Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 19
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
18,3%
20,3%
61,5%
MIKAEL
Konur eru ábyrgari en karlar
sem eru galgopar.
„Mér sýnist að þessar niðurstöður staðfesti að konur eru almennt varkárari en
karlar og það á einnig við um sýn á framtíðina. Þetta kemur einnig skýrt fram í
mánaðarlegri væntingavísitölu Gallup, en allt frá því mælingar hófust vorið
2001 hafa karlar verið töluvert bjartsýnni en konur,“ segir Edda Rós Karls-
dóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans.
Fréttablaðið bar niðurstöður könnunarinnar undir Eddu Rós, sem skoðaði
þær með tilliti til væntingavísitölu Gallups.
Ein skýringin á því að karlarnir horfa fremur til himins kann að vera sú, að
mati Eddu Rósar, að uppsveifla síðustu ára hefur fyrst og fremst verið í
atvinnugreinum þar sem karlar eru áberandi, til dæmis í byggingafram-
kvæmdum og á fjármálamörkuðum.
„Ég held þó að einnig verði að leita skýringa í sálfræði, verkaskiptingu á
heimilum og þeirri staðreynd að fleiri einhleypar konur eru með börn á fram-
færi en karlar. Það er athyglisvert að mælingar Gallup í gegnum tíðina sýna að
viðhorf karla og kvenna hreyfast að mestu í takt. Þegar bjartsýni eykst meðal
kvenna þá eykst hún einnig hjá körlum, bara miklu meira. Sama á við þegar
bjartsýni minnkar. Þrátt fyrir að karlar séu mun bjartsýnni en konur í dag, þá
var munurinn á viðhorfum kynjanna mun meiri um síðustu áramót þegar bjart-
sýni var í hámarki.“
„Ég veit í það minnsta að markaðsstjórar og
auglýsingasölumenn þeir sem
maður hefur talað við í gegn-
um tíðina segja að konur séu
innkaupastjórar heimilanna.
Standist það gefur augaleið
að þær hljóta að hitta nagl-
ann á höfuðið, heimur
versnandi fer og allt er
að fara til fjandans,“
segir Mikael Torfason-
spurður hvað megi lesa
úr niðurstöðum þessarar
könnunar.
Mikael vitnar sem fyrr í
markaðsmennina, sem
segja að konurnar haldi um
budduna.
„Samkvæmt því er þetta
raunsæi kvenna fremur en með-
fædd svartsýni. Konur
eru miklu ábyrgari og
vilja áætla var-
lega um
framtíð-
ina. Í framhaldi af því má líklega heimfæra
ofurskuldir heimilanna á karlanna - að
þeirra sé ábyrgðin þar. Nei, þetta
hljómar síður sem svartsýni held-
ur miklu fremur má úr þessu
lesa að einmitt svona eigi menn
að hugsa: Vona það besta en
búast við því versta.“
Mikael telur fráleitt að
álykta út frá þessu sem svo að
konur séu þunglyndari að
eðlisfari. „Nei, það held ég
ekki. Í öllum íslenskum bók-
menntum, og býr þar meira
að baki en einskær skáldskap-
ur, er karlinn ábyrgðarlaus gal-
gopi. Þannig lýsa merkustu rit-
höfundar þjóðarinnar karlinum.
Og hafa sitthvað til síns máls.“
Örn Clausen hæstaréttarlögm aður:
Menn blott a sig ekki
og í fyrra. Pössuðu sig á að blotta sig ekki. Ef þú skilur
hvað ég er að segja? Engu líkara en sjónvarpað væri
frá Skattvesenet eins og það er orðað í Skandinavíu.“
Örn segist engu geta svarað þegar hann er spurður
hvort hann telji konur svartsýnni en karla. Segir bara
eins og karlarnir í réttunum forðum: Ætli það sé ekki
svipað og verið hefur.
„Konan mín er ekki svartsýn. Hún er að tala um að
bjóða mér út til New York. Að hún eigi einhverja
punkta inni. Maður lætur sig nú hafa ýmislegt. Ætli ég
geri það ekki fyrir þig, sagði ég á endanum. Í lok
október. En lengra fer ég nú ekki. Og helst ekki lengra
en á Langanes.“
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans:
Karlarnir ýktari í
væntingum sínum
EDDA RÓS Konur eru almennt varkárari en karlar.
Mikael Torfason, ritstjóri og rithöfundur:
Karlinn ábyrgðarlaus
galgopi
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
15%
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
17,3%
25,5%
57%
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
22,8%
20,2%
57,8%
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
KK
Dreifarar svala fólkið
KVK
KK
Dreifarar svala fólkið
KVKEINS
BATNI
VERSNI
Spurt var: Telur þú að efnahagur
fjölskyldu þinnar batni, versni eða
standi í stað næstu 12 mánuði?
SUNNUDAGUR 3. september 2006 19