Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 70
30 3. september 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is ÍSLENSKA LIÐIÐ ÁRNI GAUTUR ARASON 8 Stóð pressuna af sér vel í upphafi leiksins en hefði átt að verja skot Healys í rangstöðumarkinu. Hélt þó hreinu á endanum og átti því góðan dag. GRÉTAR RAFN STEINSSON 8 Fékk ekkert að leika lausum hala og sinnti varnarhlutverkinu frábærlega. Var alltaf á tánum og skilaði boltanum vel af sér. ÍVAR INGIMARSSON 9 Átti stórkostlegan leik. Alltaf rétt staðsettur og gerði sóknarmann Norður-Íra, James Quinn, ósýnilegan. Besti landsleikur hans frá upphafi. HERMANN HREIÐARSSON 8 Barði Norður-Írana af sér allan leikinn, sér í lagi hinn marksækna Healy og reyndi mjög á skap hans. Steig varla feilspor. INDRIÐI SIGURÐSSON 8 Komst mjög vel frá sínu og sinnti sínu hlutverki eins og til var ætlast. Hafði gætur á hinum reynda Gillespie, sem átti erfitt uppdráttar. KÁRI ÁRNASON 5 Lék aðeins í hálftíma og náði sér aldrei á strik. Gerði vel í marki Gunnars Heiðars. Gekk greini- lega ekki heill til skógar. JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON 8 Átti afar skynsaman og yfirvegaðan leik en barð- ist afar vel og vann þar að auki mörg „skítverk“. Ný hlið á Jóhannesi, sem leit afar vel út. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON 9 Átti hreint frábæran leik. Tók þátt í tveimur mörkum og var gífurlega öflugur á miðjunni, bæði í varnar- og sóknarhlutverki. Glæsileg frammistaða. HANNES Þ. SIGURÐSSON 7 Barðist vel í fyrri hálfleik og skilaði sínu ágætlega. En klárlega ekki hlutverk í liðinu sem er eftir hans höfði. Slakaði verulega á í síðari hálfleik. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 8 Góður dagur hjá Eiði og dæmigerð frammistaða í landsleik. Virtist stundum áhugalítill og hefði mátt eltast meira við boltann. Átti nokkra yfir- burðatakta á vellinum auk þess sem hann skor- aði gott mark. Vel að markametinu kominn. GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON 7 Var duglegur auk þess sem hann kom Íslandi á bragðið með mjög vel afgreiddu marki. Átti þó í vandræðum með að skila boltanum af sér. VARAMENN HELGI VALUR DANÍELSSON 6 Kom inn á fyrir Kára á 35. mínútu. Komst lítið inn í leikinn. HJÁLMAR JÓNSSON 6 Kom inn á fyrir Hannes á 64. mínútu. Hafði sig lítið í frammi en gerði engin mistök. STEFÁN GÍSLASON - Kom inn á fyrir Brynjar Björn á 75. mínútu. MEÐ ELÍSABETU GUNNARSDÓTTUR60 SEKÚNDUR Besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna er... Allt Valsliðið. Margrét Lára eða Ásthildur: Tvær frábærar knattspyrnukonur. Er eðlilegt að vera með markatöluna 87:8 þegar ein umferð er eftir? Ef maður á það skilið. Gætir þú hugsað þér að þjálfa karlalið? Nei. Á að breyta fyrirkomulaginu í Landsbanka- deild kvenna? Það má alveg skoða það. Hef lítið pælt í hvernig. Hlíðarendi eða Valbjarnarvöllur: Hlíðarendi. Vinnur Valur tvöfalt? Vonandi. Valur er... Stórveldi. Hverjir verða enskir meistarar? Manchester United, ekki spurning. Kemst karlalandsliðið í lokakeppni EM? Það væri óskandi. Hvenær tekurðu við kvennalandsliðinu? Þegar réttur tími gefst. Besta knattspyrnukona heims: Inka Grings. Besti knattspyrnumaður heims: Ronaldinho. Fílarðu hljómsveitina Snooze? Hún er frábær. > Simun, Rógvi og Fróði léku Framherjinn Rógvi Jacobsen, sem lék með KR- ingum í Landsbankadeildinni framan af sumri, og Fróði Benjamínsen, sem lék