Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 20
20 4. september 2006 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFANG: ritstjorn@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Portúgal Tyrkland Bókaðu strax á www.plusferdir.is 39.900kr. Heitt TILBOÐ Portúgal - Gisting á Alagoamar Tyrkland - Gisting á Club Ilaida Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S PL U 33 82 9 08 /2 00 6 www.plusferdir.is Í síðustu viku var Samkeppnisstofnun gerð afturreka með úrskurð um kaup Dagsbrúnar, móðurfélags Fréttablaðis- ins, á Senu sem áður hét Skífan. Áfrýjunarnefnd vísaði málinu frá á þeim grundvelli að réttur eins málsaðila til andmæla hefði ekki verið virtur. Sú niðurstaða er endan- leg og sameiningin heimiluð, án þess að fyllilega hafi verið tekin afstaða til þess efnislega hvort kaupin samræmdust markmið- um samkeppnislaga um heilbrigðan markað og samkeppni. Slíkt getur varla talist gott. Það sem er athyglisvert við þessa niðurstöðu er að hún varpar ljósi á veikleika í lögum sem leiða til þess að mistök í framkvæmd úrskurðar slá mál út af borðinu. Markmiðið með því að setja stjórnvöldum skorður í framgöngu sinni við rannsókn mála er gott og gilt. Þar er horft til þess að óvissa sem skapast af löngu ferli getur valdið fyrirtækjum miklum skaða og jafnvel leitt til gjaldþrota. Hraði í afgreiðslu er því mikilvæg dyggð í vinnu eftirlitsstofnana. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni þegar mál geta fallið á einu tækniatriði, án þess að nokkur möguleiki sé að gera bragarbót á. Eins og það er flestum ljóst að hugleiðingar um að reyna að klastra saman fyrsta ákærulið í Baugsmálinu í þriðja sinn voru fáránlegar, þá er jafn ljóst að sú óefnislega niðurstaða af kaupunum á Senu er engum til góðs. Það að mál geti fallið á einföldum tækniatriðum býður heim hættu á spillingu. Umræðan snýst gjarnan með þeim hætti að eftirlitsaðilar séu varðliðar réttlætis og sanngirni meðan fyrirtæki landsins séu samansafn gráðugra villimanna sem svífist einskis í að skara eld að eigin köku. Þessi mynd er afar takmörkuð. Staðreyndin er sú að upp til hópa er fólk heiðarlegt og vill vinna til gagns fyrir samfélag sitt. Inn á milli slæðist svo alltaf einn og einn sem verður hált á svelli dyggðanna og það gildir auðvitað jafnt um fyrirtæki og opinbera embættismenn. Óleiðréttanleg mis- tök gætu við einhverjar kringumstæður orðið freisting spilltum embættismanni, þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Þegar horft er til eftirlits og refsinga er mikilvægt að horfa til markmiða eftirlitsins. Markmið umferðarlögreglu er slysa- laus umferð, ekki fjöldi sektaðra. Markmið samkeppnisyfir- valda er virkur markaður, ekki fjöldi sektaðra. Sama má segja um aðrar eftirlitsstofnanir, rannsóknar- og ákæruvald. Bestu kennararnir þurfa aldrei að hækka róminn. Þar ríkir virðing og agi án þess að valdi eða desibilum sé nokkru sinni beitt. Þannig eru líka bestu knattspyrnudómararnir þeir sem láta leikinn ganga og þurfa ekki að grípa til gulu og rauðu spjaldanna. Of mikill fjöldi þeirra er venjulega til marks um að tökin á leikn- um hafi tapast. Sama gildir um allt eftirlit á markaði. Það að fá mál komi til kasta dómstóla er ekki eitt og sér merki um aðgerðaleysi eftir- litsins, heldur allt eins að virðing sé borin fyrir leikreglum. Sú virðing þarf auðvitað að sem mestu leyti að koma frá leikmönn- unum sjálfum. Þannig eru þó nokkur dæmi um taumhald af óskráðum reglum sem engin viðurlög fylgja. Einfaldlega vegna þess að nógu mikil virðing er fyrir þeim borin og þeir sem ganga gegn þeim dæma sig sjálfir fyrr eða síðar úr leik. Meðalhóf og sanngirni í leikreglum og eftirliti: Markmiðið er góður leikur HAFLIÐI HELGASON SKRIFAR Umræðan | Bygging 800 stúdentaíbúða Eindregin samstaða var í borgarráði í síðustu viku um tillögu Samfylk- ingarinnar um að vinna að byggingu 800 stúdentaíbúða í miðborg og Vatns- mýri. Verkefninu var vísað til skipu- lagsráðs með bókun meirihlutans þar sem tekið var undir þær fyrirætlanir sem tillagan fól í sér og Samfylkingin kynnti í aðdraganda síðustu borgar- stjórnarkosninga. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði er að mati Samfylk- ingarinnar eitt brýnasta verkefnið á vettvangi borgarstjórnar. Langir bið- listar eftir stúdentaíbúðum og óhóflega hátt leiguverð undirstrika það. Svæðin sem um er að ræða eru í mið- borg og Vatnsmýri. Í miðborginni voru nýlega vígð- ir nýir stúdentagarða við Lindargötu. Bygging þeirra markaði þá stefnu að stúdentaíbúðir ættu að byggjast upp í miðborginni þar sem ungt fólk vill helst búa. Svæðin sem nú eru í deiglunni eru á svo- kölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyr- irhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Þá eru ótaldir byggingarreitir í Vatnsmýr- inni sem munu opna fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR. Samfylkingin vill einnig að hið nýja byggingar- svæði við Mýrargötu verði að hluta nýtt til uppbyggingar leiguíbúða í þágu ungs fólks. Rökin fyrir staðsetningu stúdentaí- búða í seilingarfjarlægð frá háskóla- svæðunum eru fjölmörg. Þannig dreg- ur úr ferðum stúdenta borgarmarka á milli og þar með umferðinni á götun- um. Verslun, þjónusta og líf í miðborg- inni njóta jafnframt góðs af uppbygg- ingu í þágu stúdenta. Mannlíf nýtur góðs af því að leiguíbúðir fyrir stúd- enta geta bæði stuðlað að æskilegri félagslegri fjölbreytni á eftirsóttustu búsetusvæðum borgarinnar og á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Samþykkt borgarráðs vekur vonir um að þessum verkefnum verði fylgt fast eftir en gefur jafnframt tóninn um hvernig Samfylkingin ætlar sér að vinna í stjórnarandstöðu á komandi kjörtímabili. Sam- fylkingin mun veita uppbyggilegt aðhald og vinna ötullega að framgangi sinna stefnumála með öflug- um tillöguflutningi og kröftugum málflutningi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn. Góðar fréttir fyrir stúdenta Hvað er það sem verndar viðkomu landans? / Vitið þér hvað það er? Mér er það hulið,“ orti Megas. Hér mætti snúa út úr og bæta við staf: Hvað er það sem verndar viðkomur landans? Eitthvað hlýtur það að vera, því það er nánast sama hvar Íslend- inga ber niður, alls staðar gengur þeim vel. Síðastliðið vor var ég á ferð á meginlandinu. Á götu í Berlín rakst ég á gamla kunningja. Helgi Björns og Vilborg Halldórsdóttir sátu að snæðingi undir berum himni. Ég settist hjá þeim og komst að því að Helgi og félagi hans, Jón Tryggvason, ynnu ásamt öðrum að því að endurræsa gamla Metropol-leikhúsið við Friedrichstrasse, eitt stærsta og glæstasta leikhús Þjóðverja. Í partýi um kvöldið hitti ég krakka sem þekktu til verka Egils Sæbjörnssonar, myndlistar- manns. Og þegar Sigur Rós var komin í spilarann kom í ljós að þessi þýsku úthverfabörn kunnu öll lögin utanað. Ég vissi ekki að hægt væri að læra texta Sigur Rósar. Daginn eftir var ég kominn til Prag og tékkaði mig inn á hótel í bandi Holiday Inn-keðjunnar, aðeins til að komast að því að það var í eigu Íslendings. Þó var það ekki sami Íslendingurinn og átti veitingastaðinn sem við borðuð- um á um kvöldið. Heimleiðin lá í gegnum Kaupmannahöfn og auðvitað stóðst maður ekki mátið og kíkti inni í Magasin og Illums Bolig- hus. Á vegg við Strikið var plakat sem auglýsti tónleika Trabant og Apparat og á kaffihúsi hitti ég danskan blaðamann sem sagði mér að margir kollegar hans hefðu þegar sótt um starf á Nyhedsavisen. Úti á Kastrup- flugvelli blasti Arnaldur marg- faldur Indriðason við í hillum bókabúðar og á bestseller-borðum lágu bækur Dans Brown, gefnar út af Ferdinand, forlagi Snæ- bjarnar Arngrímssonar. Út um gluggann á Icelandair- vélinni kom ég auga á tvær flugvélar merktar félögum sem Íslendingar höfðu annað hvort keypt eða selt á árinu. Við hlið mér sat maður frá Tólf Tóna- búðinni á Skólavörðustíg. Hann tjáði mér að þeir væru að opna útibú í Köben. Mugison myndi spila við opnunina. Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dagana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Allir gömlu kunn- ingjarnir orðnir heimsfrægir. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Helgi Björns væri að gera það gott þegar hann náði réttinum á Hellisbúanum í Þýskalandi. Nei nei, það var þá bara smotterí. Nú á hann leikhús í Berlín. Og ég sem hélt að Valdi á Caruso væri í góðum málum með þann stað. Nei nei, það var þá bara biðleikur. Nú á hann hótel í Prag. Og ég sem hélt að það væri merki um velgengni Snæa að hafa tekist að halda Bjarti á floti í fimmtán ár... Nei, vinur minn. Það var þá bara kökusneið. Nú á hann bókaforlag í Köben. Hér áður fyrr var okkar besti maður alltaf nr. 99 þegar hann fór út að keppa. „Íslenski keppandinn kom í mark einni mínútu og tuttugu sekúndum á eftir sigurvegaranum.“ Nú er okkar fremsti leikstjóri að sýna Pétur Gaut í Ibsenlandi. Okkar fremstu leikarar að leika á West End. Okkar fyndnasti teiknari kominn á samning hjá Penguin. Okkar fremstu viðskiptamenn að kaupa London og Köben. Okkar lyfjarisi að gleypa þann króatíska. Okkar fremsti glæpasagnahöfundur bestur í Bretlandi. Okkar fremsti knattspyrnumaður í besta liði heims. Og nú er okkar fremsti sveitaballasöngvari orðinn rokkstjarna í Bandaríkjunum. Óneitanlega breytir þetta landinu okkar örlítið. Leiksýning í Þjóðleikhúsinu fær umfjöllun í Guardian. Allt sem Eiður Smári segir ratar í heimsblöðin. Unglingahljómsveit úr Hafnar- firði fær umfjöllun í Rolling Stone. Tom Waits á ekki bara titillagið í íslenskri kvikmynd heldur leikur hann í annarri. Jón Ásgeir er nær daglegur gestur á síðum Financial Times. Og sveitaball í Ölfushöll er ekki lengur bara sveitaball í Ölfushöll heldur viðburður í amerísku sjónvarpi. Við Íslendingar eigum tvö þjóðarsport: Að baktala velgengni landans og oftúlka velgengni hans. Við ættum að leggja niður hvort tveggja og líta um öxl, til þess tíma þegar hvorki gekk né rak hjá okkar fólki og enginn tók mark á þessu litla skitna landi, og vera síðan þakklát fyrir þá heimsins happasól sem ákvað skyndilega að skína á okkur. Verum stolt og samgleðjumst okkar besta fólki. Því þessi margfalda velgengni landans á öllum sviðum er ekkert minna en ótrúleg. Viðkomur landans HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Velgengni landans DAGUR B. EGGERTSSON Það er undarleg tilfinning að vera Íslendingur þessa dag- ana. Hvar sem maður kemur, alstaðar er Ísland. Frambærilegasta daman Fjöldi fólks tók þátt í sumarferð Samfylkingarinnar á laugardaginn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddi fylkinguna um Suðurnesin. Komið var við í Vogum, Sandgerði, á Garðs- skaga og á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Þá var kíkt í Bláa lónið og í heimsókn hjá Hitaveitu Suðurnesja. Um kvöldið var haldin fínasta grillveisla í Höfða- skógi við Hafnarfjörð þar sem Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri hélt uppi fjör- inu ásamt öðrum. Kristín Pálsdóttir fékk meðal annars viðurkenningu fyrir að botna eftirfarandi fyrripart: Kosningarnar koma senn/þá kárnar margra gaman./ Þar saman fylkja fræknir menn/og frambærileg- asta daman. Umdeild netkosning Þó vel hafi farið á með samfylking- arfólki á laugardaginn er farið að gæta nokkurs titrings vegna komandi prófkjörs. Vilji stendur til þess innan fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík að heimila fólki að kjósa í prófkjörinu á netinu að því gefnu að kerfið sé öruggt. Ekki eru allir sáttir við það fyrirkomulag og mótmælti Jóhanna Sigurðardóttir þessari aðferð. Þá mun Ásta R. Jóhannesdóttir einnig vera þessu mótfallin. Hár meðalald- ur helstu stuðningsmanna þessara frambjóðenda er líklegasta skýringin á andstöðunni enda tölvueign fátíðari hjá elsta aldurshópnum. Kalt á toppnum Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæk- ist eftir fjórða sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi alþingis- kosningum. Ingibjörg Sólrún verður í fyrsta sæti og svo má reikna fastlega með að þau Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir komi þar á eftir. Blásið hefur köldu á milli þeirra tveggja og formannsins og verður staða Ingibjargar því erfiðari en ella komi til þess að velja þurfi ráðherra flokksins í næstu ríkis- stjórn. bjorgvin@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.