóg með að ráðist hafi verið að manndómi Garðars held- ur var hann einnig sakaður um að vera húmorslaus í sumar af Tryggva Guðmundssyni. Ástæðan var sú að hann spjaldaði Tryggva er hann var að fíflast í innkasti. „Ég vissi að þetta var húmor hjá Tryggva en það sem menn gleyma er að við dómararnir erum með eftirlitsdómara sem dæma okkur. Auðvitað langar okkur oft að taka þátt í húmornum en við getum það hreinlega ekki þar sem það mun bitna á okkur. Annars get ég sagt þér að ég er örugglega fyndnasti dómarinn í faginu. Það vantar ekki húmor í mig og það geta margir staðfest,“ sagði Garð- ar léttur en eflaust hugsa margir sem lesa þetta viðtal hvernig hann nenni að standa í þessu þar sem það virðist vera stöðugt neikvætt áreiti í kringum dómgæsluna. Lét ekki amatöraumingja eyði- leggja fyrir mér „Fyrir nokkrum árum síðan lenti ég í hroðalegum leik og þá ætlaði ég að hætta en þetta var leikur í neðri deildinni. Ég hafði rekið leikmann annars liðsins af velli fyrr um sumarið og félagar hans ákváðu að hefna fyrir það með stöðugum árásum á mig allan leik- inn. Ég svaraði, eins og ég er fræg- ur fyrir, með því að veifa rauðum spjöldum allan hringinn. Ég ætl- aði að hætta um kvöldið en eftir að ég náði mér niður hugsaði ég að það kæmi ekki til greina að láta einhverja amatöraumingja út í bæ eyðileggja fyrir mér að gera það sem mér þykir skemmtilegt. Blessunarlega hélt ég áfram og ég er FIFA-dómari í dag en þeir eru enn að grafa skurði,“ sagði Garðar. Fjölmiðlarnir vandamál Fréttablaðið fjallaði á dögunum um starfsumhverfi dómara og að sú neikvæða umræða sem dómar- ar verði fyrir væri farin að hafa þau áhrif að þeir íhuguðu að hætta í dómgæslu áður en þeir þyrftu þess. Hvað telur Garðar að sé hægt að gera til að bæta ástandið? „Fjölmiðlarnir spila mjög stórt hlutverk og ekki bara blöðin heldur líka sjónvarpsstöðvarnar sem og þessi útvarpsþáttur sem hann Val- týr Björn er með. Þar er valtað yfir okkur hvað eftir annað án þess að menn hafi nokkuð fyrir sér. Svo er verið að kvarta yfir því að við nenn- um ekki að tala við þá. Það er af því að við komum aldrei sem sigurveg- arar út úr slíku og skiptir engu hversu rétt við höfum fyrir okkur. Vandamálið finnst mér liggja í fjölmiðlunum og ég les alltaf um leikina sem ég dæmi og það fer rosalega í pirrurnar á mér þegar strákar sem kannski halda með Val eru að skrifa um Val. Ef Valur tapar leiknum þá bitnar það á dóm- aranum. Ég finn mikið fyrir þessu og sérstaklega ef maður er að dæma úti á landi. Mér finnst menn vera fulldómharðir á okkur og vissa dóma án þess að hafa hug- mynd um hvað málið snýst,“ sagði Garðar, sem segir allt annað að dæma í neðri deildunum í dag því þar sé borin virðing fyrir sér. „Það er búið að vera algjör draumur í sumar að komast í neðri- deildarleiki. Þegar ég mæti á leik í annarri deildinni liggur við að menn beygi sig niður fyrir manni. Þetta er kannski fullsterkt til orða tekið en það er allt annað í gangi og hluti af því er að við erum laus- ir við fjölmiðlana í þessum leikj- um,“ sagði Garðar Örn Hinriks- son. henry@frettabladid.is FÓLK VIRÐIST ELSKA AÐ HATA MIG Umdeildasti knattspyrnudómari landsins er klárlega Garðar Örn Hinriksson. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Garðar lent í ýmsu á sínum ferli og sumt af því miður skemmtilegu sem á ekkert skylt við fótbolta. Garðar Örn talar opinskátt og af hreinskilni um líf sitt sem knattspyrnudómari við Fréttablaðið í dag. EKKERT MÚÐUR Leikmenn komast ekki upp með neitt múður hjá Garðari Erni en hann segir hér einum leikmanna Fylkis að halda sig á mottunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÞAÐ ER ÉG SEM RÆÐ HÉR Garðar Örn les hér Skagamanninum Reyni Leóssyni lífs- reglurnar í leik gegn KR síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Bandaríkjamenn tryggðu sér í gær þriðja sætið á heimsmeistaramótinu í körfubolta sem stendur yfir í Japan. Banda- ríkin mættu Argentínu í leik um þriðja sætið og unnu með fimmtán stiga mun, 96-81. Dwyane Wade fór á kostum í liði Bandaríkjamanna og skoraði 32 stig og var með 76,5% skotnýt- ingu utan af velli. Næstur honum í stigaskori kom Lebron James með 22 stig auk þess sem hann tók níu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hjá Argentínumönnum var Luis Scola stigahæstur með 19 stig og næstur á eftir honum var Andres Nocioni með 18 stig. Frakkar og Tyrkir mættust einnig í gær í leik um fimmta sætið. Mjög lítið var skorað í leikn- um, sem endaði með sigri Frakka, 64-56. Florent Pietrus skoraði mest Frakka eða 12 stig, auk þess sem hann tók níu fráköst. Hjá Tyrkjum var það hins vegar leik- maður með hið stórskemmtilega nafn Engin Atsur sem var stiga- hæstur með 15 stig. Í dag kl. 10:30 er svo úrslita- leikurinn milli Spánverja og Grikkja. - dsd Heimsmeistaramótið í körfubolta: Bronsið til Bandaríkjanna DWYANE WADE Átti stórleik í gær þegar bandaríska liðið tryggði sér þriðja sætið á HM. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 6. september nk. 10.Septembe nk.Ná skeiðið hefst 9. september nk. í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 866 0122 Eygló eyglo@sjukratjalfun.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.