með Fram hér á landi fyrir nokkrum árum, léku báðir með landsliði Færeyja sem beið afhroð í leik sínum gegn Skotlandi í undankeppni EM í gær. Lokatölur urðu 6-0, Skotum í vil, og sáu frændur vorir í Færeyjum aldrei til sólar. Simun Samuelsen hjá Keflavík byrjaði á varamanna- bekk Færeyinga en kom inn á þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. FÓTBOLTI Það var hellidemba sem heilsaði Belfast-búum að morgni leikdags. Það hafði þó stytt upp þegar leikurinn hófst og áður en yfir lauk hóf sólin að skína, sem var sér í lagi viðeigandi fyrir íslenska liðið sem vann frábæran 3-0 sigur með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guð- johnsen. Íslensku leimennirnir byrjuðu á því áður en leikurinn hófst að hóp- ast saman í hring og peppa hvern annan upp fyrir leikinn. Sjaldgæf sjón hjá íslenska liðinu en vonandi merki um breytta tíma. Athygli vakti að Eyjólfur Sverrisson valdi Gunnar Heiðar Þorvaldsson fram yfir Heiðar Helguson í framlínu liðsins við hlið Eiðs Smára en Heiðar hefur ekki náð sínu besta fram í undanförnum landsleikjum og því ef til vill rök- rétt ákvörðun. Snemma leiks var ljóst að það var mjög þýskur bragur á liðinu. Íslenska liðið var afar þétt og gaf Norður-Írum lítið pláss með bolt- ann. Það hreyfði sig mikið með boltanum og neyddi þar með heima- menn til að gefa háar og langar sendingar. Ungu mennirnir á köntunum, Kári Árnason og Hannes Sigurðs- son, voru duglegir að sækja með liðinu og beið þá Eiður Smári fyrir aftan þá og Gunnar Heiðar þar sem hann reyndi að dreifa boltanum í opin svæði. Það var hins vegar Brynjar Björn sem átti sendinguna sem skapaði fyrsta markið. Hún rataði inn á teig þar sem Kári tók við bolt- anum og kom honum á Gunnar Heiðar. Hann skilaði boltanum í netið með laglegu utanfótarskoti. Ákvörðun Eyjólfs var ekki lengi að skila tilætluðum árangri. „Who are you?“ sungu stuðn- ingsmenn í stúkunni þegar Jóhann- es Karl tók horn á 20. mínútu. Enn og aftur svöruðu Íslendingar fyrir sig hátt og snjallt. Boltinn fór af varnarmanni Norður-Íra og beint fyrir fætur Hermanns Hreiðars- sonar, sem skoraði af stuttu færi. Fyrir Íslendinga var leikurinn eins og draumur en að sama skapi hrein og klár martröð fyrir heima- menn, sem voru þegar farnir að tínast af vellinum. Norður-Írar reyndu að klóra í bakkann en gekk ekkert. Ívar Ingi- marsson átti góðan skalla að marki eftir aðra hornspyrnu Íslands í leiknum en framhjá. Það kom í hlut miðvallarleik- mannsins Sammy Clingan að hafa gætur á Eiði Smára og tókst honum vel upp í upphafi leiks. En eftir að hafa lent 2-0 undir hætti hann nán- ast að elta hann og var það lýsandi fyrir leik Norður-Íra. Þetta var pín- leg stund fyrir þá. Og það átti eftir að versna enn fyrir heimamenn. Aftur splundraði Brynjar Björn vörn Norður-Íra með sendingu inn fyrir vörn þeirra sem Grétar Rafn fékk, gaf fyrir og boltinn fór af varnarmanni og beint fyrir fætur Eiðs Smára sem átti ekki í vandræðum með að skora. Þar með var markamet Ríkharðs Jónssonar jafnað. Síðari hálfleikur hófst fremur rólega og greinilegt að leikmenn beggja liða voru heldur áhuga- minni en í upphafi leiks. Íslenska liðið slakaði heldur of mikið á og var heppið á 61. mínútu er mark Davids Healy var dæmt af vegna rangstöðu. Annars var síðari hálfleikur eins og við var að búast. Norður- Írar reyndu að halda niðurlæging- unni í lágmarki á meðan íslensku strákarnir reyndu bara að