Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 04.09.2006, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 4. september 2006 5 Úrval búningasilfurs frá lokum 17. aldar til okkar tíma er nú til sýnis á Þjóðminjasafninu. Sýning stendur nú yfir í rann- sóknarrými Þjóðminjasafnsins á íslenskum búningum og búninga- skarti. Þar getur að líta úrval búningasilfurs frá lokum 17. aldar til okkar tíma; ennisspangir, koffur, sprotabelti, lyklasylgjur, húfu- og sjalprjóna, skúfhólka, millur, reimanálar og samfellu- hnappa. Sumir gripirnir eru í eigu safnsins en aðrir fengnir að láni fyrir þessa sýningu. Þarna má einnig sjá átta búninga með tilheyrandi skarti: faldbúning, peysuföt, upphlut, tvo telpnabún- inga og drengjabúning, kyrtil- búning og skautbúning. Sýningin var gerð í sam vinnu við Þjóðbúningaráð í til- efni Norrænnar þjóðbúninga- ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í ágúst en sýningin stendur til 19. nóvember. Hönn- uður sýningarinnar er Guðrún Gunnarsdóttir en er styrkt af Samtökum iðnaðarins. Með gullband um sig miðja Margs konar búningaskart gefur að líta á sýningunni, Með gullband um sig miðja. Sýningin var unnin í samvinnu við Þjóðbúningaráð í tilefni Norrænnar þjóðbúninga- ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í ágúst . Hægt er að lengja sumarið í garðinum með réttu hugarfari. Þrátt fyrir að haustið hóti nú komu sinni með auknum kulda þarf það ekki að þýða að Íslend- ingar verði að flýja úr görðum sínum alveg strax. Með réttu hjálpartækjunum er hægt að eiga notalega stund í garðinum enn um hríð. Kulda er jú hægt að klæða af sér auk þess sem hægt er að fá ýmis tæki sem veita yl. Fyrst ber að nefna ósköp venjulegt teppi eða værðar- voð sem yljar vel. Svo eru til nýmóðins tæki eins og gashitarar sem eru að verða töluvert vinsæl hjá landanum. Falleg lukt gefur góða stemningu þegar myrkva tekur en henni má koma haganlega fyrir á borði eða hengja í næsta tré. Þá er ekkert annað sem þarf nema skemmtilegan félagsskap og góða skapið. Notaleg stund í garðinum að hausti Kók eykur kraftinn Í SUMUM TILFELLUM ÞARF EKKI FLÓKNAR AÐGERÐIR TIL ÞESS AÐ AUKA VATNSKRAFTINN Í STURTUNNI. Ef sturtan á heimilinu er ekki nógu kraft- mikil getur ástæðan einfaldlega verið sú að sturtuhausinn sé stíflaður. Með tímanum safnast kísill úr heita vatninu innan í hausinn sem minnkar rennslið í gegnum hann. Gott ráð við þessu getur verið að skrúfa sturtuhausinn af og leggja hann í bleyti í kók yfir nótt. Kókið losar kísilinn innan úr hausnum og rennsli vatns í gegnum hann ætti að verða mun betra á eftir. Ágætt getur þó verið að athuga hversu mikill kraftur er á vatnsrennsl- inu úr sturtubarkanum eftir að hausinn hefur verið skrúfaður af áður en lengra er haldið, því ef að það er jafn lítið eru augljóslega einhverjar aðrar ástæður fyrir því að krafturinn í sturtunni er ekki sem skyldi. - eö Kók getur komið að góðum notum. Kísill getur minnkað rennsli í gegnum sturtuhausa. Ekki þarf að ganga frá garðhúsgögnunum alveg strax. Ef lauf falla á stétt og húsgögn er ekkert annað í stöð- unni en að sópa þeim burt og halda áfram að njóta útiverunnar. Luktin veitir vina- lega stemningu þegar myrkva fer. Gashitarar eru vinsælir og lengja sumarið í garðinum. Það er kósý að vefja sér í teppi á köldum haustkvöldum. Formaco • Fossaleynir 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • www.formaco.is SPURÐU FASTEIGNASALANN... ...HVORT ÞAÐ SÉU GLUGGAR Í DRAUMAÍBÚÐINNI Því það skiptir máli. Notaleg stemning með flottum fylgihlutum fyrir heimilið og sumarbústaðinn �
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.