Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 8
8 3. september 2006 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Einhvern tímann heyrði ég því fleygt að bjartsýnismaður væri sá sem neitaði að læra af reynslunni. Þetta er frekar vonleysislegt viðhorf en það er þó svo að reynslan er harður húsbóndi. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði Steingrím J. Sigfússon formann VG lýsa því yfir að hann vildi láta á það reyna hvort ekki væri hægt að ná samstöðu við hina stjórnarandstöðuflokkana um ákveðin lykilmál fyrir næstu kosningar. Mér finnst þessi hugmynd Steingríms mjög fín. Það væri ljómandi gott fyrir pólitíska umræðu í landinu ef fram kæmi með skýrum hætti á hverju kjósendur geta átt von komist vinstri stjórn til valda. En ég held að þetta verði ekki auðvelt verk, langt í frá. EKKI Í FYRSTA SINN Það væri pólitískt afrek hjá Steingrími ef honum tækist að draga fram stefnu Samfylkingar- innar í ákveðnum lykilmálum fyrir næstu kosningar. Samfylkingin hefur verið svo upptekin af því að verða stór stjórnmálaflokkur að hún forðast eins og heitan eldinn að segja eitthvað fast og ákveðið um nokkurn skapaðan hlut. Orðin nútímalegur, framsækinn og metnaðarfullur jafnaðarmanna- flokkur virðast eiga að duga sem útfærsla helstu stefnumála. Steingrímur hefur reyndar tekið fram að hann hafi reynt fyrir síðustu kosningar að fá Samfylk- inguna til að leggja fram stefnu- mál sín og stilla þannig saman strengi stjórnarandstöðunnar. Það tókst ekki þá. METNAÐARFULLT VERKEFNI STEIN- GRÍMS Mér finnst mest spennandi að fylgjast með því hvernig Stein- grími muni ganga að ná út úr Samfylkingunni útfærslu hennar á stefnu sinni í sjávarútvegsmálum. Eins og fram hefur komið vill Ingibjörg Sólrún útfæra stefnu síns flokks í nánu samráði við Landssamband íslenskra útvegs- manna og önnur hagsmunasamtök í sjávarútvegi. Við upphaf kosningavetrar er enn erfitt að henda reiður á hver útfærslan á að vera. Vandinn er sá að Steingrímur er prinsippmaður í pólitík. Hann mun því eiga erfitt með að sitja með þeim Samfylkingarmönnum á fundum inni í LÍÚ og taka þar við línunni. Ekki síður hlýtur það að verða spennandi að sjá sameigin- lega stefnu VG og Samfylkingar- innar í utanríkismálum. Þar hefur Ingibjörg þó talað nokkuð skýrt í einu máli, Samfylkingin vill að Ísland gangi í ESB. Steingrímur myndi sennilega fyrr ganga prívat og persónulega í NATO heldur en að berjast fyrir aðild Íslands að ESB. Svona má lengi telja. GLANNI GLÆPUR Fyrstu viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar eru þau að kalla tillögu Steingríms fjölmiðlaleikrit. Það hlýtur að vera særandi fyrir Steingrím að fá þessa einkunn frá leiðtoga Samfylkingarinnar, þetta er svona eins og að mega þola það að vera sakaður um ofleik af Glanna glæp. Ingibjörg nefnir þó að samhljómur geti orðið hjá flokkunum um andstöðu við stóriðjustefnu. Væntanlega vísar formaður Samfylkingarinnar þar til þátttöku ríkisins í raforkufram- leiðslu til álbræðslu og þá meðal annars til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Ekki ætti að þurfa að rifja upp að Ingibjörg lék lykil- hlutverk í því að tryggja að Kárahnjúkastíflan yrði reist. Atkvæði hennar í borgarstjórn skipti sköpum þegar kosið var þar um hvort ábyrgðir yrðu veittar til verkefnisins. Og allir viðstaddir þingmenn Samfylkingarinnar að tveimur undanskildum kusu með framkvæmdinni á þingi. Hætt er við að sá samhljómur sem Ingibjörg hyggst ná með VG í þessu máli verður fremur holur og að stöku nóta skeri í eyru. GENGISFELLING En þó að erfiðlega muni ganga að finna málefnalegan grundvöll fyrir samstarfi vinstri flokkanna þá eiga þeir auðvelt með að stilla saman strengi í upphlaupsmálum. Hart hefur verið gengið fram og fyrrverandi iðnaðarráðherra sakaður um að hafa vísvitandi leynt Alþingi Íslendinga mikilvæg- um upplýsingum vegna byggingar Kárahnjúkastíflu. Það er vart hægt að bera ráðherra þyngri sökum en þessum. Það má ljóst vera að enginn setur slíkar ásakanir fram