spila skynsamlega, gera ekki mörg mis- tök og halda fengnum hlut. Við það getur verið erfitt að halda staðfest- unni og einbeitingunni en íslenska liðið komst ágætlega frá því. Niðurstaðan er stórkostlegur sigur í Belfast og getur liðið nú gengið kokhraust til leiks gegn Danmörku á miðvikudag. Stórkostleg frammistaða í Belfast Á 34 mínútum í fyrri hálfleik gerði íslenska liðið út um leikinn gegn Norður-Írum í undankeppni EM með þremur frábærum mörkum og stórkostlegri frammistöðu. Fyrri hálfleikurinn var einn sá besti frá upphafi hjá íslenska landsliðinu, sem hélt einfaldlega fengnum hlut í þeim síðari. Windsor Park, áhorf: 14 þúsund N-Írland Ísland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–6 (3–5) Varin skot 2–3 Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 9–11 Rangstöður 3–2 0-1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (13.) 0-2 Hermann Hreiðarsson (20.) 0-3 Eiður Smári Guðjohnsen (34.) 0-3 T. Skjerven, Nor. (8) UNDANKEPPNI EM EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Belfast. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Þriðjudögum og fi mmtudögum kl. 17.45 - 19 Byrjum þriðjudaginn 5. sept. FÓTBOLTI „Þetta var draumabyrj- un fyrir liðið og glæsilegt hvern- ig leikmennirnir tóku á þessum leik,“ sagði kampakátur lands- liðsþjálfarinn Eyjólfur Sverris- son við Fréttablaðið í gær. „Við vorum að skila góðri varnarvinnu og þegar við unnum boltann áttum við virkilega góðar skyndisóknir og vorum að halda boltanum mjög vel. Mér fannst vera mjög góður taktur í okkar leik.“ Íslenska liðið bakkaði eðlilega töluvert í síðari hálfleik, enda með 3-0 forystu. „Við vorum auð- vitað ekkert að sperra okkur neitt mikið fram á við. Þeir gerðu að sjálfsögðu allt til að pressa á okkur en við náðum að standast það mjög vel. Við vorum mjög þéttir fyrir í vörninni og höfðum engar áhyggjur,“ sagði Eyjólfur um síðari hálfleikinn. Íslendingar mæta Dönum á miðvikudaginn og Eyjólfur sagði að það yrði ekki erfitt að ná mönnum niður eftir þennan leik. „Menn verða alveg vaknaðir þá. Við ætlum að halda okkar leik áfram og styrkja okkur enn frek- ar. Varnarleikurinn í dag var að ganga upp líkt og á móti Spán- verjum og við vorum að bæta í sóknina núna þannig að þetta er allt á réttri leið.“ - dsd Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson: Draumabyrjun fyrir liðið FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son var kampakátur eftir leik og neitaði því ekki að það hefði verið ljúft að skora fyrsta mark leiksins. „Það var afar ljúft. Markið var einmitt barnings- mark, boltinn datt allt í einu fyrir mig og ég kláraði það bara.“ Hann sagðist einnig ánægður með varnarleikinn. „Það var ótrúlegt að þeir héldu sífellt áfram að dæla háum boltum inn á teiginn þar sem turnarnir, Hemmi og Ívar, hreinsuðu allt. En það var mikill baráttuandi í liðinu og við hættum aldrei enda var ég alveg búinn á því eftir leik.“ - esá Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Ljúft að skora 1-0 Gunnar Heiðar sést hér skora mark sitt í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GAMAN Leikmenn íslenska landsliðsins höfðu ríka ástæðu til að gleðjast eftir sigur- inn í gær. Frammistaðan hjá liðinu var sú besta í langan tíma og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EYJÓLFUR SVERRISSON Skiljanlega mjög sáttur við sína menn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.