Fréttablaðið - 03.09.2006, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
���������������������
����������
Þegar tímaritið The Reykjavík Grapevine hóf göngu sína var
ég einn þeirra fjölmörgu sem tóku
því fagnandi, enda var blaðið eins
og ferskur andvari. Það var rót-
tækt og meinhæðið, með hvassa
og málefnalega ádeilu á íslenskt
samfélag sem ekki var vanþörf á.
Glöggt er gests augað.
Því finnst mér það sorglegt að nú virðist blaðið vera komið í
hendur manna sem ekki gera
greinarmun á háði og níði, ádeilu
og illkvittni, manna sem telja víð-
tækt önuglyndi bera vott um rót-
tækni. Þannig hafa úrillir strá-
klingar undanfarið fengið að níða
skóinn af hverjum þeim sem ekki
er nógu hipp og kúl að þeirra mati
óhindrað á síðum blaðsins. Gleggst
sást þetta í umfjöllun blaðsins um
afmælistónleika Bubba Morthens,
þar sem hann, fimmtugur maður-
inn, var borinn þeim þungu sökum
að miða listsköpun sína ekki við
tónlistarsmekk unglingspilts að
nafni Sindri Eldon. Tíðkast þau nú
hin breiðu spjótin.
Í nýjasta tölublaðinu verður Magni Ásgeirsson fyrir barðinu
á óskeikulleika blaðsins í málefn-
um er varða hipp og kúl. Glæpur
hans er að hafa nýtt tækifæri sem
honum bauðst til að vekja heims-
athygli sem tónlistarmaður og
gera það þannig að hann hefur
verið sjálfum sér, fjölskyldu sinni,
landi og þjóð til staks sóma. Það
sem mér finnst einkum aðdáunar-
vert við framgöngu Magna er hve
auðmjúkur og heiðarlegur hann
hefur verið gagnvart öllu þessu
tilstandi. Auðmýkt og heiðarleiki
þykja hins vegar ekki hipp og kúl
á The Reykjavík Grapevine, hafi
þeir sem þar vinna á annað borð
einhvern tímann heyrt slíks getið,
og þar sem blaðið er að þeirra
mati allt of hipp og kúl fyrir þenn-
an þátt finnst þeim ósköp eðlilegt
að kalla Magna líkníðing á síðum
þess.
En hvað eru svo þessir töffarar, sem eru of samanherptir í sínu
þurra og skorpna töffaraattitjúdi
til að geta glaðst yfir velgengni
annarra en þeirra sem þeir hafa
sérstaka velþóknun á og standa
utan skjallbandalagsins sem þeir
tilheyra, annars að gera sem gerir
þá svona miklu meira hipp og kúl
en aðra? Jú, þeir sitja á sínum hipp
og kúl rassi og skrifa sína hipp og
kúl sleggjudóma í sitt hipp og kúl
blað í þeirri sannfæringu að þeir
séu hið endanlega átórítet um allt
hipp og kúl í heiminum.
Reykjavík
greip væl
Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600
Fullorðinsverð frá:7.995 kr.
www.icelandexpress.is
Lægsta mögulega verðið er aðeins 5.985 kr., aðra leið með sköttum,
svo það er eins gott að vera vel með á nótunum!
Um er að ræða valdar dagsetningar, takmarkað sætaframboð og
ferðatímabilið er í september. Tilboðið gildir fyrir alla áfangastaði
Iceland Express.
Sala miða á tilboðsverði hefst kl. 12:00 á morgun og það er eins og
alltaf: Fyrstur bókar, fyrstur fær!
Þú bókar á www.icelandexpress.is.
Í Heimsborgaranum, nýútkomnu ferðablaði Iceland
Express, gefur að líta ótrúlegt úrval ferðamöguleika sem
í boði eru í haust og vetur. Draumaferðin þín í vetur er
innan seilingar – á verði sem kemur þægilega á óvart.
FLUGSÆTI!
2.990
Í tilefni af því að ferðablað Iceland Express
er komið út, þá bjóðum við 2.990 flugsæti,
aðra leiðina, á sérstöku tilboðsverði.