án þess að hafa fyrir þeim ríka sannfæringu og haldgóð rök. Stjórnarandstaðan hefur vitað af málsmeðferð Valgerðar og skýrslu Gríms frá því árið 2003 og jafnvel fyrir þann tíma. Ef það er einlæg skoðun stjórnarandstöðunnar að Val- gerður hafi brugðist skyldum sínum, hvers vegna í ósköpunum féllu þá ekki jafnþung orð og nú hafa fallið árið 2003, árið 2004 eða árið 2005? Er eitthvert sérstakt tilefni núna? Eða var stjórnar- andstaðan virkilega svona fattlaus í öll þessi ár? Einhvern tímann kann það að gerast að ráðherra reyni vísvitandi að leyna Alþingi upplýsingum. Þá skiptir máli að ekki sé búið að gengisfella slíkar ásakanir með tilhæfulausum upphlaupum. Alþingi þarf mjög á því að halda að komi slíkar ásakanir fram hjá málsmetandi mönnum sé á þær hlustað og þær teknar alvarlega. Það hlustaði enginn á strákinn sem kallaði úlfur, úlfur þegar hann loksins þurfti á því að halda. Viðbrögð | Ágúst Þór Árnason svarar leiðara Fréttablaðsins Í leiðara Fréttablaðsins 1. september gerir annar aðalritstjóri blaðsins mér þann heiður að fjalla um ummæli mín á sjónvarpsstöðinni NFS miðvikudaginn 30. ágúst. Þar fjallaði ég um afgreiðslu erindis fyrrverandi þingmanns Sjálf- stæðisflokksins til dómsmálaráðherra þar sem hann fer fram á að sér sé veitt uppreist æru. Í viðtalinu sagðist ég telja afgreiðslu málsins formlega óað- finnanlega en klaufalega í ljósi uppá- komunnar í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Ritstjórinn snýr út úr orðum mínum að því er virðist í þeim tilgangi að vara við því að fjallað sé um umrætt mál með öðrum hætti en honum er þóknanlegt. Ábúðarfull orð hans um að gera verði lágmarkskröfur til sér- þekkingar háskólafólks sem tjáir sig opinberlega um málefni líðandi stundar eru í litlu samræmi við þær athuga- semdir sem hann gerir við ummæli mín. Ég dreg ekki þekkingu ritstjórans á lagalegum þætti þessa sérstaka máls í efa. Fyrrum ráðherra, alþingismanni, formanni Sjálfstæðisflokksins og lög- fræðingnum Þorsteini Pálssyni sést hér þó yfir að í stjórnskipun vegast á laga- leg, samfélagsleg/lýðræðisleg og stjórn- málaleg álitaefni í ríkari mæli en í ann- arri löggjöf. Þorsteini Pálssyni hefur verið boðið að halda erindi um stjórnskipunarlegt hlutverk forseta lýðveldisins við Háskólann á Akureyri. Það er von mín og annarra þeirra sem að boðinu standa að tónninn í leiðara Þorsteins gefi ekki annað til kynna en að hann ætli að þekkj- ast boðið. Sérfræðiálit um samfélagsmál Úlfur úlfur Samfylkingin Suðurkjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldinn í Ráðhúskaffi Þorlákshöfn sunnudaginn 17. september 2006 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um tilhögun við val á framboðslista Samfylkingarinnar í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningarnar. Stjórnin Í DAG | ILLUGI GUNNARSSON Stjórnarsamstarf ÁGÚST ÞÓR ÁRNASON Fortíðin strikuð út „Hafi maður, er sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, síðar öðlast uppreist æru, er ekki heimilt að bera hann framar þeim sökum,“ segir orð- rétt í almennum hegningarlögum. Er þá spurt hvort ekki megi minnast á brot Árna Johnsen nú eftir að hann hlaut uppreisn æru. Búið að þurrka fortíðina út. Það er þó harla ólíklegt. Hins vegar er ekki hægt að minnast á brot Árna þegar fjallað er um kjörgengi hans eða í dómsmálum til refsiþyng- ingar sem dæmi. Prófkjörtíð Margir bíða óþreyjufullir eftir því að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík taki formlega ákvörð- un um að halda prófkjör fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Stjórn ráðsins mun koma saman á næstunni, hefja undirbúning að prófkjöri og samþykkja það svo formlega um miðj- an september. Verður prófkjörið þá haldið um miðjan nóvember. Eftir að það liggur fyrir munu frambjóðendur tilkynna hvaða sæti þeir sækist eftir á framboðslista flokksins. Björn Bjarna- son hefur fyrstur tilkynnt um framboð sitt og mun hann líklega þurfa að keppa við Guðlaug Þór Þórðarson um annað sæti á listanum, á eftir