Fréttablaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 8
8 5. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR
1. Hvað heita stóru köngulærn-
ar sem mikið hefur verið af í
Hafnarfirði undanfarið?
2. Hvenær taka lög um bann
við reykingum á veitingahúsum
gildi?
3. Hvaðan voru flóttamenn-
irnir sem handteknir voru
við komu til Kanaríeyja um
helgina?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
VEISTU SVARIÐ?
AFGANISTAN, AP Einn kanadískur
hermaður fórst og nokkrir særð-
ust í gærmorgun þegar tvær
bandarískar herþotur á vegum
NATO gerðu loftárás í suðurhluta
Afganistans. Loftárásin var gerð
að beiðni NATO-sveitanna sem
áttu þar í bardögum á jörðu niðri
við talibana.
Meira en 20 manns að auki fór-
ust í Afganistan í gær, þar á meðal
fjórir Afganar og einn breskur
hermaður þegar sjálfsmorðsárás
var gerð á bílalest NATO í höfuð-
borginni Kabúl.
Hörð átök geisuðu um helgina
milli talibana og NATO-hermanna
í Kandahar-héraði í suðurhluta
landsins. Átökin eru þau mann-
skæðustu frá því að bandaríski
herinn og bandamenn hans steyptu
talibanastjórn landsins af stóli
fyrir fimm árum.
Hersveitir NATO hófu á laugar-
daginn harða herferð gegn herská-
um talibönum í Panjwayi-héraði,
sem er hluti af Kandahar. Mark-
mið herferðarinnar, sem hefur
fengið nafnið Medúsa, er að hrekja
hina herskáu talibana á brott frá
svæðinu.
Fjölmennur hópur talibana
hefur haft aðsetur í Panjawi um
langa tíð og skipulagt þar and-
spyrnu gegn bandaríska hernum
og nú síðast gegn hersveitum á
vegum NATO, sem tók við stjórn
héraðsins í síðasta mánuði.
Hersveitir NATO halda því
fram að meira en 200 talibanar
hafi fallið fyrstu tvo dagana frá
því að herferðin hófst, á laugardag
og sunnudag. Afganska varnar-
málaráðuneytið segir að 89 tali-
banar hafi fallið, en sjálfir halda
talibanar því fram að þeir hafi
misst innan við tíu manns.
„Þeir segjast hafa drepið 200
talibana en þeir drápu ekki einu
sinni tíu,“ sagði Mullah Dadullah,
sem er leiðtogi herskárra talibana
í suðurhluta Afganistans. Hann
talaði við fréttamann AP-frétta-
stofunnar í gegnum gervihnattar-
síma, en fréttamaðurinn hefur
áður talað við Dadullah og þekkti
rödd hans.
Dadullah sagði einnig að Mullah
Omar væri enn æðsti leiðtogi tali-
bananna, en hann fór í felur þegar
talibanastjórnin hraktist frá völd-
um á sínum tíma.
NATO heldur því einnig fram að
afganska lögreglan hafi handtekið
80 talibana og 180 aðrir hafi flúið.
Á sunnudaginn fórust einnig
fjórir kanadískir hermenn og sjö
særðust í bardögum við herskáa
talibana í Pajwayi. Frá árinu 2002
hafa þá samtals 32 kanadískir her-
menn og einn kanadískur stjórnar-
erindreki fallið í Afganistan.
Frá því í nóvember árið 2001
hafa einnig 37 breskir hermenn
fallið í Afganistan. Í gær sagði
Richard Dannatt, yfirmaður breska
herráðssins, í viðtali við breska
dagblaðið Guardian, að það væri
alveg á mörkunum að breski her-
inn réði við þau verkefni, sem hann
hefði tekið að sér í Afganistan og
Írak. gudsteinn@frettabladid.is
KANADÍSKIR HERMENN Í AFGANISTAN Hermennirnir voru býsna niðurlútir í gær eftir
að fréttir bárust af því að félagi þeirra hefði fallið fyrir skotum úr vinveittri flugvél.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Skotinn til bana
af samherjum
Einn Kanadamaður fórst í árásum frá herþotum á
vegum NATO í Afganistan. Alls hafa fimm Kanada-
menn fallið í átökum við talibana síðustu daga.
SKÓLAMÁL „Það bíða of margir nem-
endur eftir þjónustu sálfræðings
eins og staðan er núna en verið er að
vinna í því að stytta biðlistann,“
segir Þorsteinn Hjartarson, skóla-
stjóri Fellaskóla.
