Fréttablaðið - 03.09.2006, Qupperneq 20
3. september 2006 SUNNUDAGUR20
Undanfarin ár hefur verið mikil vakning meðal landans um almenna
heilsu- og líkamsrækt. Samhliða þessari vakningu hefur Esjan lokkað til
sín æ fleiri göngugarpa á hverju ári. Margir segjast jafnvel hitta fleiri á
leið upp Esjuna en á Laugaveginum í Reykjavík á góðviðrisdegi.
Esjan vinsæl sem aldrei fyrr
HITTIR MARGA Margrét Eir er ánægð með hvað hún hittir alltaf marga sem
hún þekkir þegar hún gengur á Esjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MERKINGARNAR TIL FYRIRMYNDAR
Jón er ánægður með merkingarnar, keðj-
urnar og tröppurnar sem hafa verið settar
upp í hlíðum Esjunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Esjan hefur verið eitt vinsælasta útivistarsvæði
Reykjavíkur og nágrennis um langt skeið en
líklega hefur hún aldrei verið vinsælli en nú í
sumar. Páll Guðmundsson er framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands og segir hann milli átta- og
tíuþúsund manns ganga á Þverfellshorn á hverju
sumri. „Það hefur verið gestabók á toppnum í
mörg ár og sjáum við þar hve margir fara upp í
viku hverri. Margir setja það á dagskrá hjá sér að
ganga til dæmis einu sinni í viku og sumir oftar,
jafnvel daglega. Margir nota Esjuna sem mæli-
kvarða fyrir aðrar ferðir en það er talað um að ef
menn geti farið upp á einni klukkustund séu þeir í
nógu góðu formi til að takast á við erfiðari fjöll,“
segir Páll og bætir því við að algengara sé að fólk
fari upp og niður aftur á tveimur og hálfum til
þremur tímum.
Í sumar hefur Ferðafélagið unnið að því að
setja keðjur og tröppur í klettana efst í fjallinu,
auk þess sem stígarnir hafa verið lagaðir í
samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. „Það
sem er svo gott við Esjuna er náttúrlega fyrst og
fremst útiveran, frábært útsýni og að fá ferskt loft
í lungun. Það er alveg frábær líkamsrækt að ganga
á fjöll og heilmikil brennsla þannig að fyrir þá sem
vilja losa sig við aukakílóin er þetta alveg kjörin
leið til þess,“ segir Páll en algengast er að ganga
frá Mógilsá upp á Þverfellshorn. Gönguleiðir á
Esjunni eru þó allt að tuttugu talsins og hafa verið
merktar smátt og smátt í gegnum tíðina. „Í sumar
erum við með happdrætti meðal allra þeirra sem
skrifa í gestabókina á Þverfellshorni. Það eru
veglegir gönguskór í vinning þannig að fólk ætti
endilega að kvitta fyrir sig ef það fer á toppinn.“
Söngkonan Margrét Eir er dugleg í fjallgöngum og hefur
gengið fjórum sinnum á Esjuna í sumar. „Mér finnst voðalega
gott að fara þangað og á að minnsta kosti eftir að fara einu
sinni enn í sumar. Vinkona mín er búin að panta að koma
með mér og ætli ég hlýði ekki þeirri skipun,“ segir
Margrét hress og kát en hún er komin í hörkuform,
sem sannaðist þegar hún hljóp í Reykjavíkurmaraþoni
Glitnis á Menningarnótt. „Ég er rosalega ánægð með
mig því ég hljóp tíu kílómetrana á klukkutíma.“
Margrét segist oft fara ein á Esjuna enda sé vinahóp-
urinn hennar ekki beinlínis samsettur af miklum
göngugörpum. „Ég hendi stundum gönguskónum í
bílinn og keyri upp að Esju, til dæmis á sunnudags-
morgnum. Það tekur mig rúma tvo tíma að fara upp á
topp og niður aftur. Oft ætla ég að rölta í rólegheitunum
upp en þegar ég er komin af stað fer ég alltaf í einhverja
brjálaða tímatöku við sjálfa mig,“ segir Margrét og hlær.
„Ég hitti alltaf margt fólk á leiðinni en það er alveg sama á
hvaða tíma ég fer, það er alltaf fullt af fólki þarna enda er
Esjan svo aðgengileg. Það eru ekki nema þrjú ár síðan ég
fór í fyrsta sinn á Esjuna. Þá ætlaði ég að fara á Hvanna-
dalshnjúk og fór í hverri viku á Esjuna til að æfa mig fyrir
það. Það var reyndar aldrei farið á Hnjúkinn þar sem það
viðraði aldrei nógu vel til þess, en ég komst þó að minnsta kosti í
ágætis form,“ segir söngkonan síkáta.
Jón Kristjánsson segir það
svakalega fínan göngutúr og góða
æfingu að fara á Esjuna. „Ég er
einu sinni búinn að fara á toppinn í
sumar og prófaði þá þennan nýja
útbúnað, keðjurnar og tröppurnar
sem búið er að setja upp framan á
Þverfellshorninu,“ segir Jón og
bætir því við að hann hafi verið
mikið fyrir austan í sumar og því
ekki komist oft á Esjuna. „Síðustu
helgi gekk ég ekki nema upp að
Steini en þetta er mátuleg áreynsla
og feikilega góð æfing. Það er til
fyrirmyndar að það er búið að
merkja leiðina vel með skiltum og
fleiru og laga þetta heilmikið til.“
Jón er afskaplega hrifinn af
útsýninu af Esjunni og segir ekki
nauðsynlegt að ganga alla leið á
toppinn til að fá góða yfirsýn yfir
suðvesturhornið. „Það er feikilega
skemmtilegt að ganga þarna í góðu
veðri og njóta útsýnisins yfir
Reykjavík, eyjarnar og sundin. Það
er óvíða eins fallegt að horfa á
borgina og af Esjunni,“ segir Jón
og bætir því við að oft sé mikil
umferð um Esjuna. „Maður hittir
margt fólk á göngunni en það er
yfirleitt létt yfir mönnum og þeir
bjóða góðan daginn. Þetta er fínt ef
menn eru félagslyndir enda eru
stundum svo margir að það er
varla hægt að fá bílastæði við
fjallsræturnar eins og var um
síðustu helgi,“ segir Jón Kristjáns-
son alþingismaður.
Jón Kristjánsson, alþingismaður
Besta útsýnið yfir borgina
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
Allt að tíuþúsund manns á
hverju sumri
ESJAN ER GÓÐUR MÆLIKVARÐI Páll segir Esjuna gjarnan vera
notaða sem mælikvarða á hversu góðu formi fólk er í og þá hvort
menn séu tilbúnir í lengri og erfiðari göngur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Margrét Eir Hjartardóttir, söngkona
Keppir við sjálfa sig
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5000
Ekkert blað?
- mest lesið
Kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í
viku 14. eða 21. september. Brottför
7. sept. kostar kr. 5.000 aukalega.
Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum í sumar. Terra Nova
býður nú sumarauka á þessum einstaka stað á frábæru tilboði sem býður þín
með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika,
fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Síðustu sætin
Súpersól til
Búlgaríu
í september
frá kr. 29.900.
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
Lotus Professional
R
V
62
15
C
Hvítur sápuskammtari Foam
Hvítt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur
Á tilboði í september
Arngrímur Þorgrímsson
Sölustjóri hjá RV
3.982 kr.
1.865 kr.
1.865 kr.
Hvítur enMotion snertifrír skammtari