formanni flokksins. Leitað til kvenna Talað er um að meðal efstu tíu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði að vera að minnsta kosti fjórar konur. Sólveig Pétursdóttir og Ásta Möller munu að öllum líkindum sækj- ast eftir sæti á listanum. Það er því ljóst að sóknarfæri er fyrir fleiri konur. Hefur meðal annars verið leitað til Ásdísar Höllu Bragadóttur, forstjóra Byko. Talið er ólíklegt að hún stígi aftur inn í pólitíkina á þessum tímapunkti. Samt er spurning hvort hún haldi titlinum sem næsta vonar- stjarna flokksins í fjögur ár í viðbót. bjorgvin@frettabladid.isiÍ grein sem Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður skrifaði og birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag gerir hann ýmsar athugasemdir við hugleiðingar þess sem hér skrifar um ábyrgð einstaklinga þegar fyrirtæki sem þeir stýra verða uppvís að ólöglegu verðsamráði. Í pistlinum sem athugasemdir Ragnars beinast að var lagt út frá ólöglegu verðsamráði olíufélaganna Skeljungs, Essó og Olís, sem samkeppnisyfirvöld hafa sektað um samtals 1,5 milljarða króna. Ríkissaksóknari hefur málið nú til meðferðar og hefur fulltrúi embættisins bent á að í nágrannalöndum okkar séu ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur séu það alltaf fyrirtækin sjálf. Þessi ábending fulltrúa Ríkissaksóknara er að sjálfsögðu ekki annað en vangaveltur um hvort lagalegar forsendur séu fyrir málsókn á hendur þeim einstaklingum sem hafa stöðu sakbornings í rann- sókn Ríkissaksóknara á verðsamráði olíufélaganna, en Ragnar H. Hall er einmitt verjandi eins þeirra manna. Nú kom ekki fram í pistlinum, sem Ragnar gerir athugasemdir sínar við, krafa um að skjólstæðingur hans eða aðrir sakborning- ar í svindli olíufélaganna eigi að sæta ákærum og refsingum, þótt hann kjósi að halda því fram í svargrein sinni. Þar stóð skýrum stöfum að samfélagið hlyti að gera þá kröfu að stjórnendur fyrir- tækja sem yrðu uppvísir að ólöglegu verðsamráði sættu refsing- um. Tilefni pistilsins var sem sagt að við núverandi aðstæður í íslensku réttarfari er einmitt þetta atriði ekki nægilega skýrt. Enginn ágreiningur er uppi um að stjórnendur olíufélaganna höfðu með sér svo vítt samráð um verð, útboð og fleira, að það náði til alls almenns reksturs félaganna. Hér var á ferðinni harð- snúið samsæri sem gekk svo fram af þjóðinni að í skoðanakönn- un Fréttablaðsins haustið 2004 kom fram að 99 prósent almenn- ings töldu að forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka fyrir þátt sinn í málinu. Að sjálfsögðu skiptir þetta álit þjóðarinnar nákvæmlega engu þegar Ríkissaksóknari metur hvort lagalegar forsendur séu fyrir því að sækja forstjórana til saka. Á hinn bóginn er full ástæða til að gera kröfu um að í lögum landsins sé búið svo um hnútana að enginn vafi leiki á því að þeir sem eru gripnir glóðvolgir við slík brot axli á þeim persónulega ábyrgð, eins og kom fram í pistlin- um sem ýtti Ragnari H. Hall út á ritvöllinn. Tilgangurinn með þeim pistli var svo sannarlega ekki að velta fyrir sér lagatæknilegum atriðum olíumálsins. Þau átök eru eft- irlátin lögspekingunum. Hugmyndin var að vekja athygli á því að í haust getur þjóðin átt von á því að tilkynnt verði að mennirnir sem stýrðu olíusvindlinu verði ekki sóttir til saka og þeirri skoðun lýst að ekki verði búið við slíkt ástand í viðskiptalífinu áfram. Í svargrein Ragnars kemur fram að ekki sé réttmætt að gera kröfu um að þeir sem hafi staðið í slíkum brotum sæti refsingum vegna þess að „hin ætluðu brot hafi verið framin af félögum sem þeir störfuðu hjá“. Erfitt er að skilja þetta á annan hátt en að Ragnar álíti að félög hafi sjálfstæðan vilja, sem stjórnendur þeirra hafi ekkert um að segja. Þetta er svo sannarlega athyglisverð tilhugsun og fyrir ólögfróða menn verður spennandi að sjá hvort dómstólar fá tækifæri til að staðfesta þann skilning. Ábyrgð á verðsamráði: Hafa félög sjálfstæðan vilja? JÓN KALDAL SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.