Í Breiðholtinu bíða flest börn í
Reykjavík eftir sálfræðiþjónustu
eða 92 og er mest fjölgun á tilvísun-
um vegna hegðunarvandamála.
Þorsteinn segir uppeldi í auknum
mæli að færast yfir til skólanna og
eitt af því sem þurfi að kenna nem-
endum sé góð hegðun. Ástæða þess
að þessi mál eru komin yfir til skól-
anna telur Þorsteinn meðal annars
vera breytingar í samfélaginu sem
hafa haft áhrif á hlutverk fjölskyld-
unnar. „Þeir sem starfa við skóla
eru hins vegar missáttir við þetta
nýja uppeldishlutverk skólanna sem
kallar á samstarf margra aðila.
Í Fellaskóla eru úrræði fyrir
börn með mismunandi þarfir og
reynt er að koma til móts við þarfir
þeirra sem bíða sálfræðigreining-
ar.“ Sem dæmi um fjölbreytileikann
í flóru nemenda í Fellaskóla nefnir
Þorsteinn að fjórði hver nemandi
við skólann hafi annað móðurmál en
íslensku.
„Eftir hefðbundinn skóladag
býður Fellaskóli upp á sérstakt
úrræði, Æskufell, sem er ætlað
börnum sem þurfa á stuðningi að
halda. Úrræðið er í samstarfi við
ÍTR og Þjónustumiðstöð Breið-
holts.“ - hs
Reynt er að koma til móts við þarfir þeirra nemenda sem bíða sálfræðiþjónustu:
Of mörg börn bíða þjónustu
ÞORSTEINN HJARTARSON Uppeldi er í
auknum mæli að færast yfir til skólanna.
BRETLAND Hlýnandi loftslag
jarðarinnar veldur því að bakterí-
ur breiðast nú til heimshluta þar
sem þeirra hefur lítt orðið vart
fyrr. Þetta kom fram í máli Pauls
Hunter, bresks prófessors í
heilsugæslu, á ráðstefnu í
Bretlandi sem BBC fjallaði um.
Nokkrir Norðurlandabúar hafa
smitast af kóleru í sumar við það
að synda með opin sár í Atlants-
hafinu, og einn Dani lést úr Vibrio
vulnificus, sem hingað til hefur
aðallega haldið sig í Mexíkóflóa.
Hunter segir bráðnauðsynlegt
að fylgjast betur með hættulegum
og tiltölulega algengum sjúkdóm-
um svo sem malaríu. - smk
Gróðurhúsaáhrifin:
Sjúkdómar
breiðast víðar
VEIÐI Enn á eftir að veiða 250 hrein-
dýr af 909 dýra kvóta á hreindýra-
veiðisvæðunum á Austurlandi. Veið-
ar hafa gengið treglega að
undanförnu því þoka hefur legið yfir
stórum hluta veiðisvæðanna.
Jóhann G. Gunnarsson, hjá
Umhverfisstofnun, segir mikið
óveitt af dýrum á Fljótsdalsheiði en
ekkert meira nú en á sama tíma á
undanförnum árum. „Það var
afspyrnuvont veður hér í síðustu
viku en var gott í dag og í gær. Ef
veðrið helst gott þá erum við bjart-
sýnir á að þetta náist nú mest allt.
Það á eftir að ná 139 törfum og 130
kúm.“
Mikill áhugi er fyrir hreindýra-
veiðum og bárust rúmlega 2.000
umsóknir til veiða á 909 dýra kvóta
þessa árs. Þar af bárust 30 umsóknir
frá útlendingum. - shá
Hreindýraveiðitímabilinu lýkur 15. september:
250 dýr enn óveidd
AF VEIÐISLÓÐ Nú líður senn að lokum
hreindýraveiðitímabilsins. MYND/REIMAR
DÓMSMÁL Tuttugu og sex ára
karlmaður var í gær ákærður
fyrir þjófnað og fjársvik.
Maðurinn er ákærður fyrir að
stela fartölvu í Verzlunarskólan-
um í febrúar síðastliðnum. Í
apríl gerði maðurinn sér svo
lítið fyrir og stal sex páskaeggj-
um úr verslun 11/11 að verð-
mæti tæplega átta þúsund
krónur.
Auk þess var maðurinn
ákærður fyrir að hafa tvisvar
blekkt starfsmenn á bensínstöð-
um fyrir að láta sig fá sígarettu-
pakka og tvö símakort sem
ákærði þóttist ætla að kaupa, en
stakk svo af. - æþe
Þjófur ákærður í héraðsdómi:
Stal sex páska-
eggjum úr búð